Sólrisa í snjómuggu

 skutulsfjordur

 Í dag, 25. janúar, er hinn formlegi sólrisudagur okkar Ísfirđinga.     Ekki sjáum viđ ţó til sólar í dag, snjómugga í lofti  og sjálfsagt skýjađur himinn. Síđustu daga höfum viđ ţó séđ sólinskin á fjallatoppum, og nćst ţegar sér til sólar mun hún gćgjast yfir fjallsbrún. Ţá munu geislar hennar ná alla leiđ niđur á eyri - gylla húsţökin - og verma hjartađ

 

Sól, ţér helgum sigurlag

og syngjum lof af hjarta.

Ţú breytir hríđar dimmu í dag

uns dćgrin litum skarta.

Já, ţiggđu okkar ţakkarbrag

ţokkagyđjan bjarta.

 

Ţegar vetrar drunginn dvín

og dregur hćgt ađ vori,

Ţorri hörfar heim til sín

hrímţungur í spori,

ţú feimin yfir fjallsbrún skín

og fyllir brjóstiđ ţori.

 

Međ blíđu kyssir klakatár

af klettsins hrjúfa vanga,

grćđir viđkvćm svarđar sár

og sefar kuliđ stranga.

Ţú vekur drauma, vonir, ţrár

af vetrarsvefninum langa.

 

Sól, ţér ómar ísfirsk ţökk

upp af mjallar hjúpi

og í fuglsins kvaki klökk

kveđin fjalls af gnúpi:

Sigurbragur - söngva ţökk

sungin úr bláu Djúpi.

 

Í dag á Hjörvar, yngsti drengurinn minn, afmćli Smile hann er fjórtán ára.

Á slíkum degi er viđ hćfi ađ fara međ lofgjörđ til sólarinnar. Ţessi óđur var ortur í tilefni af 70 ára afmćli Sunnukórsins fyrir fjórum árum.

Jónas Tómasson samdi fagurt lag viđ ţennan texta af sama tilefni - en lagiđ er svo krefjandi fyrir söngraddir ađ kórinn  hefur ađeins flutt ţađ tvisvar sinnum, svo ég muni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fallegt ljóđ Ólína og til hamingju međ táninginn ţinn. Hér sást til sólar líka í dag eftir langa gráa daga janúarmánađar.  Ţarf ekki mikiđ meira en einn lítinn geisla til ađ gera daginn fallegan. Góđa helgi.

Ía Jóhannsdóttir, 25.1.2008 kl. 16:31

2 identicon

Sćl Ollý mín!

Óskađu honum Hjörvari innilega til hamingju međ afmćliđ frá okkur Dodda.

Hugsađu ţér, ţegar viđ Doddi kynntumst var Hjörvar 5 ára  Ţetta er fljótt ađ líđa - og nú er litla barniđ ţitt bara orđiđ unglingur.

Bestu kveđjur úr kafaldsbyl á Álftanesinu,

Erla Rún.

Erla Rún. (IP-tala skráđ) 25.1.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ţađ skein líka sól hér í dag, međ hléum ţó. Nú er rok og skafrenningur, gott ađ vera inni. Til hamingju međ drenginn og sólardaginn ykkar.  Sun 3  Sun 3 Sun 3 

Ásdís Sigurđardóttir, 25.1.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Til hamingju međ strákinn

Hallgrímur Óli Helgason, 25.1.2008 kl. 21:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband