Fólk vakið til umhugsunar

Vitið þið - mér finnst þetta bara gott hjá femínistafélaginu. Þær eru að vekja athygli á klámi sem undirrót kúgunar og misnotkunar á fólki. Fyrirtæki eins og VISA á einfaldlega að forðast allt sem getur tengt það ágæta fyrirtæki við klámiðnað.

Sóley Tómasdóttir er með góða hugleiðingu á bloggsíðu sinni um klámið sem fyrirbæri í mannlegu samfélagi. Þar varpar hún upp nokkrum spurningum sem hverjum og einum er hollt að hugleiða. Spyrja má í sama anda og hún gerir: 

Er klám uppbyggilegt í einhverjum skilningi? Kennir það okkur eitthvað jákvætt um mannleg samskipti - kynlíf? Hefur klám jákvæð áhrif á umhverfi okkar eða samfélagsímyndina? Er það mikilvæg viðbót við menningu okkar og atvinnulíf?

Hmmm .... það er að mörgu að hyggja. En ég er með kenningu:

Klám er eins og fíknefni: Það er gott við fyrstu kynni, veitir líkamlega stundarsælu. Að henni lokinni skilur það ekkert eftir sig - nema kannski fíkn í meira.   

Klám er engum hollt - það getur verið skaðlaust í hófi - en oft kallar það á meira. Margir þeirra sem falla fyrir stundaráhrifum þess missa tökin - og á því græða þeir sem sjá hagnaðarvon í fíkn annarra. Sú hagnaðarvon kallar fram misnotkun á fólki, mannsal, kynlífsþrælkun og þvingað vændi. 

Nei, klám er engum hollt. Fylgikvillar þess eru mannfjandsamlegir - sannkallað menningarvandamál.

Og mér finnst reglulega gott hjá femínistum að taka slaginn í þessari klámumræðu. Áfram stelpur!


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

skoðaðu þetta í alvöru

USA í stuði

http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/

Einar Bragi Bragason., 12.12.2007 kl. 00:40

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mjög góður pistill, Ólína og ég get tekið undir hann að mestu leyti. Það er auðveldara að falla í freistni með kreditkortið að vopni og ná sér í klám á netinu, en að rölta út í vídeóleigu með flóttasvip.

Staðreyndin er að klám er mannskemmandi, hvernig sem menn skilgreina hugtakið.

Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr þessari kæru. Gæti orðið prófmál. 

Theódór Norðkvist, 12.12.2007 kl. 01:39

3 identicon

ykkur dettur aldrei í hug að sumt klám gæti e-n tímann verið, myndavél + manneskjur í samförum? Er það niðurlæging?

ari (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 01:51

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég á erfitt með að trúa því Ólína að þér hafi þótt pistill Sóleyjar góður. Fyrir það fyrsta er hún með rangfærslur og utúrsnúninga og í öðru lagi er hún sífellt að gefa í skyn að einhver annarleg sjónarmið búi að baki þegar fólk (graðir karlar?) er ekki sammála henni.

Hún segir: (leturbreyting er mín)

"Ég veit ekki hvað það er, en einhver hlýtur ástæðan að vera fyrir því að fullorðnir karlmenn rjúka upp til handa og fóta þegar minnst er á að klámvæðingin sé hugsanlega ekki það æskilegasta í heimi."

Það voru bæði konur og karlar sem ruku upp til handa og fóta, ekki til að mæla klámi bót heldur var fólkið einfaldlega að mótmæla þeim hugmyndum að yfirvöld færu að fylgjast með kortanotkun fólks.

Hér eru nokkur dæmi um "karlana" hennar Sóleyju:

"Að berjast fyrir jafnrétti er gott. Ég held þó að Femínistafélag Íslands leggi ekki alltaf áherslu á rétta hluti. "Pick your battles", segja Kanarnir, og ég held að það sé nokkuð til í því. Í stað þess að berjast gegn kortafyrirtækjum, væri ekki betra að reyna að gera fólk, bæði karla og konur, meðvitað um að það dæmir bæði aðra og jafnvel sjálfan sig út frá staðalmyndum -- staðalmyndum sem stundum er jafnvel eitthvert smávegis vit í -- en staðalmyndum samt sem áður. Það alhæfir um sundurleitan hóp, svo sem konur eða karla, þegar raunin er að munurinn á milli hópa er langtum minni en munurinn innan hópanna. Þetta tel ég vera að ráðast að rótum vandans." Sagði Heiða María Sigurðardóttir

"Ég er alfarið á móti klámi, mannsali og öllu ofbeldi á bæði konum, körlum og ekki síst börnum, en er þetta ekki tímasóun því ég er næstum því viss um að, dómurinn verður þeim ekki í hag. Að mínu mati er svo margt annað sem þörf er að vinna að.
Byrja á rótinni eins og Sóley tjáði sig um, í þætti hjá Agli um síðustu helgi." Sagði Guðrún Emilía Guðnadóttir

"Öryggisráð Femínistafélags Íslands .ég endurtek ÖRYGGISRÁÐ!!!! ÉG FÆ HLÁTURSKAST NÚNA. Hvað er að hjá þessum blessuðum konum? Ég er ekki alveg að fatta lengur tilganginn með þessu blessaða svokallaða Femínista félagi.  Er ekki bara kominn tími á að þær blessaðar dragi sig í hlé?" Sagði Ester

"Annars er fróðlegt að fylgjast með því hvernig klámumræðan hefur þróast innan jafnréttishreyfingarinnar. Það er ekki svo ýkja langt síðan umræðan gekk útá að konur þyrftu að losna við ok kynlífshafta. Frjálst og óheft kynlíf var allra meina bót. Nú hefur pendúllinn sveiflast ansi langt í hina áttina. Aðeins of langt finnst mér." Sagði Vilhelmina af Ugglas

"Stundum skammast ég mín fyrir það að vera af sama kyni og femínistar...Ætla þær þá líka að kæra öll símafyrirtækin fyrir að gera fólki kleift að hringja í rauðu línuna og hlusta á klám þar? Hvað þá með að kæra allar þær verslanir sem selja Playboy og Bleikt og Blátt? Ég efast stórlega um að þær eru að auka vinsældir þessa félags með þessu, þetta er orðið algjört rugl og öfgar hjá þessum kellum." Sagði Ingunn Jóna.

"Þær eru örugglega bara að grilla í okkur, þeim getur ekki verið alvara, ég held svei mér þá að þær séu eftir allt saman skemmtilegar brandarakerlingar."  Sagði hofy sig

"En að Femínistafélagið sé með öryggisráð finnst mér algjört met!! Sameinuðu Þjóðirnar blikna í samanburðinum!!" Sagði Linda Fanney

"Og fyrst við erum komin út í þessa sálma, eigum við þá ekki að fara út í enn frekari persónunjósnir og fylgjast með hverjir kaupa áfengi og sígarettur, ef fólk kaupir of mikið getum við farið í mál." Sagði Nanna Katrín

"Þarna mundi ég segja að væri verið að ráðast á persónufrelsi. Þær ættu frekar að snúa kröftum sínum í eitthvað annað. Ég er ekki fylgjandi klámi, ég er ekki Femínisti en styð jafnréttisbaráttu en ekki svona jafnréttisbaráttu." Sagði Hulda Ringsted

"Það eru svo mörg alvarleg mál sem þarf að líta á, og þar sem þessar hamhleypur myndu eyða kröftum sínum á skynsamlegri hátt,- ef þær væru tilbúnar að starfa í sama tilfinningahita og þær gera á vettvangi fáránleikans!!!" Sagði Steinunn Helga

"Sjálf er ég femínisti, en mér dytti aldrei í hug að kvitta fyrir svona vitleysu. Og hvaða öryggisráð er þetta? Eru þær að líkja sér við Sameinuðu Þjóðirnar. Þvílík vitleysa. Hugsunarhátturinn hjá þeim er eflaust: Nú skulum við nýta okkur alla þessa athygli sem er á okkur í fjölmiðlum og beina kastljósi að því, sem íslensku þjóðinni er fyrir bestu." Sagði Guðrun Lilja.

"Greiðslukortafyrirtæki eru þjónustuaðilar og milligönguaðilar í viðskiptum og þeim kemur ekkert við hvað viðskiptavinir þeirra kjósa að eyða peningunum sínum í.  Þó mér finnist klám argasti óþarfi þá kemur mér, Visa eða femínistafélaginu ekkert við hvort aðrir vilja kaupa það eða ekki... " Sagði Sæunn Ingibjörg.

"Það mætti stundum halda að femínistar gengju um með blöðkur og horfðu eingöngu í gegnum örmjótt rör á lífið og reyndar greinilega "klámið"!  Virðast líta á sig sem nafla alheimsins og að viðhorf þeirra, gildi og skoðanir séu þær einu réttu og öllum hinum fyrir bestu.  Kommúnistakvak að mínu mati og miðstýringin uppmáluð.  Í stað fjölbreytni vilja femínistar einsleitni." Sagði Vilborg G.

Sóley Tómasdóttir er orðin fræg fyrir þá uppstillingu að sá (karl) sem er á móti tillögum hennar sé fylgjandi klámi, mannsali, ofbeldi á konum og vændi. Slíkur málflutningur er ekki boðlegur. Það er óþolandi að stilla málum þannig upp.

Hins vegar má ekki túlka gagnrýni mína á Sóleyju sem svo að ég sé sammála öllum skítnum sem kemur úr munni einstakra bloggara í garð femínista. Ég er ekkert frekar meðmæltur slíkum sorakjafti en vændi eða mannsali.

Benedikt Halldórsson, 12.12.2007 kl. 03:21

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

ÞEtta eykur umræðu um feministafélagið og mun auka hatur á því  sem mun leiða til dauða þess og er auðvitað gott mál

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.12.2007 kl. 08:05

6 identicon

Klám er efni (myndrænt eða ekki) sem er ætlað að vekja losta. Losti rót illskunar, losti er vondur! Gott hjá feministum að standa vörð um hornstein kristins siðgæðis!

Tóti (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 09:44

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl verið þið og takk fyrir athugasemdir.

Benedikt setur hér inn langa færslu og er augljóst að Sóley Tómasdóttir á ekki upp á pallborðið þar. Það verður að hafa það - ég hef ekkert á móti Sóleyju nema síður sé og  mér finnst þú Benedikt ganga full langt í því að túlka orð hennar og teygja. En þú mátt auðvitað hafa þína skoðun á mönnum og málefnum.

Aðeins varðandi klámið sjálft - þá vil ég ekki blanda saman erótík og klámi. Óskar talar hér um sókn kvenna í ástarlífstæki ýmisleg. Þarna myndi ég fara varlega, því það er ekki hægt að draga samasemmerki milli kynlífs og kláms.Kynlíf er bara kynlíf og ekkert slæmt við það. Klám er allt annar hlutur - þó auðvitað geti stundum verið erfitt að draga skýra línu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.12.2007 kl. 10:06

8 identicon

Það má kannski benda á það að það eru konur í meirihluta í USA sem ráða hvað mestu um framleiðslu á klámi, margar eru framleiðendur og eigendur af fyrirtækjum, og þetta er fullkomlega löglegt, það er ekki hægt að alhæfa og tengja sífelt mansal við klám 

Arnbjörn (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 12:27

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jæja Arnbjörn. Hverju tengist mansal þá? Og hverju skiptir hvort það eru karlar eða konur sem stunda eða framleiða klám? Verður klámið eitthvað betra við það? Þessi orð benda til þess að þú teljir baráttu gegn vændi, klámi og kynferðislegu ofbeldi vera baráttu  kvenna gegn körlum.

Það er fordómavilla - en Þú ert ekki einn um hana, því margir virðast álíta að helsti tilgangur femínista sé að etja konum gegn körlum. Þetta er bara ekki þannig - og baráttan gegn klámi er einfaldlega barátta gegn klámi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.12.2007 kl. 13:43

10 Smámynd: Víðir Ragnarsson

"Aðeins varðandi klámið sjálft - þá vil ég ekki blanda saman erótík og klámi."

En hver er þín skilgreining á klámi annars vegar og erótík hins vegar?. Ég bara spyr vegna þess að þetta hlýtur að vera huglægt mat hvers og eins og því hljóta mörkin milli kláms og erótíkur að vera jafn óljós og fólkið er margt, ef svo má að orði komast. Ég er viss um að Ron Jeremy hefur allt annan skilning á erótík en Andrea sáluga Dworkin hafði.

Í mínum huga er þessi þvælingur um klám vs. erótík óttalega hallærislegur og er í raun bara stéttaskipting á kámi. Þá í þeirri merkingu að klám sé subbulegt (og enginn vill vera subbulegur, eða hvað?). “Ég vil engan subbuskap, ég er miklu fínni pappír en svo en ég hef ekkert á móti erótík, ónei, erótík er fín”. Nokkurn veginn svona útskýrir Petra Östergren að minnsta kosti hræsnina í þeim sem segjast hata klám en hafa (auðvitað) ekkert á móti kynlífi og erótík í bókinn "Porr, horor och feminister" sem kom út fyrir rúmu ári og olli miklu fjaðrafoki í Svíþjóð.

Í þessari bók Petru bendir hún á að í raun virðist að það eina sem klámandstæðingar séu ekki á móti, sé normið: "tippi-píka samfarir sem framkvæmdar eru af tveimur jafn gömlum gagnkynhneigðum einstaklingum án líkamlegra galla í föstu sambandi", það er að segja það sem venjulega lendir undir jákvæðri skilgreiningu á erótík. Í raun sé klámandstaða róttækra feminista ekkert annað en íhaldssöm siðferðispólitík þar sem allt sem víkur frá þessu fyrirfram ákveðna normi er ógeðslegt, ljótt, subbulegt og í raun ofbeldi.

Það er að mínu mati afar þröng(sýn) skilgreining. Ég mæli hins vegar sterklega með bók Petru, sérstaklega handa þeim sem segjast vera á móti klám en hafa ekkert á móti erótík.

Víðir Ragnarsson, 12.12.2007 kl. 13:59

11 identicon

Nei það skiptir sjálfum sé engu máli hvort kk eða kvk sjái um framleiðluna, ég var einfaldlega að benda á þetta, en hvað er verið að hrópa mannsal, mannsal í sífellu þegar ekkert er vitað um það, í mörgum löndum er þetta löglegt, bæði framleiðsla og dreifing, og sé sé bara ekkert að því ef kvk eða kk vilji gera þetta fyrir atvinnu í lengri eða skemmri tíma, hvaða hefurðu fyrir því að eitt stæðsta fyritæki í klámynda framleiðslu í heimi stundi mannsal, heldurðu ekki að lögjafavaldið í USA væri búinn að ath málið ef þetta fyrirtæki væri grunað um mannsal 

Og hver er skilgreining á mannsali? Er það t.d. ef fátæk kvk gengur í hjónaband við vestulandabúa er það mannsal eða vændi? eða gagnkvæmur greiði á báða bóga
Ég hef t.d. margsinnis seld mig í vinnu sem mér þótti bæði leiðinleg og mannskemmandi, en það var lölegt

svo er annað að það er nánast ógerlegt að skilgreina klám það er svo einstaklingsbundið, Eins og dómari sagði: Ríki vs Larry Flint "ég veit hvað klám er þegar ég sé það" Ætlar þú eða aðrir að ákveða fyrir mig hvað sé í lagi og hvað er ekki í lagi að framleiða og dreifa sem "klámi" ?

Arnbjörn (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 14:18

12 identicon

Er ekki þörf á að feministafélagið taki til á þessum gráu landamærum erótíkur og kláms og gefi út leiðbeiningar í formi bæklings eða dvd. handa þeim sem ráðvilltu sem ekki vita hvort það kynlif er þeir stunda, eða dreymir við að dunda sé erótík eða klám.

siggi j (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 14:40

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Víðir.

Hver er munurinn á matarlyst og græðgi? Hófdrykkju og ofdrykkju? Kynlífi og klámi? Þessi mörk eru aldrei auðsæ - en einhversstaðar liggja þau, m.a. í siðferðiskennd og persónulegu mati hvers og eins. Við gætum fimbulfambað um þetta atriði í allan dag - allt veltur þetta á því hvað tveir einstaklingar koma sér saman um að gera án þess að öðrum þeirra sé misboðið. Mér finnst þú vera að segja að í raun og veru sé ekkert til sem heitir klám - ég er ósammála því, en get auðvitað ekki rökrætt við þig um þínar tilfinningar og upplifanir.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.12.2007 kl. 14:48

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Og sælir Arnbjörn og Siggi J.

 Svar mitt til hér ofar á auðvitað við um ykkar athugasemdir líka - þær duttu bara inn á meðan ég var að skrifa það.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.12.2007 kl. 14:50

15 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sæl Ólína. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert út á manneskjuna Sóley að setja, aðeins málflutning hennar. Ég þekki hana ekkert persónulega.  

 En Sóley segir (leturbreyting mín):

"Viðbrögðin við þessari frétt hafa verið í svipuðum dúr og áður þegar femínistar hafa farið fram á að lögum um klám sé fylgt. Fleiri tugir bloggfærslna hafa farið í að standa vörð um klámið. Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? -Hvaða hagsmuni er verið að verja og hverra?"

Þetta eru útúrsnúningar hjá Sóleyju. Fólk er ekki að standa vörð um klámið. það er aðeins að standa vörð um persónufrelsi sitt, að yfirvöld séu ekki að hnýsast í hverri einustu færslu allra landsmanna.

Með slíkum málflutningi Sóleyjar eru rökin gegn tillögunum algerlega hunsuð og enn og aftur ýjað að annarlegum hvötum þeirra sem eru á móti. Þess vegna var hugleiðing hennar um klámið ekki góð hugleiðing, hún var aðeins aðdragandi að fyrirframfenginni niðurstöðu þar sem ekki er hlustað að gagnrýnina heldur beitt gamalkunnum aðferðum:

Þeir sem eru ekki samþykkir okkar tillögum er fylgjandi klámi!

Benedikt Halldórsson, 12.12.2007 kl. 15:19

16 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Ég er nokkuð viss um að við getum verið sammála um nokkrar skilgreiningar hér, meðal annars að matarlyst er að hafa lyst á mat, jafnvel góða lyst á meðan græðgi er að borða meira en maður hefur gott af. Að sama skapi hlýtur hófdrykkja að vera drykkja sem ekki kemur niður á sjálfri þér eða þínum á meðan að drykkja í óhófi truflar daglegt líf þitt og annarra. Þessi atriði er í raun mjög auðvelt að skilgreina þótt eflaust séu einhver vik vegna mismunandi mats fólks.

Mér reynist hins vegar erfiðara að greina hvenær erótík verður að klámi og öfugt. Það sem ég er að segja er að í mínum huga er erótík ekkert annað en klám í fallegum umbúðum. Þess vegna finnst mér hæpið að hampa erótík en fordæma klám.

Það er rétt sem þú segir að það er ekki hægt að rökræða um tilfinningar og upplifanir annarra og því er að sama skapi ákaflega erfitt rökræða um muninn á klámi og erótík sem hlýtur að leiða að sér að það sé vonlaust að fordæma klám án þess að fordæma erótík í leiðinni. Einfaldlega vegna þess að það sem þér finnst vera klám er bara erótík hugum einhvers annars.

Víðir Ragnarsson, 12.12.2007 kl. 15:34

17 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Víðir,

mannsal, ofbeldi, nauðungarkynlíf - það eru þessar afleiðingar klámvæðingar sem verið er að berjast gegn. Femínistar skipta sér ekkert af því hvað fólk er að gera með frjálsum vilja heima hjá sér, eitt eða með öðrum.

Það þjónar engum tilgangi að eltast við einhverjar svona skilgreiningar um það hvað hver og einn upplifir í sínu  kynlífi. Í guðanna bænum, förum ekki að teygja umræðuna langt út fyrir efnið með einhverju hártogunum um muninn á erótík og klámi, það skilar engu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.12.2007 kl. 16:33

18 Smámynd: Pétur Henry Petersen

.... hætti mér nú varlega út á ritvöllinn, blóðugan, hálan og þunnan ísinn....

Hinsvegar, nú hefur mér skilist að svokallaður erótík/klámiðnaður í Bandaríkjum, sé talsvert regulerað batterí og að leikarar séu í stéttarfélögum og annað af þeim toga. Ég á því talsvert erfitt með að setja samansem merki milli þess sem að við getum þá kallað hágæða erótík/klám og mannsals og nauðungarkynlífs. Auðveldara er að setja slík samasem merki milli óreguleraðs lágæða erótíkur/kláms, sem hlýtur því að vera ólöglegt í BNA (þekki þetta nú ekki mjög vel :) . Af því má draga þá ályktun að með því að vinna gegn iðnaðinum þar sem að mannsal og nauðungarkynlíf á sér ekki stað, sé fólk að skara eld að hinum iðnaðinum og þá óbeint að ýta undir mannsal. Augljós lausn á þessu öllu , er að leyfa alla erótík/klám sem er í teiknimyndaformi, því þar er greinilega fátt um fórnarlömb.

Ég er persónulega algerlega sammála flestu (já eða öllu) sem að Sóley og félagar sjá sem takmark (jafnrétti), en ekki sammála leiðinni (forræðishyggja, boð og bönn, kynjakvótar). Ég var mjög ánægður með umræðuna um fæðingardeildina, því að ég tel að þó að það sé einhver meðalmunur á milli kynjanna, þá sé enginn ástæða til þess aða ala á honum. Þannig held ég að sé um marga.  Þar fyrir utan, auðvitað vilja flestir að ofbeldi, misrétti, áfengissýki, fíkn, vændi, lygar,framhjáhald, reykingar og fleira af þeim toga hverfi úr mannheimum (sumt lestir, annað glæpir). En það er bara ekki alveg svo auðvelt, Ísland varð t.d. ekki fíkniefnalaust árið 2000. Þó er ekki aðgangur að fíkniefnum í símum og interneti. Ég held að almennt sé betra að hafa hlutina ofanjarðar og vita hvað er í gangi en neðanjarðar, ekki það að ég sé að mæla öllu böli bót, né tala fyrir uppgjöf (ég er annars hættur að tjá mig í þessum bloggheimum, fólk misskilur mig alltaf).

Pétur Henry Petersen, 12.12.2007 kl. 20:43

19 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Það sem enginn virðist benda á er að allt þetta klám sem Valitor er að rukka fyrir er 100% löglegt og allt Amerískt. Þar er mansal ekki í gangi því að þessi iðnaður græðir of mikið á því að glopra því í svoleiðis vitleysu. Þess vegna eru sjúkdómsskoðanir hjá leikurum í hverjum mánuði og í hvert skipti sem þau "leika" í myndum. Ég er viss um að í þeim iðnaði séu þó nokkrir sem vildu helst ekki gera þetta en þar er engum neytt í að gera nokkurn skapaðan hlut.

Það klám sem þessar stúlkur réttilega bölva og reyna að koma í veg fyrir er ekki hægt að versla á netinu með kreditkortum. Það er allt annar hlutur og er neðanjarðar. Þær eru að ráðast á vitlaust fyrirtæki. Ég get ekki ímyndað mér að það sé eitthvað sómasamlegt fyrirtæki þarna út í heimi sem myndi tengjast síðum sem væru augljóslega að gera eitthvað vafasamt. Mansalið og sú spilling sem er í gangi er aðallega í Evrópu og í Asíu en það er enginn ofanjarðar iðnaður sem auðveldlega er hægt að nálgast á internetinu og borga fyrir með kredit korti. 

Ómar Örn Hauksson, 14.12.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband