Betrunarvist í fangelsi

fangelsi Í Kastljósi kvöldsins var sagt frá nýrri endurhæfingardeild á Litla-Hrauni þar sem föngum er hjálpað til þess að vera edrú innan fangelsisveggjanna. Fíkniefnaneysla hefur árum saman verið mikið vandamál á Hrauninu, enda kom fljótlega í ljós að mun færri komust í þessa endurhæfingu en vildu.

Um er að ræða tilraunaverkefni sem staðið hefur í hálft ár og rennur út þann 1. maí næstkomandi. Óvíst er um framhaldið á þessari stundu  - en starfsmenn fangelsisins og fangarnir sem hafa fengið að vera á deildinni ljúka upp einum munni um gagnsemi hennar.

Fjármunir hafa víst ekki dugað fyrir meðferðarfulltrúa. Í staðinn hafa fangaverðir gert sitt besta til þess að aðstoða fangana við að ná tökum á lífháttum sínum, vakna á morgnana, kaupa í matinn, elda og halda sér að uppbyggilegum hugðarefnum.

Augljóst er að þarna hefur verið bryddað upp á þarfri nýbreytni.

Ég vona heitt og innilega að fjármunir fáist til þess að halda þessu verkefni áfram; að hægt verði að bjóða öllum þeim föngum sem vilja sannlega bæta sig, upp á þessa endurhæfingu. 

Menn eiga ekki að horfa í aurinn þegar mannslíf eru í húfi.  Þó við séum ekki að tala um líf eða dauða heldur möguleika til innihaldsríkara lífs, þá eru svo sannarlega mannslíf í húfi hér.

Ef vel tekst til verður kannski hægt að tala um betrunarvist í fangelsum landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hugsið ykkur að menn þurfi hjálp við að hætta í víni og öðrum fíkniefnum inni á Hrauninu, þar ætti ekkert slíkt að finnast, en fyrst það er svo verður þetta verkefni að halda áfram og verða að viðtekinni venju, ekki verkefni. 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Bara Steini

Þetta er nefnilega löngu tímbært. Og finnst mér að þetta ætti ekki að vera tilraunaverkefni heldur sjálfsagður hlutur.

Bara Steini, 22.4.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Já ekki getur maður annað en tekið undir með að það væri óskandi að fjármagn fáist í áframhald á þessu. Svo finnst manni stundum að slíkar ákvarðanir séu nánast eins og geðþóttarákvarðanir einstakra ráðherra, í þessu tilfelli dómsmála. Spurning hvort málið vinnst ekki við að setja samfélagslega pressu á þetta til dæmis gæti ég trúað að umfjöllum Kastljóssins geti þar haft sitt að segja.

Bárður Örn Bárðarson, 22.4.2008 kl. 01:13

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rosalega er ég ánægð með að heyra þetta.  Algjör stefnubreyting til hins betra.  Þetta er nefnilega fyrirbyggjandi aðgerðir, því þeir menn sem þarna fá aðstoð við að hætta, fara síður í sama farið þegar út er komið.  Það er því sparnaður að halda áfram með þetta verkefni. Takk fyrir að ljá máls á þessu og vekja athygli á því.  Svo sannarlega er Margrét Frímanns réttur maður á réttum stað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 12:39

5 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Þetta er það sem þurfti að koma og vonum við að fjármagn fáist til áframhaldandi starfs.

Með vinsemd og virðingu. Svanurinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 22.4.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Tiger

Þetta er svo sannarlega frábært framtak sem vonandi mun skila sínu - og halda áfram. Svona verkefni eiga það sannarlega skilið að frekar sé sparað á öðrum stöðum til að halda þessu áframhaldandi. Nú er lag að bæta loks blessað fólkið sem misstígur sig á lífleiðinni, hjálpa því að rísa aftur upp og verða aftur góðir þegnar. Ég ber mikla virðingu fyrir svona verkefnum og myndi styðja strax og óhikað við bakið á slíku verkefni - jafnvel með síðustu krónunum mínum! Eigðu ljúfan dag Ólína mín!

Tiger, 22.4.2008 kl. 16:47

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ólína þurkaðir þú út andmæli mín. ???

Valdimar Samúelsson, 23.4.2008 kl. 09:36

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nei, það gerði ég ekki Valdimar. Svo sannarlega ekki.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.4.2008 kl. 10:23

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Viltu ekki bara reyna að setja þau inn aftur?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.4.2008 kl. 10:23

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Takk já sá þetta fara inn en einhvað hefir skeð. ´´I stórum dráttum finnst mér allt of mikil vorkunnsemi út í fanga. Þetta er hegningahús ekki einhver dekurstofa. Ef hinsvegar það á að hafa fangelsið Litlahraun sem dópstofu þá verður jafnt að ganga yfir alla dópista sem búa þar. Að láta fanga ráða ferðinni getur aldrei lukkast vel. Menn eru vanir að spila á kerfið og gera áfram eftir að vera læstir inni. Ég kom með dæmi í hinni athugasemdinni. Kona sem býr með manni sem er alkóhólisti og eða ofbeldishneigður og beitir því. Spurning: Þýðir fyrir konuna að vera með linkind við svoleiðis mann.? Spurning aftur: Þýðir fyrir fangelsisyfirvöld að vera með linkind. Menn verða að muna hve slæmt er að vera í fangelsi annars líta þeir á staðin sem athvarf.

Valdimar Samúelsson, 24.4.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband