Og ruslatunnan mín komin út á fótboltavöll

Ég þakka fyrir að ruslatunnan mín sem fór af stað yfir bílaplanið hjá mér skyldi ekki hafa skollið á bílgreyinu sem þar stóð. Bíllinn slapp - en tunnuófétið liggur á fótboltavellinum hér 50 m neðar, innihaldið komið út um víðan völl.

Já, þetta var nú meiri hvellurinn - og manni varð ekki svefnsamt í nótt.


mbl.is Ísskápur á flugi í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og ég græt yfir nýja Weber gasgrillinu mínu sem fór um koll, tölvert laskað :-( 

Arnbjörn (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:17

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hér nyrðra hins vegar áfram sama blíðan, en bölvuð hálka!

Og..

Andvaka í alla nótt,

Ólína var ,-Blessuð Sunnan-

Íllilega ó- var rótt,

enda fauk jú ruslatunnan!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.12.2007 kl. 19:33

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég breytist í sannkallaða grumpy old lady í svona veðurofsa, þykist ekki vera það öðrum stundum auðvitað. Hárin á mér rísa og þau leggjast ekki aftur. Nánustu ættingjar sem mæta mér í þessu ástandi þekkja mig ekki og það er vel.

Marta B Helgadóttir, 14.12.2007 kl. 00:01

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

VOna að þú sleppir við fleiri tunnuvandamál.  Hér er allt rólegt enn... kveðj vestu

Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2007 kl. 00:09

6 identicon

Ótrúlegt.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 01:09

7 identicon

Það getur ýmislegt gerst á Ísafirði þegar Kári byrstir sig þar.  Fræg eru Básaveðrin og Suð-vestan gjörningarnir.   þá er gott að geta haldið sér í næsta "stakket".     Lifðu heil.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband