Fagurt er rökkriđ viđ ramman vćtta söng
6.1.2008 | 14:52
Ţađ er einhver dulrćn helgi yfir ţrettándanóttinni - rökkriđ aldrei fegurra en ţá, sjáist til himins á annađ borđ.
Nćsta sólarhringinn hverfur ljós af tungli. Ţá er eins og veröldin haldi niđri í sér andanum ţar til tungl kviknar á ný. Ţegar svo stendur á er best ađ fara sér hćgt, bíđa úrlausnar og nýrra tćkifćra. Leyfa sálinni ađ hvílast eins og barni sem sefur um nótt. Innan tíđar kviknar nýtt tungl, međ vaxandi ţrótti og framkvćmdagleđi.
Margir finna mun á sér eftir tunglstöđunni. Ég veit t.d. ađ ég var ekki sú eina sem átti erfitt međ ađ vakna í morgun ţó ég hafi sofnađ á skikkanlegum tíma viđ lestur góđrar bókar í gćr. Ýmsir velta ţví sjálfsagt fyrir sér hversvegna ţeim gengur stundum illa ađ vakna - og láta sér ekki detta í hug ađ setja ţađ í samband viđ ný eđa niđ - nú eđa loftţrýstinginn, ţegar lćgđir eru á leiđinni.
En nú fer sumsé dulmögnuđ nótt í hönd. Vćttir á kreiki, álfar og huldufólk - kýrnar tala í fjósunum. Á ţrettándanum og nýjársnótt gátu menn setiđ úti á krossgötum og leitađ fregna um framtíđina. Ţegar leiđ á nótt komu álfarnir og buđu útisetumanninum gull og gersemar. Mikiđ lá ţá viđ ađ segja ekkert og líta ekki á gulliđ - ţví vćri ţađ gert hvarf ţađ allt jafnóđum. En ef menn gátu setiđ á sér og ţagađ afskiptalausir til morguns féll ţeim allt í skaut sem lagt var fyrir ţá um nóttina.
Ţví fór illa fyrir karlgarminum sem hafđi stađiđ af sér freistingarnar allt framundir morgun. En rétt fyrir dögun dró huldukonan upp tólgarplötu og bauđ karli. "Sjaldan hef ég flotinu neitađ" sagđi ţá sá gamli - og ţar međ hurfu honum gersemarnar eins og dögg fyrir sólu.
Ýmsar sögur eru til af jóla- og nýjársgleđi álfa og tiltektum ţeirra á ţrettándanum. Héldu ţeir dýrindis veislur og lögđu undir sig heilu bćina međan fólk var viđ messu. Oft var einhver mađur látinn gćta bćjarins á međan annađ fólk sótti kirkju, og gat ţá gengiđ á ýmsu. Sumir urđu ćrir eftir samskiptin viđ álfana, ađrir sýndu ráđsnilld og hugrekki og urđu gćfumenn ć síđan. Hér lćt ég fylgja eina sögu sem ég fann á netinu um Jólanótt í Kasthvammi.
Góđa skemmtun í kvöld - ţiđ sem ćtliđ ađ brenna út jólin.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dćgurmál, Lífstíll, Trúmál og siđferđi | Breytt 7.1.2008 kl. 23:56 | Facebook
Athugasemdir
Fyrirgefđu Ólína mín ţađ var alveg óvart ađ fyrirsögnin okkar varđ svona lík. Var ekki búin ađ sjá greinina ţína. Góđa Ţrettándagleđi.
Ía Jóhannsdóttir, 6.1.2008 kl. 15:50
Ći er hálf ţunglynd ţegar jólin hafa runniđ sitt skeiđ á enda. Lćt lítiđ fyrir mér fara á međan.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2008 kl. 22:21
Mér finnst alltaf gott ađ hafa kaflaskipti, nú er allt komiđ í réttar skorđur. Nćst er ţađ ţorrinn og svo voriđ. Hlakka alltaf til hverrar árstíđar fyrir sig, finnst ţćr allar yndislegar. Gangi ţér vel í amstri dagsins og eigđu góđa daga.
Ásdís Sigurđardóttir, 6.1.2008 kl. 22:47
Ţú kannt ađ orđa hugsanir ţínar Ólína.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2008 kl. 22:50
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.