Hvað var nú þetta?

VilliÞ Þetta er nú orðinn meiri farsinn: Vilhjálmur einsamall á blaðamannafundi, meira en klukkutíma of seinn, með enn eina yfirlýsinguna: Hann ætlar ekki að hætta. Honum finnst hann hafa axlað sína ábyrgð - af því hann missti meirihlutann í október - meirihlutann sem hann náði svo aftur með bolabrögðum í janúar. Honum finnst að hinir eigi líka að axla ábyrgð. Af hverju axla þeir ekki ábyrgð? spyr hann eins og skólastrákur sem vill draga fleiri með sér í fallinu. Af hverju bara ég??

Nei, þetta er bara orðin algjör vitleysa. Ég held ég taki undir með manninum sem  sagðist dást að getu Vilhjálms á einu sviði því, eins og hann sagði: "Alltaf þegar ég held að hann komist ekki neðar þá birtir hann nýja yfirlýsingu ... og grefur sig enn dýpra!"


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég var gjörsamlega bit á þessu öllu. Fyrst var það konunglega tilskipunin, að fréttamenn mættu tala við hann einn í einu. Svo var það nú dregið til baka og þá máttu ljósvakamiðlar vera inni, af því að þeir voru "í beinni". Svo kemur þetta tafs, um að hann hafi axlað ábyrgð (þegar Bingi sveik hann í tryggðum).

Hvar voru sexmenningarnir??

Þetta leit allt út eins og upphaf á klúðri, ekki farsæl endalok.

Ég er svo gjörsamlega bit á þessu

Ragnhildur Sverrisdóttir, 11.2.2008 kl. 15:16

2 identicon

Sæl Ólína, þetta er reginskandall.  Ég bý ekki í höfuðborginni og er ekki sjálfstæðismaður en hvað er eiginlega í gangi? Villi þekkir ekki sinn vitjunartíma - það er dagljóst, en af hverju styður forystan hann? Áttar hún sig ekki á að þetta mál er ekkert að fara að hverfa.  Hvað er málið með þessa borgarfulltrúa - þora þeir ekki að taka sínar eigin ákvarðanir, er búið að berja þá svo til hlýðni að þau þora ekki að segja sína skoðun? Hvernig halda sjálfstæðismenn að þeir munu uppskera í næstu kosningum eftir þessar náttúruhamfarir. Villi er margbúinn að vera margsaga og ljúga upp í opið geðið á þjóðinni - er það ekki stórmál þegar hann segist ekki hafa rætt við einhvern lögmann út í bæ - heldur borgarlögmann, sem reynist svo vera fyrrverandi borgarlögmaður og núverandi forstjóri OR - BULLANDI HLUTDRÆGUR.  Almenningur, fjölmiðlar - það á enginn að leyfa manninum að komast upp með svona framgöngu.  Það á ekki að gefa manninum frið - hann verður að fara og það strax.

Kristján (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Manni verður bara hálf flökurt af þessum farsa. Fyrrr má nú aldeilis fyrrvera. Það hálfa hefði verið hellingur, en þetta er grátlegt orðið. Minnst aldarfjórðungur í að D-listinn komist aftur til valda í borginni, svo það er eins gott að þeir geri eitthvað af viti það sem eftir lifir kjörtímabils, sem þó virðast minnka líkurnar á með "degi" hverjum. Þvílík endaleys. Það er gott að búa í Mosó

Halldór Egill Guðnason, 11.2.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Af hverju eru ekki sett bráðabirgðalög til þess að hægt sé að kjósa í borginni? Það er sjórnarkreppa, þetta nær engri átt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.2.2008 kl. 15:29

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sá skilningur sem íslenskir stjórnmálamenn leggja í hugtakið "að axla ábyrgð," stríðir dálítið gegn minni málvitund. Ég hef alltaf litið svo á að sá axli ábyrgð sem stígur fram og lýsir yfir hryggð vegna mistaka og býðst til að axla á þeim ábyrgð með því að víkja frá þeirri trúnaðarstöðu sem hann brást í að sinna eins og til var ætlast.

En þegar pólitíkusar okkar hafa misst allt niður um sig eftir að upp um þá komst og brölta um með buxurnar um ökklana þá segjast þeir vera að "axla ábyrgð."

Árni Gunnarsson, 11.2.2008 kl. 15:31

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Ólína.

Ég læt hér vaða það sem ég bolggaði á mína síðu áðan.

Fréttamannafundur um málefni Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og þá krísu alla, sem var boðaður kl. 13.00 í dag,  hófst ekki fyrr en um 14. 30 og þá með því með því að blaðamönnum og ljósmyndurum var vísað út úr salnum. Og aftur inn eftir þóf og mótmæli. Fréttamenn segist aldrei hafa upplifað svona rugl og hringlandahátt. Fyrst var logið að fréttamönnum hvar fundurinn yrði haldinn. Svo þetta, eru menn orðnir alveg gaga í Sjálfstæðisflokknum.  

Allir sáttir um niðurstöðuna segir Vilhjálmur og ég held áfram sem borgarfulltrúi. Og ég nýt fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Og ég mun fara yfir þessi mál!  Varðandi borgarstjórastólinn ætlar hann að fara yfir málið og meta sína stöðu.

Af hverju stendur  borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins ekki að baki Vilhjálms á fréttamannafundinum þegar sagður er fullur einhugur um þann stuðning?

Hvað segir það okkur? Þetta er stuðningur í orði en ekki verki. Ef borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins  eru einhuga og sátt við þessa niðurstöðu. Þá hefðu þau ekki laumast eins og þjófar á nóttu úr Valhöll fyrir blaðamannafundinn út um neyðarútganga og aðrar flóttaleiðir.  

Vilhjálmur segist hafa farið yfir þessi mál, er að fara yfir þessi mál og ætlar að fara yfir þessi mál.

„Ég hef axlað ábyrgð, ég missti meirihlutann og borgarstjórastólinn“. Segir Vilhjálmur. Ekki var það hans ákvörðun. Heldur Binga, sem þó hafði þann mandóm, sem hér vantar, að axla ábyrgð og segja hingað og ekki lengra. Það er nú öll ábyrgðin sem Villi axlaði.

„Ef ég finn að ég hef ekki það traust sem til þarf mun ég taka mark á því“. Segir Vilhjálmur. Hann ætlar þá að fara yfir það. Hvað skildi þurfa til að hann skynji hið algera stuðningsleysi sem svífur yfir vötnum þessa dagana. Hvenær gerir hann það ef ekki núna?  Kannski þegar hann hefur farið yfir þessi mál.

Þetta verður mikil yfirferð. Vilhjálmur verður sennilega lengi í þeirri ferð.

Eru menn búir að gleyma Guðmundi Árna Stefánssyni? Af hverju hefur enginn fréttamaður rifjað það upp? Einu afsögn ráðherra í sögu Íslenska lýðveldisins vegna mistaka. Mistaka sem voru nánast „logn í vatnsglasi“ miðað við þessi ósköp?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.2.2008 kl. 15:32

7 Smámynd: haraldurhar

   Að tekur á að lesa þessi skrif ykkar hér inni,  meginvandamál ykkar er að þið skylið ekki málið,  af  því þið eruð ekki sannir sjálfstæðismenn.

haraldurhar, 11.2.2008 kl. 15:45

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það þarf að setja bráðabirgðalög og leysa þennan hnút. Vilhj. er bara að reyna að halda andlitinu og sitja aðeins lengur til að geta svo "hætt með reisn" af eigin sjálfsdáðum, ...sú reisn er bara löngu farin. Hann getur ekki hangið inni fram að næstu kosningum. Hef ekki trú á að hann verði borgarstjóri á eftir Ólafi.

Marta B Helgadóttir, 11.2.2008 kl. 16:15

9 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ef ætti fjölmiðil sem hefði fundið sér skilt að senda lið á þennan fréttamannafund. Þá myndi ég send reikninginn beint upp í Valhöll. Því líkur skrípaleikur..

Ingi Björn Sigurðsson, 11.2.2008 kl. 16:52

10 Smámynd: Hildur Guðlaugsdóttir

Ef Vilhjálmur hefur axlað ábyrgð með þvi að missa borgarstjórnarmeirihlutann er fallegi Dagur þá ekki búinn að axla sína ábyrgð.

nei þetta er nú bara pæling

Hildur Guðlaugsdóttir, 12.2.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband