Ef hjá henni mömmu einn fimmeyring ég fengi!

Í vísunni um telpuna og fimmeyringinn - sem oft heyrðist sungin á árum áður - var sú stutta að láta sig dreyma um það hvernig hún myndi ráðstafa öðrum eins fjármunum og heilum fimmeyringi. Og hún var sko ekki í vandræðum með það. Ætlaði að kaupa einhver ósköp og gefa svo mömmu allan afganginn --- nei, pabba var það víst. "Glöggur" lesandi hefur bent mér á að vísan snerist um telpuna og pabba, ekki mömmu: "Ef hjá honum pabba, einn fimmeyring ég fengi" hljómar þetta í upprunalegu gerðinni. Ég sneri kynhlutverkunum við - og tók ekki einu sinni eftir því sjálf. Vonandi er það þó góðs viti Smile 

Jæja, en fimmeyringar eru ekki lengur til sem mynt - og einfeldni okkar Íslendinga í peningamálum heyrir brátt sögunni til. 

 Á Íslandi hafa orðið til tvær þjóðir. Launamunur sá sem við nú þekkjum milli stóreignamanna og almennings er slíkur að við getum ekki lengur talað um að hér búi ein þjóð í einu landi. Því miður.

Ofurlaun stjórnenda í einkafyrirtækjum eru af þeirri stærðargráðu í mörgum tilvikum að venjulegt fólk á erfitt með að gera sér þær upphæðir í hugarlund. Þar á bæjum eru mánaðarlaunin talin í árstekjum venjulegs launafólks. Og hagnaðartölur í viðskiptalífinu þar sem menn geta verið að græða hundruð milljarða í viðskiptum, líkt og æ fleiri dæmi eru um, þær eru eitthvað sem við Íslendingar höfum ekki vanist. Þó svo við heyrum slíkar fréttir æ oftar held ég að við venjumst þeim seint.

Ég á erfitt með að ímynda mér hvernig ég myndi ráðstafa 10 milljörðum - en tíu milljarðar eru víst ekkert sérlega há tala í viðskiptalífinu.

Fyrst myndi ég stofna framfærslusjóð fyrir öll börnin mín. Kaupa eitthvað handa mömmu. Svo myndi ég kaupa mér hús, jeppa, sumarbústað og góðan reiðhest. Kannski annan hund. Þá færi ég líklega að huga að stofnun styrktarsjóðs fyrir góðgerðarmál. Ég myndi gefa eitthvað til menningarmála.

En þá væri ég sennilega bara búin með einn eða tvo milljarða. Hvað ætti ég þá að gera við hina átta eða níu? Woundering

Þetta var einfaldara meðan fimmeyringar voru ennþá verðmæti. Ennþá eru það þó karlmenn sem hafa fjárráðin að mestu í sínum höndum - og fá í sínar hendur afganginn, sé hann einhver.


mbl.is Launin þola ekki dagsljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Ólína. Vísan er karllægari en þig grunar!

Fimmeyringurinn
Ef að nú hjá pabba einn fimmeyring ég fengi,
fjarskalega hrifin og glöð ég yrði þá.
Ég klappa skyldi pabba og kyssa vel og lengi
og kaupa síðan allt sem mig langar til að fá.
Fyrst kaupi ég mér brúðu sem leggur aftur augun
og armbandsúrið fína af fallegustu gerð.
Og af því hvað hún mamma er orðin þreytt á taugum,
þá ætla ég að kaupa bíl í hverja sendiferð.
Hjólhest og járnbraut ég ætla að gefa Geira,
gríðarstóra flugvél ég kaupi fyrir Finn,
svo kaupi ég mér döðlur og súkkulaði og fleira
og síðan skal ég gefa pabba allan afganginn.

kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sammála og verst er að þeir eru ekki bara spilltir (eins og sjá má greinilega á myndinni í Mogganum) heldur algerlega óhæfir.  Samningagerð í molum og OR ofmetið um 5 milljarða.  Ekki eru þeir að vinna fyrir sínum leynilaunum og ekki bera þeir ábyrgð á neinu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.11.2007 kl. 11:33

3 identicon

Ef fimmeyring ég ætti mundi ég stofna sjóð og greiða úr honum sanngjörn laun til íslensrka kennara! ALLRA kennara og hjúkrunarfólks. Ef ég ætti 10 milljarða mundi ég setja allt nema 100 milljónir í Fimmeyringasjóðinn fyrir þetta góða fólk sem þurfa að vera íslenskir kennarar, ef þjóðarsálin á ekki að tapast..><((((°>´´´´ í dag eru 25% íslensku þjóðarinnar undir 16 ára aldri og þurfa góða menntun. Kennarar og hjúkrunarfólk fær skammarlega lág laun.

annakvaran (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 19:24

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Gísli og takk fyrir ábendinguna.

Hahahahaha, ég breytti vísunni án þess að taka einu sinni eftir því að ég var búin að snúa fjárveitingavaldinu frá pabbanum til mömmunnar

Kunni vísuna vel, eins og þú ferð með hana - skil bara ekki hvað það var sem snerist við í kollinum á mér (sennilega óskhyggjan).

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.11.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband