Kafaldsbylur hylur hæð og lægð

skafrenningur Það er hríðarbylur úti, skafrenningur og þæfingsfærð - ekkert ferðaveður. Snjóflóðin farin að falla á Súðavíkurhlíðinni, henni hefur verið lokað. Við Hjörvar minn erum ein í kotinu - Siggi fyrir sunnan að útrétta. Við reynum að láta fara vel um okkur.

Hann var á leið á "rósaball" Grunnskólans. Var búinn að ná sér í "deit", finna jakkaföt, bindi og alles - rósin tilbúin á stofuborðinu. Þá var ballinu frestað vegna veðursins. Enda lítið vit svosem að stefna heilum hópi grunnskólanema á spariskóm og stuttpilsum niður í bæ í svona blindbyl. 

Nú er svo sannarlega hret á glugga. Það hefur safnast svo mikill snjór á rúðurnar hjá mér að ég sé ekki út um þær.

Svo við höfum við kveikt á kertum mæðginin. Erum að fara búa til karamellur. Slummms!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

En kósý hjá ykkur mæðginum. Hér fyrir sunnan er allt á kaf í snjó líka orðið frekar hvimleiður þessi vetur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.2.2008 kl. 22:35

2 identicon

Það er sárt að heyra að það eigi ekki að fara að gera eitthvað í þessum vegum fyrir vestan. Það eru allir innilokaðir á Ísafirði ef snjófjóð falla á Súðarvíkurhlíð eða Óshlíð. Semsagt "þjóðvegur" eitt lokaður :(  hvað væri sagt í henni Reykjavík ????

Sendi kveðjur á Ísó

 Jóka   

Jónína Auður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Var að kíkja á vefmyndavélar Snerpu, það virðist vera svolítið blint hjá ykkur. Eru nokkuð fleiri vefmyndavélar á Ísafirði?

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.2.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er líka hvítt yfir öllu mér til mikillar ánægju.  Elska snjóinn enda dreyfbýlingur að upplagi.  Kær kveðja í vestfirska nótt

Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já - svo datt allt í dúnalogn upp úr tíu. Nú er fallegasta veður í náttmyrkrinu.

Lára Hanna - mér er ekki kunnugt um fleiri vefyndavélar hérna á Ísafirði - vissi ekki einu sinni um þessar hjá Snerpu

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.2.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hún er hér... bilar reyndar svolítið oft og eins og sjá má er annað sjónarhornið frá í fyrradag en hitt í kvöld. Þarna var líka vefmyndavél staðsett á Suðureyri en hana hef ég ekki séð um hríð.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.2.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt nú fer ég að fylgjast með vefmyndavélunum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.3.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband