Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Aðstoð forseta
17.4.2008 | 10:17
Það er ánægjulegt þegar æðstu embættismenn þjóðarinnar gefa sér tíma til þess að staldra við og huga að velferð náungans í annríki og erli daganna. Það hefði verið svo auðvelt fyrir forsetann að aka framhjá slysstaðnum - en hann gerði það ekki. Sá ástæðu til að láta stöðva bílinn og kanna hvort frekara liðsinnis væri þörf.
Við þessa frétt rifjaðist upp fyrir mér annað atvik frá því fyrir tuttugu og sex árum, þegar við systurnar vorum báðar í háskólanámi og bjuggum á hjónagörðum við Suðurgötu í Reykjavík. Í næsta nágrenni hélt þáverandi forseti, Vigdísi Finnbogadóttir, sitt einkaheimili, á Aragötunni.
Jæja, dag einn er mágur minn að reyna að koma bílnum út af bílastæðinu framan við Hjónagarðana, og er fastur. Kemur þá aðvífandi forsetabílinn sjálfur, Vigdís og dóttir hennar í aftursætinu, einkennisklæddur bílstjóri við stýrið. Það skiptir engum togum, forsetabíllinn stöðvar. Út snarast Vigdís og bílstjórinn og byrja að ýta - af öllum kröftum. Þau skildu ekki við mág minn fyrr en hann hafði losað bílinn. Dóttir Vigdísar horfði undrandi á aðfarir móður sinnar og sagði svo hlæjandi: Mamma þó, það er ekki sjón að sjá þig! Vigdís svaraði að bragði - myndir þú hlæja ef þú værir föst í snjónum og næsti bíll sem kæmi æki bara framhjá?
Svona eiga forsetar að vera.
![]() |
Forseti hugði að hinni slösuðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Af mbl.is
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Nr.1 Lögreglan sem fylgdi forsetanum gat ekki og mátti ekki yfirgefa slysstað, þannig það var ekki auðvelt fyrir hana að keyra i burtu. ORG neyddist til að stoppa.
Hjálpsemi Vigdísar kom ekki í fréttir -eða hvað? Vigdís er líka sá eini og sanni forseti sem þjóðin hefur átt. Amk er hún enn minn forseti
Haffi, 17.4.2008 kl. 11:09
Þau eru aldeilis úrvalsfólk bæði tvö Vigdís og Ólafur Ragnar, landi og þjóð til mikils sóma.
Stefán (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:13
Þótt þetta hafi verið fallegt af forsetanum væri þó enn skemmtilegra ef blaðamaðurinn hefði haft fyrirsögnina á viðurkenndri og viðeigandi íslensku. Sögnin huga beygist huga, hugaði, hugað. Og hana nú!
Tobbi (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:23
Skemmtilegri saga en sú sem ég hef af Vigdísi og þó. Þannig var að Samvinnuferðir/Landsýn (ég vann þar) var með skemmtun í Háskólabíó, ég var að vinna og dóttir mín þá 7 ára var með óþekka bróður sinn í kerru, hann var annars út um allt, hún sleppti eitthvað kerrunni og hann labbaði sig áfram og fyrir frú Vigdísi sem hnaut um drenginn, ekki meiddist hún neitt, og drengurinn fékk klapp á kollinn. Góð hún Vigdís.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 15:53
þó að lögreglan hafi verið skildug að stöðva þá er ekkert sem segir ólafi að fara út og tala við konuna.. Sem að mínu mati ver vel gert að hans hálfu og gaman að vita af svona umhyggjusömum leiðtogum okkar..
Valdi (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:04
Hvað er að ykkur? Það er alger óþarfi að setja þetta fólk (forseta vora) á einhvern guðlegan stall þó svo þau hafist drattast til að sýna lágmarks umhyggjusemi!
Hans Magnússon (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 17:47
Það er ekkert verið að setja þau á stall - bara segja skemmtilegar sögur. Það hlýtur þó að mega.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.4.2008 kl. 18:44
Vonandi fáum við aldrei forseta sem er sama um fólk. Vigdís var frábær ég kynntist henni smávegis...sat með henni á gólfinu einhvers staðar í partýi. Og tók á móti henni á mínum vinnustað. Íslendingar vilja alþýðlega mannlega forseta. Gætum við fengið Stefán Ólafsson næst?? Mér litist vel á það.
Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 03:28
Forseti eða ekki forseti. Skildi ekki svona frétt, er eitthvað merkilegt við það að forsetinn hafi stoppað á slysstað. Ég ber virðingu fyrir forseta vorum og vonandi er hann bara mannlegur eins og við hin.
Vigdísi þekki ég mjög vel og hún hefur alla tíð staðið fremst í hópi allra þessa heiðursmanna og gerir enn.
Ía Jóhannsdóttir, 18.4.2008 kl. 08:22
Alveg sammála Íu, ég skil heldur ekki svona frétt. Þó að þjóðhöfðinginn stoppaði og liti eftir hvort eitthvað bjátaði á. Með beztu kveðju.
Bumba, 18.4.2008 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.