Aðstoð forseta

 vigdis ORG Það er ánægjulegt þegar æðstu embættismenn þjóðarinnar gefa sér tíma til þess að staldra við og huga að velferð náungans í annríki og erli daganna. Það hefði verið svo auðvelt fyrir forsetann að aka framhjá slysstaðnum - en hann gerði það ekki. Sá ástæðu til að láta stöðva bílinn og kanna hvort frekara liðsinnis væri þörf.

Við þessa frétt rifjaðist upp fyrir mér annað atvik frá því fyrir tuttugu og sex árum, þegar  við systurnar vorum báðar í háskólanámi og bjuggum á hjónagörðum við Suðurgötu í Reykjavík. Í næsta nágrenni hélt þáverandi forseti, Vigdísi Finnbogadóttir, sitt einkaheimili, á Aragötunni.

Jæja, dag einn er mágur minn að reyna að koma bílnum út af bílastæðinu framan við Hjónagarðana, og er fastur. Kemur þá aðvífandi forsetabílinn sjálfur, Vigdís og dóttir hennar í aftursætinu, einkennisklæddur bílstjóri við stýrið. Það skiptir engum togum, forsetabíllinn stöðvar. Út snarast Vigdís og bílstjórinn og byrja að ýta - af öllum kröftum. Þau skildu ekki við mág minn fyrr en hann hafði losað bílinn. Dóttir Vigdísar horfði undrandi á aðfarir móður sinnar og sagði svo hlæjandi: Mamma þó, það er ekki sjón að sjá þig! Vigdís svaraði að bragði - myndir þú hlæja ef þú værir föst í snjónum og næsti bíll sem kæmi æki bara framhjá?

Svona eiga forsetar að vera.


mbl.is Forseti hugði að hinni slösuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haffi

Nr.1 Lögreglan sem fylgdi forsetanum gat ekki og mátti ekki yfirgefa slysstað, þannig það var ekki auðvelt fyrir hana að keyra i burtu.  ORG neyddist til að stoppa.

Hjálpsemi Vigdísar kom ekki í fréttir -eða hvað? Vigdís er líka sá eini og sanni forseti sem þjóðin hefur átt. Amk er hún enn minn forseti

Haffi, 17.4.2008 kl. 11:09

2 identicon

Þau eru aldeilis úrvalsfólk bæði tvö Vigdís og Ólafur Ragnar, landi og þjóð til mikils sóma. 

Stefán (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:13

3 identicon

Þótt þetta hafi verið fallegt af forsetanum væri þó enn skemmtilegra ef blaðamaðurinn hefði haft fyrirsögnina á viðurkenndri og viðeigandi íslensku.  Sögnin huga beygist huga, hugaði, hugað.  Og hana nú!

Tobbi (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:23

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilegri saga en sú sem ég hef af Vigdísi og þó. Þannig var að Samvinnuferðir/Landsýn (ég vann þar) var með skemmtun í Háskólabíó, ég var að vinna og dóttir mín þá 7 ára var með óþekka bróður sinn í kerru, hann var annars út um allt, hún sleppti eitthvað kerrunni og hann labbaði sig áfram og fyrir frú Vigdísi sem hnaut um drenginn, ekki meiddist hún neitt, og drengurinn fékk klapp á kollinn.  Góð hún Vigdís.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 15:53

5 identicon

þó að lögreglan hafi verið skildug að stöðva þá er ekkert sem segir ólafi að fara út og tala við konuna.. Sem að mínu mati ver vel gert að hans hálfu og gaman að vita af svona umhyggjusömum leiðtogum okkar..

Valdi (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:04

6 identicon

Hvað er að ykkur? Það er alger óþarfi að setja þetta fólk (forseta vora) á einhvern guðlegan stall þó svo þau hafist drattast til að sýna lágmarks umhyggjusemi!

Hans Magnússon (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 17:47

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er ekkert verið að setja þau á stall - bara segja skemmtilegar sögur. Það hlýtur þó að mega.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.4.2008 kl. 18:44

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vonandi fáum við aldrei forseta sem er sama um fólk. Vigdís var frábær ég kynntist henni smávegis...sat með henni á gólfinu einhvers staðar í partýi. Og tók á móti henni á mínum vinnustað. Íslendingar vilja alþýðlega mannlega forseta. Gætum við fengið Stefán Ólafsson næst?? Mér litist vel á það.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 03:28

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Forseti eða ekki forseti.  Skildi ekki svona frétt, er eitthvað merkilegt við það að forsetinn hafi stoppað á slysstað.  Ég ber virðingu fyrir forseta vorum og vonandi er hann bara mannlegur eins og við hin. 

 Vigdísi þekki ég mjög vel og hún hefur alla tíð staðið fremst í hópi allra þessa heiðursmanna og gerir enn.   

Ía Jóhannsdóttir, 18.4.2008 kl. 08:22

10 Smámynd: Bumba

Alveg sammála Íu, ég skil heldur ekki svona frétt. Þó að þjóðhöfðinginn stoppaði og liti eftir hvort eitthvað bjátaði á. Með beztu kveðju.

Bumba, 18.4.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband