Messa er ekki tónleikar

Sudureyrarkirkja Aftur ţurfti kirkjukór Suđureyrarkirkju á liđstyrk ađ halda fyrir Hvítasunnumessuna sem jafnframt var fermingarmessa. Og aftur hringdi Lilja vinkona mín og kórsystir til ađ biđja mig um ađ hlaupa í skarđiđ líkt og fyrir ári síđan. Ég gerđi ţađ međ gleđi og var ţví mćtt hin reffilegasta í messu í dag til ađ syngja međ kórnum.

Ađ ţessu sinni  naut ég góđs af ţví ađ hafa veriđ međ í fyrra - kunni bara nánast allt, var meira ađ segja nokkuđ klár á messusvörunum hans Bjarna Thorsteinssonar. Viđ komumst í gegnum "Heilagan" nokkurnveginn skammlaust held ég, og "Guđslambiđ" var bara bćrilegt, takk fyrir. Wink

Ţađ vakti hins vegar athygli mína ađ kirkjugestir tóku ekki mikinn ţátt í söngnum. Mér finnst ţađ synd satt ađ segja. Sjálf syng ég alltaf međ í messum - nema ţess sé beinlínis óskađ ađ kirkjugestir geri ţađ ekki. Ađ vísu fć ég stundum augnagotur, en mér er alveg sama. Mér bara finnst ađ fólk eigi ađ syngja međ. Messa er jú messa, ekki tónleikar.

Fjögur falleg ungmenni unnu fermingarheitiđ sitt hjá séra Agnesi Sigurđardóttur, prófasti sem ţjónađi í Suđureyrarkirkju í dag. Ţađ snart mig ađ ţarna var tekiđ í notkun nýtt og fallegt altarisklćđi sem ein af sóknarkonunum hefur saumađ međ eigin höndum og gefiđ kirkjunni í minningu móđur sinnar - sem sjálf gaf kirkjunni samskonar klćđi fyrir 50 árum. Undurfagurt  klćđi - sannkölluđ kćrleiksgjöf.

Sólin lét ekki sjá sig - en samt fallegur dagur. Smile


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Takk fyrir ađstođina í dag Ólína.  Ţađ er gott ađ eiga góđa ađ í pokahorninu á stundum sem ţessari.  Takk aftur.

Lilja Einarsdóttir, 11.5.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Já og flott myndin af kirkjunni, hvar fannstu hana ???

Lilja Einarsdóttir, 11.5.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Sigurđur Hreiđar

Ég er ekki alveg sammála, Ólína. Ég lít svo á ađ hver messa sé tónleikar og meira ađ segja međ ţeim plús ađ tónleikagestir mega taka undir, ef ţeir telja sig ţess umkomna.

Ţetta er kannski eitt af ţví sem gerir ţátttöku í Kirkjukór svo ánćgjulega, ađ ţurfa ekki ađ bíđa heilt misseri eđa svo til ađ skila tónleikum.

Sigurđur Hreiđar, 11.5.2008 kl. 18:00

4 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Súgfirđingar hefđu átt ađ skikka hann Alexander minn til ađ syngja ţarna međ ţér í botni, fyrst hann er ćttađur frá Botni í Súgandafirđi, strákurinn.

En ég er ekki viss um ađ kallarnir séu ađ gjóa augunum á ţig út af söngnum, Ólína mín. Blink blink!

Ţorsteinn Briem, 11.5.2008 kl. 19:13

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sammála Ólína. Ég tók ţátt í söng Í Háteigskirkju,messusvörunum, Guđslambinu og Heilögum. Enda söng ég nćr alla sunnudaga í 6 ár í Neskirkju og sakna ţátttökunnar!

Flott kona Lilja eins og ţú reyndar líka.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.5.2008 kl. 19:20

6 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Inlitskvitt og kćr kveđja  Mother's Day Flowers 

Ásdís Sigurđardóttir, 11.5.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir

Takk, takk öllsömul.

Lilja, ţessa mynd gúgglađi ég nú bara og ţá kom hún upp međ tilvísun á www.kirkjan.net.

Heimir - já, hún er flott kona hún Lilja, ég tala nú ekki um á ţessari  mynd sem hún er búin ađ setja á bloggiđ sitt.  Hún var nú samt ađeins messulegri í klćđaburđi í dag heldur en á myndinni.

Steini - ég sagđi ekki ađ ţađ hefđu veriđ "kallarnir" sem gjóuđu á mig augum, fyndiđ ađ ţér skuli hafa dottiđ ţađ í hug.

Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 11.5.2008 kl. 23:34

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir ađ syngja í gömlu sóknarkirkjunni minni.  Ég sótti ţessa kirkju alla sunnudaga ţegar ég var barn.  Sat viđ hliđina á ömmu minni, sem var blind.  Viđ sátum alltaf á sama stađ í kirkjunni, á 2. bekk vinstra megin og viđ tókum alltaf undir međ kórnum og ţađ held ég ađ flestir kirkjugestir hafi líka gert.  En ţađ var ţá

Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2008 kl. 23:40

9 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Gleđilega hátíđ Ólína!  Ţú ert sem ljósgeislí hérna á blogginu. Alltaf gaman ađ lesa textan ţinn, ţú er sóma bloggari!  :)

Baldur Gautur Baldursson, 12.5.2008 kl. 06:16

10 Smámynd: Sigríđur Jósefsdóttir

Í mínum söfnuđi (kirkjan er á leiđ upp úr jörđinni) er mikiđ sungiđ.  Okkar prestur hvetur söfnuđinn til ađ taka undir af krafti í öllum messum (sálmum, svörum og öllu saman).  Ţađ er greinilega orđiđ of langt um liđiđ síđan hún var prestur á Suđureyri, sem var um ţađ leyti sem Alexander sonur Steina fćddist.  Steini minn, strákurinn ţinn er (förlist mér ekki ţeim mun meira) af Laugaćttinni, barnabarnabarn Sigríđar Pétursdóttur Sveinbjörnssonar á Laugum, og fjórmenningur viđ fimmta fermingarbarn Súgfirđinga ţetta áriđ, bróđursonur minn Valgeir Skorri Vernharđsson sem fermist í Stađarkirkju ţann 16. ágúst n.k.  Hann er barnabarnabarn (í móđurćtt) Jófríđar Pétursdóttur, Sveinbjörnssonar (fyrr nefndur).

Sigríđur Jósefsdóttir, 12.5.2008 kl. 15:11

11 Smámynd: Yngvi Högnason

Sammála međ tónleikahaldiđ en ţegar menn eins og til dćmis ég mćta í kirkju ţá er betra ađ hafa munninn lokađan. En eitt sinn var ég á ţriđja tíma aleinn í kirkjunni á Suđureyri og saknađi ekki kórsins,hann hefđi truflađ mig viđ uppsetningu skrautgluggana sem ađ ég setti saman fyrir kirkjuna.

Yngvi Högnason, 12.5.2008 kl. 15:16

12 Smámynd: Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir

Ţađ er gaman ađ uppgötva ţađ hér hversu margir af ţeim sem hafa veriđ hér inni á síđunni minni tengjast Suđureyrarkirkju međ ýmsum hćtti.

Ţetta er svo sannarlega lítill heimur -  og landiđ enn minna.

Nú vćri Hallvarđur Súgandi kátur - vćri hann enn viđ lýđi.

Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 12.5.2008 kl. 16:05

13 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Sćl og blessuđ, Sigríđur! Jú, Sigga, kvikmyndafrćđingur hjá RÚV, er mamma hans Alexanders og hún er dóttir Péturs ljósmyndara á Húsavík, sem er sonur alnöfnu hennar frá Botni í Súgandafirđi. Ég heimsótti hana nokkrum sinnum ţegar hún bjó á Nönnugötunni hér í Reykjavík og ţađ var mjög gaman ađ spjalla viđ hana.

Og Alexander fór međ mömmu sinni á gríđarstórt ćttarmót fyrir vestan í fyrrasumar. Ég segi ţeim frá ţessu í kvöld.

Međ góđri kveđju,

Ţorsteinn Briem, 12.5.2008 kl. 16:38

14 identicon

Skemmtilegur pistill hjá ţér og já gaman ađ sjá hve margir eru tengdir kirkjunni á Suđureyri.  Sjálf er ég Súgfirđingur og tengist ţví kirkjunni einnig.  Kíki hér viđ af og til og les pistlana frá ţér er nú ekki dugleg viđ ađ kvitta en geri ţađ núna. Kveđja af Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráđ) 12.5.2008 kl. 20:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband