Allir í hundana !

krafla-ollyogaudur Nú er mikið um að vera hjá okkur í Vestfjarðadeild Björgunarhundasveitar Íslands. Við erum að undirbúa viku vetrarnámskeið BHSÍ í næstu viku. Jamm - mannskapurinn ætlar að koma með hundana hingað norður í Ísafjarðardjúp, halda til í Reykjanesi og æfa snjóflóðaleit á Steingrímsfjarðarheiðinni. Þarna verða um tuttugu hundar ásamt eigendum sínum og aðstoðarfólki víðsvegar að af landinu við þjálfun og æfingar á heiðinni, samtals eitthvað á fjórða tug manna.Blidafinnur

 

Já, það verður sko líf og fjör á Steingrímsfjarðarheiðinni 8. - 14. mars: Hundar og menn á ferð og flugi, bílar, vélsleðar, snjótroðarar, surg í talstöðvum og sannkölluð björgunarsveita stemning Smile.

 

Vetrarnámskeiðið er árviss viðburður í starfi BHSÍ sem er deild í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Markmið þess er að þjálfa og taka út björgunarhunda í snjóflóðaleit og björgun við vetraraðstæður. Hundarnir eru  æfðir og prófaðir í svokölluð A, B og C- próf. A og B próf eru vottun um að hundur sé tækur á útkallslista, C-próf er vottun um að hundur sé hæfur sem björgunarhundur og tækur til þjálfunar fyrir B-próf.

 audurogskima  Af Vestfjörðum verða níu leitarteymi við æfingar á námskeiðinu, sex frá Ísafirði, tvö frá Patreksfirði og eitt úr Bolungarvík. Ísfirsku teymin eru meðlimir í Björgunarfélagi Ísafjarðar og fá þaðan aðstoð við þjálfunina. Teymin á Patreksfirði eru meðlimir í björgunarsveitinni Blakki á Patreksfirði.  Ísfirsku hundarnir hafa allir lokið undirbúningsþjálfun og því er stefnt á B-próf fyrir þá flesta á þessu námskeiði.

Nú er að krossleggja fingur og vona að veðrið verði okkur hagstætt - hundarnir í góðu formi og svona. Hér koma nokkra myndir frá fyrri námskeiðum.

skimaBlida07krafla-velsledi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þetta er áhugavert og þarft starf.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 28.2.2008 kl. 23:12

2 identicon

Þið eigið heiður skilið fyrir ykkar ötula og fórnfúsa starf. Það er mikið verk að þjálfa hund, veit ég. Þessi þjálfun er tímafrek og ekki sú auðveldasta.

Gangi ykkur vel.

Kristín Helga (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:44

3 Smámynd: Tiger

 Liðsfólk Björgunarsveitanna á Landsvísu eru stórkostlegar og eiga mikinn heiður skilið fyrir það mikla og áhættusama starf sem það leggur af hendi okkur landsmönnum til lífs. Ég styrki ætíð starf þeirra og hvet alla landsmenn til að leggja Björgunarsveitum landsins lið með öllum tiltækum ráðum. Ég tek sannarlega ofan fyrir ykkar fórnarlund okkur til handa!

Tiger, 29.2.2008 kl. 14:13

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Iss fáði ykkur Scheafera þeir sko Rokka feitt.

 Mitt fólk hefur sumt þjálfað slíka til björgunarstarfa.  ÞEtta eru svakalegir kraftakarlar og grafa hratt og eru duglegir, sterkir og yndislegir.  (sundfitin hjálpa vel til á svona hrömmum)

Gangi ykkur vinunum sem best og knúsaðu þinn fallega hund

Miðbæjaríhaldið

Fyrrum Tálknafjarðaríhald

Bjarni Kjartansson, 29.2.2008 kl. 15:10

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir fallegar athugasemdir

Bjarni, vissulega geta Shaefferhundarnir verið frábærir. Við höfum nokkra í Björungarhundasveit Íslands - þetta eru tilkomumiklar skepnur og duglegar. Border Collie hundarnir taka þó öllu fram - fljótir eins og elding, áhugasamir og hlýðnir. 

Það segi ég með fullri virðingu fyrir kuldaskræfunni minni sem er auðvitað dugleg, sterk og gáfuð. En dalmatíuhundar eru ekki hannaðir fyrir íslenskar aðstæður. Ég þarf stundum að kappklæða hana í hlífðarföt þegar hún er að störfum á jöklum uppi -en þá "svínvirkar" hún líka.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.2.2008 kl. 16:19

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeilis fjör hjá þér og hundinum.  Gangi þér vel í þessu frábæra starfi þínu.  Kær kveðja Leap Year

Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 18:30

7 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Þú ert hörkutól Ólína; þér líkt að láta ekki duga að rölta spottakorn dag hvern með Blíðu þina eins og flestir hundaeigendur, heldur sérð henni fyrir nægri vinnu; nákvæmlega það sem flestir hundar elska; að hafa eitthvað fyrir stafni og vera úti með sínu fólki.

Ég dauðöfunda þig að vera í svona skemmtilegum félagskap manna og dýra. 

Forvitna blaðakonan, 1.3.2008 kl. 05:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband