Sumarfrí á blogginu

Framundan er nokkurra daga bloggfrí. Er á leið vestur í Breiðavík á landsæfingu með Björgunarhundasveit Íslands. Vona bara að við mætum ekki bjarndýrum þar. Frown Eftir það mun ég hafa í ýmsu að snúast svo ég reikna ekki með að skrifa mikið á bloggsíðuna mína alveg á næstunni.

Við skulum bara kalla þetta sumarfrí á blogginu. Wink Sjáumst síðar, vonandi endurnærð og hress.

 Bestu kveðjur til ykkar allra, þangað til.

P1000281 (Small)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ertu með Dalamatíu hund ? Leitarhund ? Það gengur alveg eða hvað ?

Eigðu gott frí

Ragnheiður , 19.6.2008 kl. 09:33

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, það gengur alveg. Það er að vísu ekki komin mikil reynsla á þjálfun Dalmatíuhunda til björgunar- og leitarstarfa. Minn  hundur er sá eini þessarar tegundar í BHSÍ.

Dalmatíuhundar eru aðeins seinþroskaðri heldur en Border-collie hundarnir svo það þarf að taka aðeins meiri tíma í að leggja grunninn hjá þeim. Sama á við um Shäffer hunda og ýmsar stærri hundategundir - það tekur aðeins lengri tíma að þjálfa þá. En ef rétt er að málum staðið þá geta þeir orðið mjög góðir. Ég stefni að því að tíkin mín verði það líka.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Ragnheiður

Já frábært, ég á boxerstrák sem er svona seinþroska og bc blending sem er með allt á hreinu. Ég ætla að fylgjast með hvernig gengur hjá þér.

Þið eruð þá allaveganna komnar með einn aðdáanda eða stuðningsmann.

Kær kveðja vestur

Ragnheiður , 19.6.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir það

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:59

5 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Hafðu það gott í fríinu - sjáumst kannski á Héraðinu í sumar. 

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 19.6.2008 kl. 14:03

6 identicon

Hafðu það gott í fríinu, þetta er nú aldeilis veðrið til þess að vera í fríi

sandkassi (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband