Verðblekkingar og neytendavernd

Ekki vil ég nú taka undir það með Bergvini Jóhannssyni, formanni Landsambands kartöflubænda, að Neytendasamtökin og Alþýðusambandið hafi VERNDAРkaupmenn í gegnum tíðina með því að kenna framleiðendum einvörðungu um hátt vöruverð. Hins vegar er nokkuð til í því að skýringanna á háu vöruverði sé full oft leitað hjá framleiðendum - það mætti líta oftar til kaupmanna sjálfra, eins og umræða síðustu daga um framkomu lágvöruverslana hefur leitt í ljós.

Viðskiptaráðherra hefur nú kveðið upp úr með það að tíðar verðbreytingar og blekkingar í lágvöruverslunum séu ólíðandi. Mikið var að einhver ráðamaður þorði að setja eitthvað um það mál. Neytendur hljóta að fagna því að ráðamenn lýsa sig viljuga til að taka á því máli.

Það er óþolandi að neytendur skuli blekktir með þeim hætti sem nú hefur verið leitt í ljós. Þ.e. þegar stillt er upp vöru á lágu verði við ákveðin tækifæri, vöru sem annars er ekki á boðstólum fyrir almenna neytendur nema að nafninu til. Það er líka óþolandi að einatt skuli vera boðið upp á hálfónýtar vörur á lægsta verðinu þegar "tilboð" og "kjarakaup" eru á boðstólum.

Það þarf auðvitað að breyta fyrirkomulagi verðkannana, svo þær endurspegli raunverulegt vöruverð á hverjum tíma en séu ekki sýndarmennskan ein. Að því leyti hefur Bergvin rétt fyrir sér. Það þarf að taka gæði vörunnar með í reikninginn þegar verðkannanir eru gerðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hefur verið sýnt fram á þetta með óyggjandi hætti?  Hélt ekki.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 5.11.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband