Logandi harðsperrur - fimmtugsafmæli og fleira

Nú sit ég með logandi harðsperrur og strengi eftir að hafa gengið á Esjuna ásamt vinafólki á sunnudaginn í yndislegu veðri og frábæru útsýni. Jamm, það var lokahnykkurinn á frábærri borgardvöl í "sumarbústaðnum" okkar á Framnesvegi.

Já, þannig er það nú með okkur hjónin, að líf okkar skiptist í meginatriðum á milli tveggja heima, má segja: Vestfjarða og Reykjavíkur. Okkar sumarhús er ekki inni í skóglendi einhversstaðar utan þéttbýlis, heldur stendur það á horni Holtsgötu og Framnesvegar, innan um önnur hús  í Vesturbæ Reykjavíkur.

Í þetta gamla hlýlega hús, sem við höfum átt í 19 ár, sækjum við einatt hvíld og upplyftingu með þeim vinum og ættingjum sem tilheyra hinum Reykvíska hluta lífs okkar - auk þess sem það er aðsetur okkar í vinnuferðum og erindum ýmiskonar.

Tilefnið að þessu sinni var fimmtugsafmæli eiginmannsins, þann 13. júní síðastliðinn. Hann vildi lítið láta fyrir sér fara á  afmælisdaginn og var því "að heiman" (þ.e. ekki á Ísafirði) en þó "heima við" (á Framnesveginum). Þetta var rólegur en skemmtilegur afmælisdagur, því vinir og kunningjar litu við í tilefni dagsins og þáðu léttu léttar veitingar. Ekkert formlegt, bara afslappað rennerí og innlit fram eftir kvöldi.

Sjálf afmælisveislan verður svo haldin síðar - því ég stefni að því að ná honum í haust.  Þá langar okkur að halda sameiginlega afmælisveislu með tilheyrandi húllumhæi hérna fyrir vestan.

Í augnablikinu er ég sumsé gift "eldri" manni sem kominn er á sextugsaldur. ÉG ætla að njóta þess næstu tvo og hálfan mánuðinn að vera bara rétt rúmlega fertug - þ.e. "unga konan" í sambandinu. Wink

P1000434 (Medium)

 Hér sjáið þið afmælisbarnið með frumburði sínum, henni Sögu, dóttur okkar. Nú er aldursmunur þeirra tveggja (24 ár) orðinn minni en aldur hennar (26 ár). Já, svona líður lífið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið kæri Sigurður og þú Ólína með bóndann á sextugsaldrinum.

Gústi (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju bæði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Glæsileg mynd af föður og dóttur! Hún er greinilega saga ykkar beggja í útliti og heppin er hún að eiga þetta fallega nafn!

Til hamingju með kallinn Ólína mín og vonandi hef ég tækifæri á að óska þér líka til hamingju þegar kemur að þínu afmæli!

Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Til hamingju með þinn elskulega Ólína mín

Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2008 kl. 19:49

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með bónda og Esjugöngu Ólína mín

Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2008 kl. 20:22

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þakka ykkur öllum fyrir góðar kveðjur

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.6.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með bóndann og ég verð að segja það, dóttirin með þennan geysifallega háralit móður sinnar og auðvitað falleg sjálf eins og kyn og ættir segja.

Ragnheiður , 16.6.2008 kl. 23:41

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.6.2008 kl. 23:13

9 identicon

Innilega til hamingju með bóndann Ólína.

Lína Björg (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband