Fjallshlíðar á hreyfingu

 Óshlíðin-mbl.is Fjallshlíðarnar eru á hreyfingu þessa dagana - og það er óþægilegt að búa undir þeim þegar þannig háttar til. Eftir stórrigningarnar undanfarna sólarhringa má segja að hlíðin í fjallinu fyrir ofan mig sé bókstaflega á iði. Skruðningarnir þagna ekki. Það er sérstaklega óþægilegt þegar myrkur er skollið á því þá sér maður heldur ekki hvað er að gerast. Frown

Þessa dagana erum við Ísfirðingar ekki beint "í faðmi fjalla blárra" eins og sungið er um á tyllidögum. Ó, nei. Engir tyllidagar núna.

 Fjöllin hafa afklæðst sínum draumbláa möttli fyrir móbrúna tötra. Í dag eru þau bara dökkir, úfnir hnúkar með ygglibrún. Eðjutárin streyma niður grjótvangana og þau snökta með skruðningum.

Óshlíðin lætur hæst. Hún er tilkomumikil séð af sjó - jafnvel þegar hún er úfin og viðskotaill, eins og í dag. En viðsjárverð er hún - drottningin sú arna. Og þungt er henni um hjartarætur - hún grætur.

(Þetta er eiginlega orðið að ljóði - þarf að vinna með þetta betur) Wink

 


mbl.is Aurskriður féllu í Eyrarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa "ljóð"lýsingu á hlíðunum. Varð hugsað vestur í lægðunum og ofundaði ykkur ekki á staðsetningunni - get ekki sagt að ég sakni hlíðanna/fjallanna. Bestu kveðjur að sunnan Helga fyrrverandi frönskukennari MÍ

Helga Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 16:17

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er fínt efni í prósaljóð. Bestu kveðjur vestur... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.12.2007 kl. 16:47

3 identicon

Vá hvað þú ert leiðinleg ....

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 18:06

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

... það er nú munur en sumir  

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.12.2007 kl. 18:15

5 Smámynd: Ragnheiður

Snilldarfærsla og laus við leiðindi en það er náttlega smekksatriði hehe. Oj ekki myndi ég vilja búa undir skælandi fjalli *hrollur*

Ragnheiður , 18.12.2007 kl. 18:22

6 Smámynd: Katrín

Blessaðar ,,hliðarnar" láta ekki að sér hæða í svona vatnsveðri.  Vil þó meina að drottningin sé Traðarhyrnan en Óshlíðin... svona í mesta lagi lafði.    Haltu áfram með ljóðið

Og lítið ráð til Jónínu Ben:  Ef  þú getur ekki sagt neitt fallegt um menn eða málefni...hafðu þá vit á að þegja

Katrín, 18.12.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband