Logandi harđsperrur - fimmtugsafmćli og fleira
16.6.2008 | 12:46
Nú sit ég međ logandi harđsperrur og strengi eftir ađ hafa gengiđ á Esjuna ásamt vinafólki á sunnudaginn í yndislegu veđri og frábćru útsýni. Jamm, ţađ var lokahnykkurinn á frábćrri borgardvöl í "sumarbústađnum" okkar á Framnesvegi.
Já, ţannig er ţađ nú međ okkur hjónin, ađ líf okkar skiptist í meginatriđum á milli tveggja heima, má segja: Vestfjarđa og Reykjavíkur. Okkar sumarhús er ekki inni í skóglendi einhversstađar utan ţéttbýlis, heldur stendur ţađ á horni Holtsgötu og Framnesvegar, innan um önnur hús í Vesturbć Reykjavíkur.
Í ţetta gamla hlýlega hús, sem viđ höfum átt í 19 ár, sćkjum viđ einatt hvíld og upplyftingu međ ţeim vinum og ćttingjum sem tilheyra hinum Reykvíska hluta lífs okkar - auk ţess sem ţađ er ađsetur okkar í vinnuferđum og erindum ýmiskonar.
Tilefniđ ađ ţessu sinni var fimmtugsafmćli eiginmannsins, ţann 13. júní síđastliđinn. Hann vildi lítiđ láta fyrir sér fara á afmćlisdaginn og var ţví "ađ heiman" (ţ.e. ekki á Ísafirđi) en ţó "heima viđ" (á Framnesveginum). Ţetta var rólegur en skemmtilegur afmćlisdagur, ţví vinir og kunningjar litu viđ í tilefni dagsins og ţáđu léttu léttar veitingar. Ekkert formlegt, bara afslappađ rennerí og innlit fram eftir kvöldi.
Sjálf afmćlisveislan verđur svo haldin síđar - ţví ég stefni ađ ţví ađ ná honum í haust. Ţá langar okkur ađ halda sameiginlega afmćlisveislu međ tilheyrandi húllumhći hérna fyrir vestan.
Í augnablikinu er ég sumsé gift "eldri" manni sem kominn er á sextugsaldur. ÉG ćtla ađ njóta ţess nćstu tvo og hálfan mánuđinn ađ vera bara rétt rúmlega fertug - ţ.e. "unga konan" í sambandinu.
Hér sjáiđ ţiđ afmćlisbarniđ međ frumburđi sínum, henni Sögu, dóttur okkar. Nú er aldursmunur ţeirra tveggja (24 ár) orđinn minni en aldur hennar (26 ár). Já, svona líđur lífiđ.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Ferđalög, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:47 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju međ afmćliđ kćri Sigurđur og ţú Ólína međ bóndann á sextugsaldrinum.
Gústi (IP-tala skráđ) 16.6.2008 kl. 13:07
Til hamingju bćđi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 14:57
Glćsileg mynd af föđur og dóttur! Hún er greinilega saga ykkar beggja í útliti og heppin er hún ađ eiga ţetta fallega nafn!
Til hamingju međ kallinn Ólína mín og vonandi hef ég tćkifćri á ađ óska ţér líka til hamingju ţegar kemur ađ ţínu afmćli!
Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 15:08
Til hamingju međ ţinn elskulega Ólína mín
Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2008 kl. 19:49
Til hamingju međ bónda og Esjugöngu Ólína mín
Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2008 kl. 20:22
Ţakka ykkur öllum fyrir góđar kveđjur
Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 16.6.2008 kl. 23:22
Til hamingju međ bóndann og ég verđ ađ segja ţađ, dóttirin međ ţennan geysifallega háralit móđur sinnar og auđvitađ falleg sjálf eins og kyn og ćttir segja.
Ragnheiđur , 16.6.2008 kl. 23:41
Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 17.6.2008 kl. 23:13
Innilega til hamingju međ bóndann Ólína.
Lína Björg (IP-tala skráđ) 18.6.2008 kl. 14:43
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.