Eru 700 þúsund ofurlaun?

OlafurFMagnussonOmarOskarsson Einhvernveginn hefur það aldrei hvarflað að mér að starf framkvæmdastjóra miðborgarmála hafi verið búið til handa Jakobi Frímanni Magnússyni.  Ég trúi borgarstjóra mæta vel þegar hann sver slíkar ásakanir af sér. Hann segist hafa leitað til ýmissa áður en kom að ráðningu Jakobs, þ.á.m . Kristínar Einarsdóttur, fyrrum miðborgarstjóra. Þessu trúi ég líka vel. Það breytir því ekki, að það átti að auglýsa stöðuna svo hæfir einstaklingar gætu gefið kost á sér til starfans.

Því get ég vel skilið að fjölmiðlar skuli spyrja gagnrýnið um ástæður þess að staðan var ekki auglýst. Þeim ber að gera það. En ég get ekki tekið andköf yfir því þó að verkefnisstjóri í krefjandi, tímabundnu starfi fái sjöhundruð þúsund krónur á mánuði.  Það eru bara engin ofurlaun - jafnvel þó að margur hafi minna. Og satt að segja finnst mér sem fjölmiðlarnir hafi farið aðeins fram úr sér þarna. Ég veit vel að þetta eru engin verkamannalaun. En hvað ætli fréttamaður á sjónvarpinu hafi í mánaðarlaun þegar saman eru komin föst laun, vaktaálagið og óunna yfirvinnan (sem var umtalsverð þegar ég var og hét sem fréttamaður á sjónvarpinu)? Ætli fréttamaðurinn sem spurði borgastjóra spjörunum úr á föstudagskvöldið sé með mikið lægri laun en Jakob Frímann? Hverju skyldi muna þar?

Vitanlega er engin ástæða til þess að hlífa þeim sem fara með völdin við knýjandi spurningum um leikreglur lýðræðisins og stjórnsýslu almennt. Hitt væri kærkomið ef þeir sem ganga fram sem varðmenn almennings (og þá á ég að sjálfsögðu við fjölmiðla) gætu gert það af kurteisi og tilhlýðlegri mannvirðingu. Á það hefur skort gagnvart Ólafi F. Magnússyni.

Ég get ekki fellt mig við að fréttamenn sýni viðmælendum sínum yfirgang. Síst af öllu þegar um er að ræða virkilega góða og öfluga fréttamenn sem ég sjálf hef dálæti á.

Eitt er að krefja svara og spyrja ákveðið -  framígrip og háðsglósur yfir borðið eru annað mál. Þegar tilfinningar fréttamanna eru farnar að sjást á þeim í viðtölum við ráðamenn - af ekki stærra tilefni en einni mannaráðningu - þá er tímabært fyrir þá hina sömu fréttamenn að staldra aðeins við og hugsa sinn gang.

Ég segi nú svona.


mbl.is Miðborgarstjóra R-listans var boðið starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttamenn eru orðnir ótrúlega ósvífnir þegar um yfirvöld eru að ræða.

Og 700 þús eru ofurlaun

Spurðu bara Jón eða Jónu. Sem eru samt með sérmenntun

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:04

2 identicon

Faglærður verkamaður þarf ekki að vinna mikið til að fá 700 þús. í laun á mánuði og eru þeir nokkrir. Mér finnast þetta bara sanngjörn laun fyrir þessa stöðu sem er verið að ráða hann Jakob í. Svo er ég sáttur í við það að loksins er verið að gera eitthvað í að bæta lífið í miðbænum, Óli F ætlar greinilega að láta verkin tala. Tjarnarkvartettinn er búin að leggja Óla í einelti síðan hann varð borgarstjóri.

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:08

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Fyrir fólk sem hefur 200-250 þús. fyrir erfiðisvinnu eru 700 þús. ofurlaun. Þetta er jú bara eins og hver önnur skrifstofuvinna. Ekki einu sinni krafist menntunar.

Víðir Benediktsson, 10.5.2008 kl. 20:11

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er rétt að fréttamenn eru oft dónalegir og sýna sumum lítilsvirðingu á meðan þeir gefa svo öðrum drottningarviðtöl, þetta finnst mér leiðinlegt.  Fyrir mér eru 700 þús. eins og að vinna í happdrætti, enda hef ég 120. í aðra hönd um hver mánmót. frá lífeyrissj. og Trst. en ég er samt ekki að kvarta.  Kær kveðja og góða helgi.  Mother's Day Vase 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 20:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagvinna er 173 klukkutímar á mánuði og 700 þúsund krónur deilt með 173 klukkutímum er um fjögur þúsund krónur á tímann, sem er um fjórum sinnum meira en laun verkamanna í dagvinnu.

Jakob Frímann er því á við fjóra verkamenn.

Þorsteinn Briem, 10.5.2008 kl. 20:58

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ólína.  Fréttamenn á RÚV eru með á milli 300 og 400 þúsund kall á mánuði. Eftir ohf-væðinguna eru einstaka gæðingar og þá sérstaklega sjónvarpsmegin með tvöfalda og allt að þrefalda þá upphæð. En nú er fordæmi fyrir því að spyrja um laun þess sem yfirheyrði Ólaf F. - Búið að kveða upp dóm um að upplýsingalögin virka. - Ef þetta sem þú vitnar til var á RÚV, ég man það ekki.

Haraldur Bjarnason, 10.5.2008 kl. 21:08

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er ekki skotleyfi á Ólaf F.?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.5.2008 kl. 21:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann Frímann er á við fjóra,
í fallinni spýtu ekki að slóra,
stendur með drauma stóra,
í stórræðum með Óra-Móra.

Þorsteinn Briem, 10.5.2008 kl. 21:21

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég get vel skilið að fólki finnist 700 þús vera há laun - þetta eru  vissulega góð laun.

En OFURlaun eru annað í mínum huga. Ofurlaun nema milljónum á mánuði, eins og ýmis dæmi eru um. Ég vil ekki nota það hugtak yfir 700 þúsund krónur á mánuði. Það eru margir stjórnendur hjá hinu opinbera með sambærileg laun við þetta - hvort sem það er nú almennt viðurkennt eða ekki.

Varðandi laun fréttamanna - þá hef ég ekki kynnt mér þau svo náið núna í seinni tíð. En ef ég miða viðþau laun sem ég hafði og verðlagsbreyingar sem orðið hafa frá þeim tíma, þá ættu samanlögð laun fréttamanna með vaktaálagi og óunninni yfirvinnu (sem er auðvitað hluti af kjörunum) að vera nálægt 600 þús krónum á mánuði. Það kæmi mér á óvart ef laun sjónvarpsfréttamanns sem tekur fullar vaktir væru undir 500 þúsundum - og ég yrði ekki hissa þó þau væru hærri.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.5.2008 kl. 22:08

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ólína. Laun fylgja ekki verðlagsbreytingum á íslandi og hafa ekki gert síðan launavístala var afnumin árið 1983 (að mig minnir). Svo er allt annað mál með ofurlaun gæðinganna. En það er rétt hjá þér að 700 þúsund á mánuði er ekkert of mikið fyrir hvern sem er í dag.

Haraldur Bjarnason, 10.5.2008 kl. 22:29

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja inn í góðan dag Happy Mother's Day 

Ía Jóhannsdóttir, 10.5.2008 kl. 23:42

12 Smámynd: Kjartan Sæmundsson

Launin sem hann fær eru ríflega tvisvar sinnum hærri en kennaralaunin mín. En ég er auðvitað ekki undir neinu fjandans álagi. Ég er svo sæll og ánægður með launin mín og sældarlífið í kennarastarfinu að það hvarlar ekki að mér að skipta um starf. Allra síst eftir þessa dúndur samninga sem við kennarar gerðum síðast.

Kjartan Sæmundsson, 11.5.2008 kl. 00:00

13 Smámynd: Skafti Elíasson

Hvaða ábyrgð á Jakop að axla í þessu starfi ?

Skafti Elíasson, 11.5.2008 kl. 00:20

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð og sæl Ólína!

Mér finnst þessi mál öll sömul fyrst og síðast gagnrýniverð vegna alls vandræðagangsins og mistakanna í kring. Svo eins og fram kemur hér að ofan er hægt að ræða það fram og til baka hvort þetta séu há laun miðað við þetta, hitt og annað. Svo langar mig að benda þér á, að Ólafur hefur sjálfur markað andrúmsloftið í samskiptum sínum við fréttamenn, ekki sýnt þeim meiri virðingu en svo, að svara ekki dögum saman og það oftar en einu sinni þegar reynt hefur verið að fá hans viðbrögð, nú síðast þegar hann þagði bara í nokkra daga er reynt var að fá frekari skýringar hjá honum á ummælum um sigurtillöguna um skipulagið í VAtnsmýrinni og Gísli marteinn og Hanna Birna urðu að gerast "túlkar" sem frægt er orðið!Árum saman var svo gagnrýnin alveg öfug, fólk kvartaði sáran yfir linum fréttaspyrlum, en ekki öfugt. En eins og aðeins er minnst á hér að ofan, ehfur þetta breyst og þökk sé nú m.a. núverandi forseta lýðveldisins, þá eru viðtölin hvorki fyrirfram ákveðin af ráðamönnum, né þeir ávarpaðir með þéringum sem áð'ur fyrr á árum tíðkaðist!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.5.2008 kl. 00:24

15 identicon

Hingað til hef ég oftast náð að láta skrif þín í taugarnar á mér en því verður ekki neitað að þessu sinni hefuru lög að mæla.

Ég er ekkert meiri aðdáandi Ólafs F en aðrir borgarbúar og því hefur maður lítið látið það fara í taugarnar á sér að hann hafi fengið slæma sérmeðferð í fjölmiðlum. Ég hafði satt besta að segja ekkert spáð í því en það er svo sannarlega satt. Nær allir frétta- og fjölmiðlamenn hafa verið mjög ófagmannlegir þegar rýnt hefur verið í störf hans.

Snorri (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 00:37

16 identicon

Menn gleyma kjarna þessa máls. Hann er þessi.: Hver  og hvenær var ákveðið að ráða svokallaðan " miðbæjarborgarstjóra" í Reykjavík ??

 Nægir ekki einn borgarstjóri fyrir rétt hundrað þúsund sálir ??

 Þetta skyldi þó ekki vera komið frá Sollu litlu þá er hún var borgarstjóri, já, og raðaði í stórhópum stallsystrum sínum á borgarjötuna ??

 Sjö hundruð þúsund á mánuði hér, og sjö hundruð þúsund á mánuði þar. Er þetta ekki dæmigert fyrir hugsanagang VINSTRI eyðsluseggja  ?!!

Magnús Erlendsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 11:02

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

700 kr. fyrir framkvæmdastjórastöðu eru ekki há laun. Menn skulu fara varlega að bera saman kennaralaun og framkvæmdastjóralaun.
Þessi ráðning á mjög hæfileikaríkum manni er mjög jákvæð fyrir Reykvíkinga og er ráðningin alveg samkvæmt lögum og reglum. Ólafur F.  hefur sagt að starfið verði auglýst eftir eitt ár. Þá skulum við vona að JFM sæki um og hans starfskrafta verði notið í þessu starfi út kjörtímabilið. Framígrip fréttamanna er þeim til minnkunar.  

Óðinn Þórisson, 11.5.2008 kl. 11:31

18 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæl Ólína og þið hin!

Ég er algjörlega sammála Ólínu um að 700.000 kr eru engin ofurlaun, heldur í mesta lægi góð laun. Hér er í reynd um ofureðlileg laun fyrir ábyrgðarstöðu hjá stærsta sveitarfélagi landsins.

Að mínu mati verður almenningur að sætta sig við það, að til þess að ríki og sveitarfélag fái til almennilega starfsmenn og gildir þá einu í hvaða starfi þeir eru - háskólamenntaðir, iðnmenntaðir eða með minni menntun - þá verður að borga sambærileg laun við það sem greitt er á almennum markaði.

Þótt ekki sé um séríslenskt fyrirbæri að ræða, hafa opinberir starfsmenn hér á landi orðið að sætta sig við afar ósanngjarna orðræðu um hversu illa sé unnið víða hjá hinu opinbera og þar af leiðandi hversu há laun opinberra starfsmanna séu miðað við afköst. Sömu sögu er að segja um alþingismenn og ráðherra, sem eflaust hafa einna lengstan starfsdag allra Íslendinga. Að starfsmenn á hinum almenna launamarkaði og fréttamenn - og stundum taka jafnvel opinberir starfsmenn sjálfir þátt - fari slíku offari í umræðum sínum um laun stjórnenda hjá hinu opinbera, ráðherra og þingmanna er afskaplega ómaklegt og ósanngjarnt. Satt best að segja er ég löngu búinn að fá nóg af því, en sennilega lítið hægt að gera í þessu hvimleiða máli, en ég spyr mig þessara spurninga: hvernig fólk vill "almenningur" hafa við stjórnvölinn til að tryggja góða opinbera þjónustu?; hvernig fólk vill almenningur að fari með þeirra skattpeninga?

Ef það er skoðun almennings að opinberir starfsmenn eigi að vera með 50% af launum á almennum markaði og helst ekki með meira örorkubætur eða lægstu verkamannalaun, þá er vitum við svarið við þessari spurningu.

Bandaríkjamenn hafa oft á takteinum skemmtilega frasa á borð við: "Þú færð það sem þú borgar fyrir!" (e. "You get what you pay for").

Guðbjörn Guðbjörnsson, stjórnsýslufræðingur - MPA og ríkisstarfsmaður í stöðu millistjórnanda.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.5.2008 kl. 11:44

19 Smámynd: Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 11.5.2008 kl. 12:33

20 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Ólaína!

Þetta er þarft en afar viðkvæmt umræðuefni. Ástæður þess eru vafalaust margar og koma þar m. a. inn hve miklar væntingar hafa verið keyrðar upp í samfélagi okkar undanfarinn áratug; aðallega á grundvelli þess að ríkt hafi hjá okkur "góðæri" og að við séum meðal ríkustu þjóða heims. Flestir eru nú farnir að sjá að þetta var blekkingarvefur, sem haldið var á lofti til að fela hinar gífurlegu erlendu lántökur, sem við erum nú í vandræðum með að ráða við.

Ástæður þess að svona er komið, er fyrst og fremst því að kenna hve lítil þekking á rekstri sjálfstæðs þjóðfélags, er til staðar hjá Alþingismönnum okkar; mönnunum sem gefa sig út til þess að hafa stjórn á öllum þáttum þjóðlífsins; að það haldist innan þeirra marka sem við ráðum við. Við höfum ekki tíðkað að spyrja frambjóðendur til Alþingis um þekkingu þeirra á helstu burðarþáttum þjóðlífsins; við spyrjum þá yfirleitt ekki um neitt sem varðar lífsafkomu, réttlæti, eða jafnræði í þjóðfélaginu. Við grennslumst ekki um hæfni þeirra til ákvarðanatöku, eða hver reynslubakgrunnur þeirra sé; sem nýst gæti þeim í því mikilvæga starfi sem þeir eru að sækjast eftir.

Mín sannfæring er sú að við fáum ekki framsækna og ábyrga menn til að stjórna þessu þjóðfélagi meðan við gerum engar metnaðarfullar kröfur til þeirra um þekkingu á verkefninu og merkjanlegan árangur af því starfi fyrir þjóðarheildina. Ég er sannfærður um að til þess að fá inn á þing menn sem hlaðnir eru metnaði fyrir framgangi jafnræðis og réttlætis, verðum við að lækka launin fyrir þingstörfin, þannig að í þau sæki einungis þeir einstaklingar sem hafa meiri metnað fyrir velferð og framgangi þjóðfélagsins, en valdastöðu og efnahagsbata fyrir sjálfa sig og sinn markhóp.

Niðurlagið hjá nafna mínum hér að ofan er nokkuð athyglisvert.  _  "Þú færð það sem þú borgar fyrir!" (e. "You get what you pay for").

 Við höfum borgað nokkuð vel fyrir þingstörfin en fengið frekar lítla stjórnun á þjóðfélaginu í staðin. Við gerum heldur engar raunhæfar og samstilltar kröfur um þekkingu Alþingismanna á þeim störfum sem þeir eru að falast eftir. Myndum við gera jafn litlar körfur, um starfsþekkingu, til flugstjóra þotunnar sem við ætlum að ferðast með?

Mér finnst við nauðsynlega þurfa að fara að hugsa lengra fram fyrir okkur en þá vegalengd sem við getum pissað.  

Guðbjörn Jónsson, 11.5.2008 kl. 13:32

21 Smámynd: Júlíus Valsson

Lægstu laun hér á landi og laun ófaglærðs verkafólks almennt eru auðvitað þjóðinni til skammar. Hvað er verkalýðshreyfingin eiginlega að hugsa? Hann Gvendur Jaki hefði ekki látið þetta viðgangast, það er víst. Ég óska Jakobi Frímanni velfarnaðar í starfi, hann er hæfileikaríkur maður og frábær músikant.

Júlíus Valsson, 11.5.2008 kl. 14:08

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hér er í reynd um ofureðlileg laun fyrir ábyrgðarstöðu hjá stærsta sveitarfélagi landsins."

Ræstingarkonur og ruslakallar eru sem sagt ekki í ábyrgðarstöðum hjá stærsta sveitarfélagi landsins?!

Hvað gerðist í Napólí?!
Er ekki rusl þar um allar koppagrundir vegna spillingar ráðamanna í borginni?

Hvað er nú orðið um alla jafnaðarmennskuna? I hverju felst hún eiginlega núorðið? Að útdeila ölmusum?

Hvað gerist ef "Miðbæjarborgarstjórinn" fer í verkfall og hvað gerist ef ræstingakonur og ruslakallar í Reykjavík fara í verkfall?

Þorsteinn Briem, 11.5.2008 kl. 14:09

23 identicon

Þetta mál kemur Ingibjörgu Sólrúnu ekki nokkurn skapaðan hlut við eins og Magnús er að reyna að gefa í skyn hérna.

Finnst frekar aumt að reyna að afsaka gjörðir núverandi meirihluta með því að einhver önnur manneskja réð aðra manneskju á ákveðnum kjörum.

Þessi staða var lögð niður og nú er Ólafur F. að endurvekja hana. Er það Ingibjörgu Sólrúnu að kenna? Var það Ingibjörg Sólrún sem réð hann á þessum kjörum?

Menn bera sjálfir ábyrgð á eigin gjörðum. Þetta barnalega syndróm að segja "hún/hann byrjaði" og láta eins og það afsaki eigin vitlausu hegðun er bara fáránlegt.

Guðrún (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 14:58

24 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir þessi skemmtilegu skoðanaskipti.

Ég tek undir með þeim sem benda á að launaupphæðin er ekkert aðalatriði í þessu máli - það er auðvitað ráðningin sjálf og hvernig að henni var staðið. Þess vegna er svolítið ergilegt að hlusta á allt þetta fjas í fréttum og umræðuþáttum um launahlið þessa máls. Það vita allir sem hafa komið eitthvað nálægt stjórnunarstörfum að góðir stjórnendur fást ekki nema þeim sé vel greitt fyrir. Þannig er það nú bara.

Ég er auðvitað enn þeirrar skoðunnar að það hefði átt að auglýsa þetta starf.

Það hefði líka átt að auglýsa starf forstöðumanns Þjóðmenningarhúss sem Markús Örn Antonsson var ráðinn í um daginn. Þá var einskis spurt og enginn tekinn á beinið. Hvers vegna ekki? Það virðist ekki vera  sama hver á í hlut - og það á ég erfitt með að sætta mig við.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.5.2008 kl. 16:42

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef ég er sjálfur með 500 þúsund krónur í laun á mánuði eru 700 þúsund króna mánaðarlaun ekki ofurlaun.

En ef ég er með 200 þúsund krónur í laun á mánuði eru 700 þúsund króna mánaðarlaun hins vegar ofurlaun.

Sínum augum lítur hver á silfrið.
Það er hins vegar ekki jafnaðarmennska, að mínu mati, að einhver ruslatiltektarstjóri, eða einhver annar stjóri hjá Reykjavíkurborg, eigi að vera með fjórföld laun verkamanns, jafnvel þótt hann kunni að spila á hljómborð og heiti Jakob Frímann Magnússon. Var hann endilega bestur í þetta starf? Ofurlaunakallarnir hygla hver öðrum.

Er krafist einhverrar menntunar eða starfsreynslu í þetta ruslastarf og hvernig á auglýsa í starfið að ári liðnu? "Umsækjandi skal heita Jakob Frímann Magnússon." Dettur einhverjum í hug að einhver annar fái starfið? Hann verður þá kominn með starfsreynslu sem ruslastjóri Reykjavíkur og yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu. Laun hans verði tvöfölduð á einu bretti eins og laun útvarpsstjórans. Samþykkti þjóðin það og á hún ekki Ríkisútvarpið? En á ekki að draga allt þetta rusl og drasl í miðbæ Reykjavíkur frá launum þeirra sem bera ábyrgð á því, fyrst þeir fengu svona góð laun fyrir alla þessa ábyrgð?

Fréttamenn þurfa að vera hæfilega aðgangsharðir við viðmælendur sína, lofa þeim hvorki að mala endalaust, né gjamma sífellt sjálfir eins og hundar í göngum og réttum, þannig að enginn heyri hverju viðmælandinn er að reyna að koma á framfæri við þjóðina.

Þorsteinn Briem, 11.5.2008 kl. 17:46

26 Smámynd: Einar Karl

Gaman að þú skyldir minnast á Markús Örn og stöðu hans sem ekki var auglýst.

Var ekki annars upplýst að hann væri með 1.1 milljón á mánuði?

Eru það eðlileg laun fyrir þá ábyrgð sem fylgir að hafa umsjón með rekstri Þjóðmenningarhúss, þar sem er eitt lítið safn, kaffihús og salarkynni sem leigja má fyrir móttökur?

Einar Karl, 12.5.2008 kl. 00:09

27 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Vel spurt Einar Karl.

Hvar var árvekni fjölmiðla þegar þessi ráðning átti sér stað? Hvar voru hinir ágengu fréttahaukar þá?

Hmmm....

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.5.2008 kl. 01:18

28 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ágæti umræða og þörf! 

Ég hef reyndar aldrei skilið þörfina á þessu Þjóðmenningarhúsi, hefði talið að Þjóðminjasafnið færi með það hlutverk að vera með sýningar af því tagi, sem þar er boðið upp á. Einnig er ég sammála ykkur að vel er lagt í laun hjá þeim ágæta forstöðumanni, miðað við ábyrgð og starfssvið hans og umsvif og eðli ríkisstofnunarinnar.

Ég sé að stærstur hluti þeirra, sem hér skrifa eru jafnaðarmenn og sumir jafnvel enn lengra til vinstri. Líkt og mig grunaði virðast sumir jafnvel aðhyllast að laun stjórnenda hjá ríkinu - og líklegast þá allra ríkisstarfsmanna - séu á svipuðu róli og verkamenn og hreingerningarfólk hjá hinu opinbera hafa. Án þess að ég vilji á nokkurn hátt kasta rýrð á það ágæta fólk, sem sinnir þessum nauðsynlegu störfum í okkar þjóðfélagi og lýsi því hér yfir að líkt og fleiri störf mættu mættu þessi einnig vera betur borguð, þá aðhyllist ég ekki að öll störf séu lögð að jöfnu þegar kemur að launum. Þetta eru sömu skoðanir og uppi voru á meðal svörnustu kommúnista hér á landi - sem ég hélt satt best að segja að væru útdauðir - og í kommúnistaríkjunum sálugu (enn hægt að skoða þetta kerfi og hvernig það virkar í Norður-Kóreu og á Kúpu).

Ekki fleiri orð um það og það verður að leyfa fólki að hafa sínar skoðanir í friði, hversu fáránlega, sem manni finnst þær annars vera. Ég er hins vegar ekki jafnaðarmaður eða kommúnisti og því mun ég sætta mig við að vera á öndverðum meiði hvað laun Jakobs Frímanns varðar og annarra stjórnenda hjá hinu opinbera. 

Það sem er hins vegar til skammar í þessu máli er ráðningarferlið í þessu máli líkt og svo mörgum hjá ríki og sveitarfélögum á undanförnum árum og gildir þar einu hver er við stjórnvölinn, þ.e. Össur Skarphéðinsson, Árni Mathiesen eða Ólafur F. Magnússon. Það er lágmark að auglýsa opinbera störf líkt og lög mæla fyrir um og ráða síðan hæfasta einstaklinginn í starfið. 

Ég verð þó að viðurkenna að ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að undantekningar ættu að vera á þessari reglu og að skipta ætti út æðstu yfirmönnum stjórnsýslunnar í ráðuneytum - ráðuneytisstjórum og jafnvel skrifstofustjórum - þegar nýir stjórnmálaflokkar taka við völdum í ráðuneyti og það sama á að sjálfsögðu um sveitarstjórnarmál.

Ég verð þó að viðurkenna að það hefði verið dýrt í þeirri hringavitleysu, sem viðgengist hefur undanfarið í borgarmálunum. Það hljóta þó allir að sjá að erfitt hefði verið fyrir Ólaf F. Magnússon að koma sínum málum í framkvæmd - sem eru algjörlega á skjön við stefnu fyrrverandi meirihluti - án þess að skipta út lykilmönnum í stjórnkerfi borgarinnar og ég veit ekki betur en að R-listinn fyrri og síðari hafi gert slíkt hið sama og ráðherrar, þótt það kosti oft mikla fyrirhöfn hjá þeim síðarnefndu, þar sem um embættismenn er að ræða.

Kveðja, Guðbjörn 

Kveðja, Guðbjörn

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.5.2008 kl. 10:10

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðbjörn Salus poluli og svo framvegis.

Það er nú frekar ólíklegt að ég sé kommúnisti, enda þótt ég hafi verið blaðamaður á Mogganum í mörg ár, en það er auðvitað mikil gáfa að sjá það á andlitsfalli fólks, eða skoðun á einstöku máli, hvaða flokk það kýs:

"Ég sé að stærstur hluti þeirra, sem hér skrifa eru jafnaðarmenn og sumir jafnvel enn lengra til vinstri."

Og hver hefur haldið eftirfarandi fram á þessu fróma bloggi, elsku kallinn minn, suprema lex og allt það:

"Líkt og mig grunaði virðast sumir jafnvel aðhyllast að laun stjórnenda hjá ríkinu - og líklegast þá allra ríkisstarfsmanna - séu á svipuðu róli og verkamenn og hreingerningarfólk hjá hinu opinbera hafa."  ??!!

Að sjálfsögðu eiga stjórnendur að vera með hærri laun en þeir sem undir þá eru settir, en þeim síðarnefndu mun aldrei þykja það eðlilegt að stjórnendurnir séu með fjórfalt hærri laun en þeir fá
.

Lex superior derogat legi inferiori.

Þorsteinn Briem, 12.5.2008 kl. 12:08

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Salus populi" átti þetta nú að vera.

Sorrí! Jón Valur leiðréttingarpúki réði ekki við latínuna.

Þorsteinn Briem, 12.5.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband