Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Betrunarvist í fangelsi
21.4.2008 | 21:31
Í Kastljósi kvöldsins var sagt frá nýrri endurhæfingardeild á Litla-Hrauni þar sem föngum er hjálpað til þess að vera edrú innan fangelsisveggjanna. Fíkniefnaneysla hefur árum saman verið mikið vandamál á Hrauninu, enda kom fljótlega í ljós að mun færri komust í þessa endurhæfingu en vildu.
Um er að ræða tilraunaverkefni sem staðið hefur í hálft ár og rennur út þann 1. maí næstkomandi. Óvíst er um framhaldið á þessari stundu - en starfsmenn fangelsisins og fangarnir sem hafa fengið að vera á deildinni ljúka upp einum munni um gagnsemi hennar.
Fjármunir hafa víst ekki dugað fyrir meðferðarfulltrúa. Í staðinn hafa fangaverðir gert sitt besta til þess að aðstoða fangana við að ná tökum á lífháttum sínum, vakna á morgnana, kaupa í matinn, elda og halda sér að uppbyggilegum hugðarefnum.
Augljóst er að þarna hefur verið bryddað upp á þarfri nýbreytni.
Ég vona heitt og innilega að fjármunir fáist til þess að halda þessu verkefni áfram; að hægt verði að bjóða öllum þeim föngum sem vilja sannlega bæta sig, upp á þessa endurhæfingu.
Menn eiga ekki að horfa í aurinn þegar mannslíf eru í húfi. Þó við séum ekki að tala um líf eða dauða heldur möguleika til innihaldsríkara lífs, þá eru svo sannarlega mannslíf í húfi hér.
Ef vel tekst til verður kannski hægt að tala um betrunarvist í fangelsum landsins.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Hugsið ykkur að menn þurfi hjálp við að hætta í víni og öðrum fíkniefnum inni á Hrauninu, þar ætti ekkert slíkt að finnast, en fyrst það er svo verður þetta verkefni að halda áfram og verða að viðtekinni venju, ekki verkefni.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 22:05
Þetta er nefnilega löngu tímbært. Og finnst mér að þetta ætti ekki að vera tilraunaverkefni heldur sjálfsagður hlutur.
Bara Steini, 22.4.2008 kl. 01:11
Já ekki getur maður annað en tekið undir með að það væri óskandi að fjármagn fáist í áframhald á þessu. Svo finnst manni stundum að slíkar ákvarðanir séu nánast eins og geðþóttarákvarðanir einstakra ráðherra, í þessu tilfelli dómsmála. Spurning hvort málið vinnst ekki við að setja samfélagslega pressu á þetta til dæmis gæti ég trúað að umfjöllum Kastljóssins geti þar haft sitt að segja.
Bárður Örn Bárðarson, 22.4.2008 kl. 01:13
Mikið rosalega er ég ánægð með að heyra þetta. Algjör stefnubreyting til hins betra. Þetta er nefnilega fyrirbyggjandi aðgerðir, því þeir menn sem þarna fá aðstoð við að hætta, fara síður í sama farið þegar út er komið. Það er því sparnaður að halda áfram með þetta verkefni. Takk fyrir að ljá máls á þessu og vekja athygli á því. Svo sannarlega er Margrét Frímanns réttur maður á réttum stað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 12:39
Þetta er það sem þurfti að koma og vonum við að fjármagn fáist til áframhaldandi starfs.
Með vinsemd og virðingu. Svanurinn.
Svanur Heiðar Hauksson, 22.4.2008 kl. 14:59
Þetta er svo sannarlega frábært framtak sem vonandi mun skila sínu - og halda áfram. Svona verkefni eiga það sannarlega skilið að frekar sé sparað á öðrum stöðum til að halda þessu áframhaldandi. Nú er lag að bæta loks blessað fólkið sem misstígur sig á lífleiðinni, hjálpa því að rísa aftur upp og verða aftur góðir þegnar. Ég ber mikla virðingu fyrir svona verkefnum og myndi styðja strax og óhikað við bakið á slíku verkefni - jafnvel með síðustu krónunum mínum! Eigðu ljúfan dag Ólína mín!
Tiger, 22.4.2008 kl. 16:47
Ólína þurkaðir þú út andmæli mín. ???
Valdimar Samúelsson, 23.4.2008 kl. 09:36
Nei, það gerði ég ekki Valdimar. Svo sannarlega ekki.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.4.2008 kl. 10:23
Viltu ekki bara reyna að setja þau inn aftur?
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.4.2008 kl. 10:23
Takk já sá þetta fara inn en einhvað hefir skeð. ´´I stórum dráttum finnst mér allt of mikil vorkunnsemi út í fanga. Þetta er hegningahús ekki einhver dekurstofa. Ef hinsvegar það á að hafa fangelsið Litlahraun sem dópstofu þá verður jafnt að ganga yfir alla dópista sem búa þar. Að láta fanga ráða ferðinni getur aldrei lukkast vel. Menn eru vanir að spila á kerfið og gera áfram eftir að vera læstir inni. Ég kom með dæmi í hinni athugasemdinni. Kona sem býr með manni sem er alkóhólisti og eða ofbeldishneigður og beitir því. Spurning: Þýðir fyrir konuna að vera með linkind við svoleiðis mann.? Spurning aftur: Þýðir fyrir fangelsisyfirvöld að vera með linkind. Menn verða að muna hve slæmt er að vera í fangelsi annars líta þeir á staðin sem athvarf.
Valdimar Samúelsson, 24.4.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.