Hvað eru skrílslæti?

radhus1 Ég hef séð fólk klappa og stappa af gleði og fögnuði á tónleikum. Eru það skrílslæti? Íþróttafréttaritarar æpa sig hása í útvarpi og sjónvarpi án þess að nokkur kalli þá óþjóðalýð.

Hvað gerðist þá í ráðhúsinu? Þar var hópur fólks sem lét tilfinningar í ljósi yfir gjörningi sem margir álíta skrumskælingu á lýðræði. Þetta fólk hrópaði og stappaði. Hvað ef þetta hefðu verið fagnaðarlæti? Hefði það verið skandall?

Ég minnist þess þegar ég var í borgarstjórn 1990-1994 að fólk mætti einstöku sinnum á palla í heitum málum. Þá var klappaði fyrir ræðumönnum, jafnvel púað, án þess að forseti væri í sífellu að áminna það eða krefja um "hljóð í salnum". Hefði Hanna Birna bara leyft fólki að klappa, eða púa, milli þess sem menn stigu í ræðustól, án þess að vera sífellt að áminna það - æsa það upp, liggur mér við að segja - þá hefði þetta kannski farið öðruvísi. 

Ég get auðvitað ekki dæmt um annað en það sem ég sá og heyrði í sjónvarpinu. Þarna var fólk á öllum aldri, úr ýmsum áttum. Unga fólkið lét vissulega mest til sín heyra - sem vonlegt er. En að stimpla alla þá sem þarna voru sem "óþjóðalýð" og þátttakendur í skrílslátum, það finnst mér allt of langt gengið. Sú umræða er orðin að smjörklípu - hún er til þess fallin að draga athyglina frá sjálfri orsökinni.

Enginn er reykur án elds: Tilfinningahitinn á áhorfendapöllunum átti sér orsök - þeirri orsök skulum við ekki gleyma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vil taka fram að ég skil vel að fólk er sárt og reitt, er það sjálf.  Finnst borgarstjórn hafa farið illa með almenning og sýn honum lítilsvirðingu.

En skrílslæti eru að mínu mati þegar fólk gengur fram yfir lágmarks kurteisi og hættir að hugsa um náungan.  Um leið og það ferð úthrópa fólki á einhvern hátt og kalla þau nöfnum, þá er öll skynsemi og tillitsemi farin.  Það er hægt að vera málefnilegur og mótmæla án þess að ráðast persónulega á fólk.  Ég sá í fréttunum eldri konu sem hafði setið þarna þögul og vegna þess að hún var ekki að mótmæla hafði hópur kallað á hana að hún væri fasisti. Mér finnst þá, þeir sem eru að krefjast réttlætis, hafa gert lítið úr sínu máli og eyðilagt mikið fyrir sér.  Engin leysir ofbeldi með ofbeldi.

Því miður er oft fáir svartir sauðir sem eyðileggja allt fyrir hópnum. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:29

2 identicon

Ólína, nú er ég gáttuð á þér.  Þú með alla þína mentun og reynslu, nú ert þú blinduð af pólitík.  Þú veist betur en þetta!!!!!!!

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 00:47

3 identicon

Sæl.Munurinn er sá,að á tónleikum og knattleikjum er gert ráð fyrir hávaða og látum og fólk borgar fyrir það,að geta l´tið í ljó sínar tilfinningar.Í ráðhúsi,Alþingi og hjá sveitarstjórnum eru ákveðnar reglur um fundarhald sem ber að virða.Hélt nú satt að segja að þú vissir þetta. kv jobbi

jobbi (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 00:49

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já sammála síðustu ræðumönnum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2008 kl. 01:18

5 identicon

ég er ósammála síðustu ræðumönnum.  það koma tíma þar sem grípa þarf til aðgerða sem vekja athygli  og unga fólkið kann að gera það. óþarfi að firtazt við útaf því.

ég sé heldur ekkert að því að villi og ólafur f, þá sérstaklega ólafur fái það óþvegið. olafur kann líka þá list að spila með almenningsálitið, spilar sjálfur á samúð almennings vegna veikindanna.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 02:06

6 identicon

Get nú ekki lesið það Þorsteinn að hér sé einhver að firtast útaf einu eða neinu,allavega liggur mjög vel á mér.Hér er fólk bara að segja sínar skoðanir og það er bara gott enda bíður bloggið uppá það.Við erum ekki alltaf sammála og það er bara svo.Gat nú að vísu hvorki séð né heyrt að Ólafur hafi haft mikla samúð á þessum fyrsta Borgarstjóra fundi sínum nema síður sé svo hann hlýtur að hafa spilað á aðra annarsstaðar þá vegna veikindanna.Það er í lagi að segja sína skoðun og koma sínu á framfæri en það er ekki sama hvernig það er gert.Eða hvernig fyndist þér að ef þú værir að tala einhversstaðar og einhver stæði fyrir framan þig hrópandi,klappandi,stappandi og púandi?

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 02:38

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Pallgestir eyðilögðu mikið fyrir sér með framkomu sinni. Þeim tókst ekki að leggja Ólaf að þessu sinni, en með framkomunni að þau veittust að heilsu hans. Nöturleg framkoma.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2008 kl. 03:59

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, þarna er einn Ólína sem hefur alltaf talið þig skynsama manneskju, alveg þangað til núna að þú ert ekki sammála honum.  Já lengi má manninn reyna.

Ég kalla þetta hljósettan lýðræðisgjörning sem þarna fór fram. 

Þeir krefjast stöðugrar virðingar (nýi "meirihlutinn" í þessu tilfelli) sem eiga ekki inni fyrir henni.

Hefði örugglega látið fjúka ef ég hefði staðið á þessum pöllum, svo mikið er mér misboðið.

Takk fyrir mig kæra Ólína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2008 kl. 08:58

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér fannst það gott framtak hjá þessu fólki að láta í sér heyra á pöllunum. Það eru öllu frekar þeir Ólafur og Vilhjálmur sem hafa hegðað sér eins og skríll, heldur en áhorfendur á pöllum.

Fólk mætti gera þetta mun oftar á Íslandi, láta í sér heyra þegar því misbýður. Fara t.d. í Seðlabankann og tjá sig þar yfir ofurstýrivöxtunum! 

Marta B Helgadóttir, 26.1.2008 kl. 09:43

10 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ef mótmælin hefðu farið á annan hátt fram, þá gæti borgarstjórn ekki skýlt sér á bak við þá.  stór hluti af þunganum er fallinn á mótmælendur þegar í raun og veru ættum við að vera fókusa á hvernig er búið að koma fram við okkur almenning og fá svör og réttlæti. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.1.2008 kl. 10:50

11 identicon

Heyr, heyr, orð í tíma töluð.

Takk Ólína

kv margrét.

Margrét Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:36

12 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Hvað er búyið að koma inn í hausinn á okkur annað en að það er argasti dónaskapur að vera með mótmæli við sitjandi stjórnoir rða kjörna fulltrúa sama hvað þeir gera eða gera ekki ekki ,það er ekki þar með sagt eftir að fólk hafi verið kjörið til trúnaðarstarfa geti gert hvað sem er og hagað sér hvernig sem er ,ég las grein eftir Illuga Jökulssonar í 24 stundum og hvet ég alla til að lesa þá grein ,hún hittir í mark og er eins og talað úr mínu hjarta .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 26.1.2008 kl. 11:42

13 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Jenný -  hljóðsettur lýðræðisgjörningur -  fer beint í bókina. Frakkar eru gott dæmi um lýðræðiþjóð þar sem þegnar landsins telja það rétt sinn að rífa kjaft ef þeim er misboðið.  Frakkar fara í kröfugöngur, henda kartöflum og fiski ef svo ber undir í ráðhús og þingmenn og stöðva hvað eftir annað óréttlæti og spillingu. Persónulega fannst mér uppákoman á ráðhússpöllunum hressandi og ef nýji meirihlutinn þolir ekki nokkur desibel í smá tíma þá held ég að hann ætti bara að hætta og snúa sér að einhverju öðru.

Pálmi Gunnarsson, 26.1.2008 kl. 12:24

14 Smámynd: Bergur Thorberg

Algjörlega sammála síðasta ræðumanni og það er nú ekki alltaf.

Bergur Thorberg, 26.1.2008 kl. 12:39

15 identicon

Trúir höfundur virkilega því að skrílslætin í krökkunum þarna á pöllunum séu sami hlutur og þegar fólk fagnar á tónleikum eða á kappleikjum?

Ólína, þetta voru menntaskólakrakkar að mestu, undir leiðsögn formanns félags ungra jafnaðarmanna, Samfylkingarfrauku. 

Finnst þér virkilega að þegar einhver unglingsstrákur kallar: "Þú ert enginn **** borgarstjóri!" að það sé eðlileg og sjálfsögð birtingarmynd tjáningarfrelsis og lýðræðis?

Mér finnst sú merkilega kona, Ólína Þorvarðardóttir, taka mikið niður fyrir sig að réttlæta þessa óþekkt og þessi skrílslæti sem við urðum vitni að. 

Ólína talar um að þetta sé bara birtingarform reiði Reykvíkinga, en ég veit ekki betur en að núverandi meirihluti hafi atkvæði sem duga 8 fulltrúum til setu, sem svo er nóg til að mynda meirihluta. 

Getur verið að Ólína Þorvarðardóttir sé einfaldlega að segja eftirfarandi: "Þegar Samfylkingin er ekki við völd, þá er gengið gegn lýðræðinu, við í Samfylkingunni eigum að fá að ráða, því við erum æðisleg og allir sem ekki eru sammála mér eru bjánar og hata lýðræðið."

Mér finnst það.  En kannski eru ekki allir sammála mér í því. 

Pálmi, þetta snýst ekki um mótmæli eða kröfugerðir, þetta snýst um mannasiði, og þau læti sem voru höfð í frammi á pöllunum voru mótmælendum sjálfum til vansa.  Krakkakjánar sem margir hverjir hafa ekki einu sinni kosningarétt.  Virkjuð af kjánalegum ungliðum vinstriflokkanna. 

Forviða (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:00

16 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Tilgangur mótmæla er að vekja athygli á andstöðu, því er út í hött að halda því fram að best hefði verið ef mótmælendur hefðu staðið hljóðir fyrir utan húsið. Mótmælendum tókst að vekja athygli á sér og tilganginum var því náð. Það hvernig stöðugt er verið að velta sér upp úr einstaka upphrópunum er einvörðungu gert til að draga athygli frá orsökinni, umræðan á að snúast um það en ekki hvort einhver menntskælingur kallaði örfá dónaorð.

Ég vil einnig vekja athygli á því sem Hallgrímur Helgason segir í Fréttablaðinu í dag um framkomu Sjálfstæðismanna sjálfra í garð Ólafs þegar þeir púuðu hann út af landsfundi Sjálfstæðismanna?

Kristjana Bjarnadóttir, 26.1.2008 kl. 13:22

17 identicon

Á Íslandi má mótmæla svo lengi sem það veldur ráðandi öflum engum óþægindum.  Þetta er í hnotskurn viðhorf hinna hræddu sem fela sig undir pilsfaldi hinna þægilegu, smáborgaralegu viðhorfa.  Þeir óttast valdhafa en þeir ótta meira þá sem setja sig upp á kant við valdhafana.  Sennilega vegna þess að í þeim geta þeir speglað eigin aumingjaskap.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:48

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við skulum ekki gleyma því að sjónvarpsstöðvarnar sýna ólátaseggjunum alltaf mesta áhugann. Það er það sem dregur fólkið að skjánum og tryggir fjölmiðlunum meiri auglýsingatekjur.

Þessi stilltu og prúðu fá af þeim sökum litla sem enga athygli hjá fjölmiðlum. Það voru örfáir einstaklingar sem fóru yfir strikið þarna á ráðhúspöllunum og það er sýnt aftur og aftur.

Theódór Norðkvist, 26.1.2008 kl. 14:51

19 identicon

ja hérna...þú slærð ekki slöku við Ólína.....manni er bara komið á óvart hvað eftir annað.Þú ert nú svo málefnanleg og hefur svo mikla trú á tjáningarfrelsi fólks að þú eyddir færslunni minn af þinn síðu sem var númer fimm.Af því þér líkaði hún ekki þar sém ég skýrði út fyrir þér hver munurinn væri á málfrelsi og skrílslátum.Það er gott að þú ert ekki lengur í Borgarstjórn ef þetta eru þín vinnubrögð.Það er sem sagt þaggað niður í fólki afþví það er ekki sömu skoðunar og þú.Ég mun ekki ónáða þig meir hér á þinni síðu þar sem þú ert svona ódýr að geta ekki liðið fólki að hafa aðra skoðun en þú hefur en í staðinn mun ég birta þessa bloggfærslu þína nú á blogginu og svar mitt til þín við hann,það mun einnig fara upp á mína síðu,þú getur ekki lokað á mig þar hvað sem þú reynir.

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 15:44

20 identicon

Júlíus, það hefur kannski farið fram hjá þér að þú ert með athugasemd hér ofar.

Kristín Helga (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 18:25

21 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tek heilshugar undir pistilinn þinn, Ólína og skrifaði líka um málið á minni síðu í dag.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 20:54

22 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Mikið erum við, almenningur þessa lands, lánsöm að eiga svona vel meinandi, málefnalegan og rökhugsandi talsmann lýðræðis sem Júlíus Má Baldursson. Ég vona að hann haldi áfram að tjá sig opinberlega. Svona greindar- og málefnaleg færsla í bloggheimum, er vandfundin. Það er afar mikilvægt fyrir Ólínu, og tugþúsundir annarra kjósenda þessa lands, að taka mið af skrifum svona mannvitsbrekku svo við áttum okkur á að það sem við höfum talið lýðræði, er ekkert annað en skrílslæti. Haltu áfram að láta rödd þína heyrast, Júlíus, svo við hin getum dregið lærdóm af þínum djúpvitru ráðum.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 26.1.2008 kl. 20:58

23 identicon

Mjög athyglisverð greining hjá þér Ólína.

Spegling samfélagsins og stjórnarhátta lýsir í þessum andstæðum eiginlega hversu breitt bilið er milli alþýðu og stjórnarvalda. Vaxi þetta gil til gljúfurs þá er ekki lengur lýðræði til.  Spurning er hversu langt á leið þetta er komið.

Tjáning þeirra sem þorðu að vísa hug sinn og á þann hátt sem það var gert er einfaldlega spegilmynd sem endurvarpar spillingu stjórnarhátta. Á þann háttinn má líkja samfélagi við sameindarfrumu, sífellt í lifandi  þróun, þar sem hver þáttur er háður öðrum í þessari sameind.

ee (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband