Á valdi óttans

Mál Erlu Óskar Arnardóttur hefur vakið verðskuldaða athygli, enda varpar það ljósi á hversu langt eitt samfélag getur látið leiðast í tortryggni og fjandskap. 

Bandaríkjamenn hafa verið undir linnulausum áróðri um hryðjuverkaógn undanfarin ár. Stjórnvöld þar í landi hafa eytt milljörðum í að búa sér til óvini og viðhalda ógnarótta almennings til þess að réttlæta stríðsrekstur sinn í öðrum heimshlutum. Hvaða áhrif halda menn að slíkt hafi til lengdar? Eitt er víst að það ýtir ekki undir lýðfrelsi og mannréttindi. Þvert á móti elur það á ótta og mannfyrirlitningu, líkt þeirri sem Erla Ósk hefur nýfengið að reyna.

Á valdi óttans geta menn gert hvað sem er.  Hér fyrr á öldum var saklaust förufólk drepið á heiðum landsins ef það varð á vegi óttasleginna ferðalanga sem stútfullir af sögum um útilegumenn og drauga réðu þeim bana. Af hverju halda menn t.d. að helsta ráðið til að kveða niður drauga hafi verið að "brjóta þá á bak aftur " eða skilja höfuð frá bol? Hmmm...

Nútímamaðurinn er enn að "brjóta á bak aftur" ýmsa ímyndaða drauga - oft með ærnum fórnarkostnaði, því miður.


mbl.is Mál Erlu Óskar vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Fín grein hjá þér Ólína, ég hef sagt það áður og segi það enn, ef BNA vill virkilega klófesta Osaba Bin Laden þá væru þeir búnir að því, en þeir vilja það ekki og afhverju ? af þeirri einföldu ástæðu: Hryðjuverkaógn minnkar til muna og BNA er þá ekki lengur stætt á að réttlæta hernaðarbrölt þeirra í öðrum heimshlutum, stelandi olíu og öðrum auðlindum annara ríkja.

Sævar Einarsson, 15.12.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Og þetta átti auðvitað vera Osama

Sævar Einarsson, 15.12.2007 kl. 18:24

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Já, þetta er dapurleg þróun afturábak hjá vinum okkar í vestri og ekki laust við að maður hafi ekkert annað eftir en fyrirlitningu til handa þeim sem óstjórna þar nú öllum til vandræða....og ekki útséð með hversu slæmt þetta verður á heimsvísu ef heldur fram sem horfir...maður hefur allavegana oft verið bjarsýnni þó að ég sé langt frá lagstur í hugarvíl, það dugar víst lítið

Georg P Sveinbjörnsson, 15.12.2007 kl. 18:39

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ótrúlegt mál, finnst mér. Að fara svona með konuna er engu líkt. Eitthvað eru þeir hræddir við eða kannski er þetta bara bilun.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 21:47

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mér hefur fundist eins og mörgum öðrum sem Bush og co. séu búnir að vera að stefna að því leynt og ljóst lengi, löngu fyrir 9/11 og fyrir Flóastríð líka, semsé að koma á alræði fyrirtækjanna, New World Order, þá sárvantaði trúverðugan óvin og sköpuðu hann, vel þekkt taktík úr sögunni sem alltaf virðist virka. Eitt stigið í þessum áætlunum er að ná aftur mörgum borgarlegum réttindum og herða öll tök á almenningi...síðan verður skipulagt annað hryðjuverk á Bandarískri grund, sett á neyðarlög og fangabúðirnar 800 sem Halliburton er búið að vera að reysa um öll Bandaríkin fyrir stjórnvöld með leynd, verða vistarverur þeirra sem reyna að malda í móinn...en að sjálfsögðu vona ég að ég hafi rangt fyrir mér.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.12.2007 kl. 00:16

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir skrif þín Ólína, og ég tek undir þau heils hugar. Við hér á netinu höfum mörg hver haldið úti samskonar varnaðarorðum gegn amerískri heimsvaldahyggju í langan tíma en eins og svo oft þá er það ekki fyrr en einhver sem fólk getur tengt sjálft sig við (í þessu tilviki samlandi okkar) verður fyrir svona "Orwellískri" framkomu af hálfu risaveldisins sem augu fólks fara að opnast. Við þurfum svo sannarlega á því að halda að fólk á borð við þig taki þátt í þessari umræðu, fólk sem hefur látið til sín taka á opinberum vettvangi t.d. í fjölmiðlum og skapað sér nafn, það er nauðsynlegt svo umræðan sé trúverðug og sé ekki bara hægt að afgreiða þetta sem "eitthvað bull á netinu" og halda áfram að lifa í afneitun. Þessi hlið á bandaríska stjórnkerfinu á sér reyndar eldri rætur þarna vestra en bara til stríðsins gegn hryðjuverkum, hvet þig t.d. til að kynna þér umsvif CIA í latnesku Ameríku á seinni hluta síðustu aldar. Gott dæmi er Operation Just Cause sem var framkvæmd í stjórnartíð Bush eldri og var í raun æfing eða "generalprufa" í skipulagningu og framkvæmd "tactical" innrásar- og áróðursstríðs. Eitt fyrsta verk innrásarliðsins var einmitt að "kæfa pressuna" í Panama og á meðan herjuðu fjölmiðlarisarnir (big media) miskunnarlaust á almenningsálitið heimafyrir með einhliða boðskap um að þeirra menn væru að fremja svo miklar hetjudáðir á vígvellinum í staðinn fyrir hvurn fjandann þeir væru nú að gera þar til að byrja með. Fjórtán árum seinna hrindir svo "týndi" sonurinn Bush, enn metnaðafyllri áætlun í framkvæmd undir nafninu Operation Iraqi Freedom og líkindin með aðferðafræðinni (og líka umfjöllun amerísku fjölmiðlasamsteypanna!) eru of mikil til að geta verið tilviljun ein. Fyrir mitt leyti er ég feginn að Ameríkanar eru ekki óvinir okkar, fegnari að þeir haldi ekki lengur úti herliði hér, en verð fegnastur ef Repúblíkanaklíkan kemst aldrei aftur þar til valda.

P.S. Núna kemur sér mjög vel að hafa í utanríkisráðuneytinu hörkukvendi með munnin fyrir neðan nefið sem hikar ekki við að senda þeim tóninn! (sé fyrir mér í anda Halldór Ásgrímsson stama út úr sér enn einni lélegri tilraun til að taka afstöðu í einhverju svonalöguðu).

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2007 kl. 00:20

7 identicon

Þessi framkoma við konuna, á sér engar málsbætur,  sama hvernig er litið er á það! það fór allt úr böndunum í BNA.þann 11 sept.hér áður

.Og afleiðingarnar eru rétt að komast" í Action".

Svo sannarlega ert þú að komast að kjarnanum. Það er einmitt þetta,sem sérfræðingar í hernaði sáu fyrir. Og það eru um það bil 30 -40 ár síðan. Þeir sögðu hernaður framtíðarinnar verður ekki með einhverhum stórfylkjum,flugélum eða kafbátum eða kjarnavopnum.Nei það verða skyndi árásir lítilla hópa og manna með útbúnað.sem allstaðar geta skotið upp kollinum með engum fyrirvara og gert þvílíkar árásir að menn standa ráðþrota frammi fyrir þessu.OG HVAÐ ER  EKKI AÐ SKE UM HEIM ALLAN? 

Það þarf ekki ,merkilegan bát, til að sigla hér inná Reykjavíkurhöfn og um borð væri hryðjuverkahópur með Kjarnorkusprengju og HVAÐ SVO. Ég segi þetta hér og nú vegna þess að þetta er ekkert útúr kortinu. því hver, er að fylgjast með, öllum þeim fleyjum sem eru að koma til landsins.

Afskaðu,ég fór aðeins á sveig við umræðuefnið.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 00:24

8 Smámynd: Viðar Eggertsson

Gott innlegg þarna.

Mig langar að benda þér og öðrum, sem áhuga kynnu að hafa á, að enska þýðingu af frásögn Erlu Óskar er að finna á bloggsíðu minni. Þýðinguna gerði löggiltur skjalaþýðandi.

Velkomið að senda slóðina á vefsíðuna hverjum sem hafa vill.

með kveðju

Viðar Eggertsson, 16.12.2007 kl. 08:51

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta eru einkennileg vinnubrögð í landi Byssu Bush. Ekki par góð auglýsing fyrir þá sem vilja gjarnan ferðast til BNA. Hef einu sinni komið þangað, í júní árið 2000 og þá var konan mín stoppuð, sjálfsagt vegna þess að hún ber þýskt ættarnafn frá fyrri tíma. Ekki átti að hleypa henni inn í þessa vestræna sælu uns eldri landamæravörður sagði þeim yngri að spyrja hvort maðurinn sem stæði við hliðina á konunni væri e-ð á hennar vegum!!! Jú svo reyndist auðvitað vera og var eg þá spurður við hvað eg starfaði. „Librarian“ var auðvitað svarið. Nú tók sá eldri af skarið og sagði þeim yngri að hleypa okkur inn í landið. Þetta var í Minneapólís þar sem við vorum að skoða skóla lungann af þessari viku.

Eigi skal í vestur fara meðan þessi ógnarstjórn er við lýði þar í sveitum.

í netútgáfu danska dagblaðsins Politiken hefur verið fjallað töluvert um bæði þessi mál: www.pol.dk

Með bestu kveðjum

Guðjón Sigþór Jensson, 17.12.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband