Hverjir eiga að greiða fyrir Hvalfjarðargöng?

hvalfjardargong-visindavefur Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að ekki stæði til að fella niður veggjald í Hvalfjarðargöngin í bráð. Að minnsta kosti mun það ekki vera forgangsmál í samgönguráðuneytinu að svo verði.

Nú  minnir mig að á sínum tíma hafi gjaldið verið sett á til þess að greiða fyrir gerð ganganna. Einhversstaðar hefur komið fram að uppgreiðsla framkvæmdakostnaðar hafi gengið mun hraðar en búist var við, enda hefur Spölur hagnast ágætlega. Á síðasta ári var hagnaður fyrirtækisins 282 mkr, eftir skatta.

 Því hlýtur sú spurning að gerast áleitnari hvort ekki sé tímabært að létta greiðslubyrðinni af vegfarendum um Hvalfjarðargöng og færa hana yfir á ríkissjóð. Við skulum hafa í huga að það eru nær eingöngu Vestlendingar, Vestfirðingar og Norðlendingar sem eiga leið um göngin, og bera þ.a.l. þyngstan hluta þeirrar greiðslubyrði sem hlýst af veggjaldinu.

Nú er verið að tvöfalda Reykjanessbraut. Ekki stendur til að láta vegfarendur greiða fyrir það, eða hvað? Finnst ekki öllum sjálfsagt að ríkið greiði fyrir þá framkvæmd? Því ættu þá íbúar tveggja kjördæma - Norðvestur- og Norðaustur - að bera vegatolla af Hvalfjarðargöngum, sem eru önnur helsta samgönguæðin frá Reykjavík til landsbyggðar? 

Hitt er svo annað mál að það er orðið tímabært að tvöfalda Hvalfjarðargöng. Þeir sem fara þarna um vita vel að útblásturskerfið annar ekki lengur þeirri miklu umferð sem þarna er, og slysahætta í göngunum er vaxandi, þar sem umferð um göngin er umtalsvert meiri en ráð var fyrir gert í fyrstu.

 Þegar hagnaður af göngunum er farinn að skipta hundruðum milljóna skyldi maður ætla að forsendur hefðu skapast fyrir slíkri framkvæmd - ég tala nú ekki um ef menn ætla að halda áfram að innheimta veggjaldið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal vissulega viðurkenna Ólína, að fréttin og svörin voru ekki góð. Hér er tekist á um ákveðna pólitíska heimspeki. Mannvirki sem eru framkvæmd af ríki eða öðrum eiga annað hvort öll að vera gjaldfrjáls eða gjaldskyld. Reykjanesbrautin var gjaldskyld í byrjun en engum dettur það í hug í dag. Á sama hátt er ekki gert ráð fyrir að ný sundabraut verði gjaldskyld. Gjlaldfrjálsum Vaðlaheiðagöngum var lofað. Er greitt í göng um vest- eða austfirði? Nei. Ég styð Gutta í þessu máli.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Hjartanlega sammála þér. Yfir höfuð er ég algerlega mótfallinn gjaldtöku vegna gangna eða annarra samgöngumannvirkja. Það er ekki eins og bifreiðaeigendur séu ekki að greiða ríkinu nóg í formi eldsneytis- og þungaskatts. Þessi umræða hefur átt sér stað vegna fyrirhugaðrar tvöföldunar Suðurlandsvegar og það er ekki einu sinni eins og menn hafi val um aðra leið þar. En kannski þarf bara að taka frönsku aðferðina á þetta og þá yrðu sunnlenskir bændur, á traktorunum  með mykjudreifarana í eftirdragi, algeng sjón við Austurvöll. Trúlega verður það þó aldrei.

Hérlendis hafa menn vanist því að láta stjórnvöld valta yfir sig og eru orðnir svo vanir vistinni á naglanum að þeir þora ekki að velta sér af honum enda varla nokkur núlifandi maður sem þekkir slíka vist. 

Þorsteinn Gunnarsson, 10.12.2007 kl. 16:20

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ótrúleg skammsýni að gera ein, einföld, göng undir Hvalfjörð. Það gat hver maður séð að það myndi ekki duga nema örfá ár.

Brjánn Guðjónsson, 10.12.2007 kl. 16:44

4 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki munur á Hvalfjarðargöngum og tvöföldun Reykjanesbrautar-- það fyrra er einkaframkvæmd og fjármögnuð sem slík en hin á ríkisins vegum ?

Hvort er mikilvægara fyrir Vestfirðinga  að stórbæta vegakerfið á heimaslóð eða að fá "frítt" um Hvalfjarðagöngin ?  Það er auðvelt að segja - hvorutveggja,

Nú er í gangi undirbúningur og fjárveiting til stórbættra samgangna á Vestfjörðum og er það löngu tímabær og nauðsynleg framkvæmd. Þetta kostar fjármuni, þeir fara ekki í annað líka.

Það sama á við víða um landið- sérílagi vegna samdráttar í þorskafla.

Sævar Helgason, 10.12.2007 kl. 17:06

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þriðja athugasemdin þykir mér skondin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.12.2007 kl. 17:07

6 Smámynd: Guðmundur Björn

Það er annar möguleiki, að fara Hvalfjörðinn ef fólk er eitthvað ósátt við það að greiða í Hvalfjarðargöng.  Þið ættuð að kynna ykkur hvernig þetta er í Noregi.  Þar eru dæmi um að fólk þurfi að greiða 100 NOK í hvert skipti sem það fer yfir brúna sem tengir bæinn við meginland Noregs.  Danmörk - Svíþjóð: Eyrasundsbrú: Kostar 245 DKK fyrir fólksbíl = hræbyrlegt!?

Nú var ég svo heppinn að búa á Vestfjörðum til skemmri tíma og keyrði nokkrum sinnum í gegnum göngin, þegar flugið brást. Mér fannst bara ekkert sjálfsagðara en að borga 900 ISK fyrir aðra leið. 

Eins og ég nefndi áður, þá er annar möguleiki þó ekki sé gaman að keyra hann - og þá sérstaklega á veturna. 

Nú keyrir bróðir minn ansi oft um göngin yfir sumartímann.  Einu sinni heyrði ég hann nöldra yfir kostnaðinum yfir að nota göngin (ca. þegar þau opnuðu), og keyrði hann þá fjörðinn góða í staðinn.  Hann hefur ekki keyrt fjörðinn aftur eftir það, en keyrir og borgar nú með glöðu geði í göngin. 

Guðmundur Björn, 10.12.2007 kl. 17:55

7 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Mjög sammála að leggja niður þessi "gangnagjöld" og var það ekki einmitt sett sem eitt af forgangsmálum samfylkingarmanna í síðustu kosningabaráttu..........ummmm hver er aftur samgöngumálaráðherra núna??????

Loforð, loforð, loforð......ó ef ég bara kæmist upp með það heima hjá mér.......

Gísli Guðmundsson, 10.12.2007 kl. 18:02

8 identicon

Ég hef ekkert á móti því að greiða í göngin, valkosturinn er alltaf fyrir hendi í því efni eins og bent er á hér að ofan. Ef valkosturinn væri enginn, sneri málið á annan hátt. Þá fyndist mér eðlilegt að nota "skuggagjalds" aðferðina, þ.e. að rekstraraðila og eiganda samgöngumannvirkisins yrði greitt úr ríkissjóði af þeim fjármunum, sem umferðin skilar í formi þungaskatts OG virðisaukaskatts af honum, miðað við talda noktun. Tæknin við umferðartalningu er þegar til staðar en er sem stendur ekki nýtt í þessu skyni. Hitt er svo aftur annað mál, að manni finnst nú kominn tími til að farið verði að vinna af alvöru í að verja einhverju af innheimtum sköttum á umferðina til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu, t.d. margumræddri Sundabraut.

ellismellur (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:44

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Skondin segirðu, Heimir. Þessa skoðun mína rausaði ég þá þegar árið 1998.

Nú er það deginum ljósara.

Ég hef síðustu 3 ár keyrt svo til daglega um þessi göng og það er illþolandi að þurfa að dóla á 30Km hraða eftir einhverjum fjárans trukk, upp syðri endann. Þeir allra stærstu dóla sér líka á 30 niður þann nyrðri.

Brjánn Guðjónsson, 10.12.2007 kl. 21:14

10 identicon

Skondin já! Ég stóð uppi á ruðningi í blíðskaparveðri og hlustaði á Halldór Blöndal halda ræðu við opnun Hvalfjarðarganga. Mér fannst maðurinn óskaplega ósvífinn að halda því fram í þessari hátíðarræðu að það eina sem hann sæi rangt við þessa framkvæmd væri einmitt að göngin væru einföld. Hann hélt því fram þá að það hefði átt að hafa þessi göng tvöföld. Mér fannst það nú óþarfa rausn á því stigi málsins, í dag er ég honum hjartanlega sammála og undrast í raun hve framsýnn karlinn var.

Ég heimsæki hana mömmu mína reglulega upp á Skaga og blóta trukkunum nokkuð oft.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:46

11 Smámynd: Viðar Eggertsson

Mér þykir Heimir alltaf ósköp óskondinn. Og hvað er þá eftir???? Ekki mikið...

Viðar Eggertsson, 11.12.2007 kl. 00:47

12 identicon

Fyrst varðandi tvöföldun eður ei.....það var alveg ljóst í byrjun að það þyrtfi að tvöfalda fyrr en síðar.  M.v. spár um umferð á þeim tíma þyrfti að gera það eftir ca. 30 ár.  En göngin ollu byltingu í umferð og þegar upp er staðið þarf að gera það eftir 20 ár.  Málið er einfaldlega að á þeim tíma hefði verið óskynsamlegt að tvöfalda strax og binda fjármagn í holunni í 30 ár sem ekki nýttist.  Það hefði þýtt hærra veggjald....sem enginn vildi.  Ég efast um að það hefði nokkru breytt þótt menn hefðu séð það fyrir að það þarf að flýta tvöföldun um 10 ár.  Það er skynsamlegt að standa að þessu einsog menn hafa gert.....best nýting á fjármagni.

Varðandi veggjaldið.....án þess hefðu göngin aldrei verið gerð.....eða a.m.k. ekki á þeim tíma sem þau voru gerð.  Það er hagkvæmara að fara göngin og greiða þetta hóflega gjald heldur en að fara fyrir fjörðinn....ekki síst í dag mv. eldsneytisverð einsog það er.  Þeir sem ekki fella sig við gjaldið geta bara skellt sér í bíltúrinn....Þeir eru nákvæmlega eins settir einsog áður.  Auk þess stuðlar einkaframkvæmdin og veggjaldið að  því að meira fé er aflögu til framkvæmda annarsstaðar.....t.d. úti á landi.  Lengi lifi veggjaldið !!!

Að lokum....ég hugsa að 200.000 höfuðborgarsvæðisbúar borgi nú alveg sinn skerf í veggjald....og nýti sér síður allskonar afsláttarmöguleika sem í boði eru og eru því jafnvel að niðurgreiða fyrir stórnotendur úti á landi.

Magnús....sem btw...er höfuðborgarbúi sem á engra hagsmuna að gæta annarra en að vegakerfið um landið allt sé sem best.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 11:21

13 identicon

það var í upphafi talað um að greiða kostnaðinn,með veggjaldinu(minnir mig).En svo fellur þetta alltaf í "RÍKISRÁSINA". (ÞAÐ er komið til að vera.)  " OG ENGINN FÆR GERT AÐ ÞVÍ"!   Sama sagan aftur og aftur.Svo er þetta með ARÐINN( flókið fyrirbæri,eftir því   hvar er, hver er,o,s,frv. og svo er eitt óhjákvæmilegt það kemur mismikið niður á fólki.  EN UPPÚR STENDUR.  Öllum er þetta þjóðþrifamál. hvernig svo sem við sættum okkur við það. Mér persónulega finnst að það eigi að falla undir sameiginlega sjóði.  ÞETTA SNERTIR OKKUR ÖLL.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 11:57

14 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er nú meira flandrið á þessu utanbæjarfólki. Það fóru eitthundrað og sextíu þúsund bílar um göngin í október s.l. Eins og frú Ólína heldur fram, þá eru það "nær eingöngu Vestlendingar, Vestfirðingar og Norðlendingar sem eiga leið um göngin", á þessu svæði búa u.þ.b. fimmtíu og sjöþúsund manns.Þá þýðir það að hver þessara íbúa hafi farið um það bil þrisvar sinnum hver um göngin í óktóber og þá líklega aðra mánuði líka. Er þetta fólk ekkert að vinna?

Yngvi Högnason, 11.12.2007 kl. 13:58

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég er sammála því að það er ekki sanngjarnt til lengri tíma að einungis þeir, sem gara í gegnum Hvalfjarðargöng greiði veggjald. Ég er hins vegar ekki sammála flestum hér hvernig á að bregðast við því. Ég tel að við ættum að gera miklu meira af því að fjármagna stórframkvæmdir í vegamálum með veggjaldi. Ég vil því innheimta veggjöld í Vaðlaheiðagöngum, Héðinsfjarðargöngum og jaflvel Sundabraut. Þetta flýtir mjög fyrir uppbyggingu vegakerfisins og ekki er vanþörf á. Þetta hafa Norðmenn gert mikið af í marga áratugi og þetta hefur flýtt mjög fyrir samgöngubótum þar. Ef menn eru hins vegar ekki tilbúnir til að fara þessa leið almennt þá á ekki að láta hana aðeins gilda um eina framkvæmd og þá á ríkið að yfirtaka skuldir Spalar og leggja niður veggjöldin í Hvalfjarðargöngin.

Við þá, sem eru alfarið á móti veggjöldum segi ég. Hvað með bílastæðagjöld? Það er engin eðlismunur á veggjöldum og bílastæðagjöldum. Í báðum tilfellum eru ökumenn látnir greiða fyrir notkun mannvirkja fyrir bíla.

Skuggagjaldslausnin er einhver heimskulegasta hugmynd, sem komið hefur upp í samgöngumálum hér á landi. Það er ekkert hagræði í henni. Hún er ekkert annað en bókhaldsftrix. Ef samið er um skuggagjald til eiganda samgöngumannvirkis þarf ríkið eftir sem áður að borga brúsan. Þá er hagkvæmara fyrir ríkið að taka bara lán og eiga sjálft mannvirkið. Það að semja um skuggagjald er ekki minni fjárhagsskuldbinding fyrir ríkið og það að taka lán. Eini munurinn er sá að ef farin er skuggagjaldsleiðin þá er það ekki skráð, sem lán ríkisins og því verða skuldir lægri fyrir vikið í ríkisbókhaldi þó það lækki engan vegin fjárskuldbingingar ríkisins.

Sigurður M Grétarsson, 11.12.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband