Veldur hver á heldur

RadhusRvikur Ég get skilið að starfsfólk á skrifstofu borgarstjóra vilji fá vinnufrið. Ég skil vel að þeim lítist vel á að fá Jakob Frímann til samstarfs við sig. Ég skil að Ólafur F. Magnússon skuli vera orðinn þreyttur nú þegar. En ... veldur hver á heldur.

Starfshættir og ákvarðanataka hins nýja meirihluta hefur verið svo gagnrýniverð að ekki verður hjá því komist að um það sé fjallað. Það er ekki við neinn annan að sakast en borgarstjóra sjálfan og hinn nýja meirihluta í borgarstjórn. Þannig er það bara.

Það eru réttir og eðlilegir stjórnsýsluhættir að auglýsa opinber störf. Gefa hæfu fólki kost á að bjóða fram starfskrafta sína og leggja síðan eina mælistiku á alla, meta þá á faglegum, óhlutdrægum forsendum. Þetta er grundvallaratriði - má jafnvel kalla mannréttindamál. 

Af hverju var starf miðborgarstjóra ekki auglýst? Sé Jakob Frímann svo hæfur sem borgarstjóri fullyrðir - og ég dreg ekki í efa - þá ætti hann að standast fyllilega samanburð við aðra umsækjendur. Jakobi Frímanni er sjálfum enginn greiði gerður með þessu.

Rökin fyrir því að ráða hann einungis til eins árs, og það í skyndi, hljóma ekki sannverðug. Í mínum eyrum eru þau hreinn fyrirsláttur. Borgarstjóri vildi fá Jakob til liðs við sig og hann vildi hindra að aðrir - t.d. aðrir umsækjendur - stæðu í vegi fyrir því. Þess vegna beitir hann heimildum sem hann hefur til tímabundinnar ráðningar. Ekkert ólöglegt við það - bara spurning um hvað sé siðlegt í stöðunni. Og hvað sé líklegra til þess að skapa vinnufrið - þennan vinnufrið sem borgastjóri hefur verið að tala um að undanförnu.


mbl.is Full eining meðal starfsmanna á skrifstofu borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stjórn (óstjórn) borgarinnar er orðinn eins og lélegur farsi.

Hvernig ætli dagsformið sé í dag?  Springur eitthvað?  Brestur á nýr fjöldaflótti hjá íhaldinu í dag líka?

Arg, svo þreytandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 10:48

2 identicon

Þú fullyrðir að farið hafi verið eftir löglegum leiðum í málinu.

Óttalegur kjáni ert Ólína mín, ef eitthvað er löglegt þá er það það einfaldlega þannig og þó að þú sért ósátt við það þá breytir það engu samanber aðgerðir lögreglu gegn mótmælum atvinnubílstjóra, sem við ættum reyndar öll að skammast okkar til að standa með, en þú ert gamall uppgjafar Krati og það segir það sem þarf að segja um pirringinn hjá þér, en ég óska þess að þér gangi þér allt í haginn, þó að við séum ekki sammála einhverjum þá eigum samt að sýna það siðferði að óska öllum góðs gengis.

Reyk-víkingurinn (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:13

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Kæri Reyk-víkingur. Ég er ER og hef ALLTAF verið KRATI.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.5.2008 kl. 11:28

4 identicon

Ja-há, Ólína mín, kannski er það nú bara þannig að það er einhver pínulítill komma-KRATI í okkur öllum  þó svo að ekki séu nú allir tilbúnir til að viðurkenna það!

Reyk-víkingurinn (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 12:02

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég veit hvað krati er. En hvað er "komma-krati"? Er það eitthvað raunverulegt eða kannski bara háðsglósa, til þess gerð að gera lítið úr einhverjum...? Ljótt ef satt reynist og engum málstað til framdráttar. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.5.2008 kl. 13:07

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ef ég væri kommúnisti myndi sjálfsagt ekki vilja láta kalla mig krata. Og sem krati hef ég ekki áhuga á að vera kölluð kommúnisti, ekkert frekar en ég vil láta kalla mig íhaldsmann. framsóknarmann eða eitthvað annað.

Málið er mjög einfalt. Ég er BARA-Krati - hef aldrei unnið fyrir neinn annan málstað en jafnaðarmennsku í stjórnmálum - og þar við situr kæri Reyk-víkingur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.5.2008 kl. 13:51

7 identicon

Krati er nú alltaf með stórum staf í mínum huga, hvers vegna er mitt mál. Hér hefur ekkert verið sett fram til að gera lítið úr einhverjum, heldur sett fram til að minna á að alltaf er nauðsynlegt að setja sig í spor þeirra sem um er rætt hverju sinni. Það sem ég hef séð og lesið um störf þín Ólína mín er ekki til annars en mikils sóma fyrir þig. Það verður hinsvegar ekki hægt að segja um Ingibjörgu Sólrúnu okkar, allar yfirlýsingarnar og loforðin sem hún setti fram á meðan hún var í stjórnarandstöðu hafa gleymst og gufað upp eftir að hún kom í Ríkisstjórn, það er enn þá dálítið eftir af kjörtímabilinu þannig að það er tími til bæta sig, vona að maður þurfi ekki að verða landlaus aftur og PIRRAÐUR.  Ofangreint er skrifað með það í huga að það er alltaf betra að segja minna og standa við það sem er sagt!

Reyk-víkingurinn (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:43

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er óttalega leiðinlegur farsi orðinn þarna í bænum.  Fegin að allt er rólegt á mínum vígstöðvum.  Góða helgi Mother's Day Basket

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 17:09

9 Smámynd: Tiger

Það versta af öllu er að mitt í allri þessari valdagræðgi og stólastuldi sjálfstæðismanna - lendir blessaður blörraði maðurinn mitt í öllum hrærigrautnum og að endingu mun hann sjálfsagt sökkva undir og ekki eiga sér viðreisnar von í stjórnmál aftur.

Hins vegar munu sennilega þeir valdagráðugu ekki finna mikið til heldur standa upp að endingu sem sigurvegari - enda búnir að sjá til þess að leppurinn þeirra taki af  þeim allt fallið.

Viss um að sjálfstæðismenn og samfylking eigi eftir að fara í borgarmálin saman að lokum, því er ver...

Tiger, 9.5.2008 kl. 17:51

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Er farin að vorkenna Reykvíkingum að sitja uppi með þessa borgarstjóranefnu og alla hina álfana

Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2008 kl. 20:15

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólína er krati og Ísfirðingur,
ætíð veit hvað hún syngur,
hann fettir út í það fingur,
forsmánaður Reykvíkingur.

Þorsteinn Briem, 9.5.2008 kl. 22:06

12 identicon

Já, farsinn í Reykjavík er orðinn æði skrautlegur.

Ein spurning á samræmda prófinu í samfélagsfræði núna í vikunni  var hver er borgarstjórinn í Reykjavík?

Því er ekki furða þó blessuð börnin sem voru að taka prófin  núna í vikunni rugluðust því það virtist skiptast nokkuð í tvennt hvort þau heldu að það væri Dagur eða Ólafur

Annars vorum við að tala um það (  bæði í gríni og alvöru)  á kaffistofunni að það hefði örugglega verið Dagur þegar prófið var búið til , Ólafur þegar prófið var tekið og kannski verður sá þriðji tekinn við þegar farið verðu yfir prófin.

Guðrún Margrét Óladóttir (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband