Ógleymanlegir hátíðartónleikar

Hatidarkor-BjornBaldursson Í kvöld  voru hátíðartónleikarnir með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar í íþróttahúsinu á Torfnesi. Sjálf stóð ég inni í miðjum kór og söng Gloríu eftir Poulenc ásamt um hundrað kórfélögum - verkið var síðast á dagskránni. Bernharður Wilkinson stjórnaði hljómsveit og kór - troðfullt íþróttahúsið. Ingunn Ósk Sturludóttir söng einsöng í Gloríunni. Hún gerði það þannig að ég er enn með gæsahúð.

Ég held við höfum bara staðið okkur býsna vel hátíðarkórinn. Áheyrendur virtust ánægðir og tilfinningin á meðan á þessu stóð var góð. Ég veit svosem ekki hvernig stjórnandanum leið þarna í einni innkomunni ... Blush .... best að tala ekki meir um það ...  en það verður sjálfsagt aldrei upplýst Smile

Beata Joó á heiður af æfingum kórsins fyrir þessa tónleika - hún er auðvitað frábær. Svo kom Bernharður Wilkinson og rak smiðshöggið á síðustu tveimur æfingunum. Hann er auðvitað afburðamaður á sínu sviði - og mjög gaman að hafa kynnst honum svona í aksjón, eins og maður segir.

 Þetta var frábær upplifun og ógleymanleg stund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frumherjarnir Ragnar H Ragnars og Jónas Tómasson hefðu líka haft gaman að.Það er altaf gaman að heyra að á Ísafirði er Tónlistin hátt skrifuð í menningunni,ásamt öðrum listum. Njóttu Listanna,þær göfga mannin.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 02:55

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hátíðarkveðja vestur!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 10:13

3 identicon

Já það var gott að heyra að Ingunn Sturludóttir söng, var ekki viðstaddur, en er alltaf mikið hrifinn af rödd hennar. Synd að ekki heyrist meira í henni sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Vonandi verðu þar breyting á.Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 00:30

4 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Held að þetta hafi barasta tekist bærilega hjá okkur Ólína.  Ein innkoma til eða frá skiptir ekki öllu máli, svo lengi sem maður gerir mistökin almennilega eins og Bernharður komst svo skemmtilega að orði.  Takk fyrir samveruna í Hátíðarkórnum, þetta var strembið en BARA gaman.

Lilja Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband