Ömmustúss

i-ommpeysu P1000288 (Medium) 

Ég er í ömmuleik. Smile Daði Hrafn kominn í helgarheimsókn með pabba sínum og mömmu (Dodda og Erlu Rún). Þau falla svolítið í skuggann, það verður bara að segjast eins og er - en þau fyrirgefa mér það.

Já, tíminn líður. Svo er "litla" barnið á heimilinu, hann Hjörvar minn, farinn að mæta á böll í næstu byggðarlögum - ekki fermdur einu sinni. Errm  Hann fór með skólanum á mikla íþróttahátíð sem haldin var í Bolungarvík í gær. 8., 9. og 10. bekkir grunnskólans fjölmenntu og héldu svo grunnskólaball í gærkvöldi. Mikið fjör hlýtur að vera, a.m.k. var það ánægður drengur sem kom heim með rútunni um miðnættið í gærkvöldi, óræður á svip.

Í morgun var mannskapurinn vakinn fyrir allar aldir - Daði Hrafn kominn á stjá. Hann sér ekki sólina fyrir Sigga afa, sem veltist um gólfin með honum. Blíða er afbrýðisöm.

Áðan drifum við okkur með þann stutta í sleðabrekkuna neðan við húsið: Amma, afi, Hjörvar, Daði Hrafn og Blíða. Höfðum meðferðis gula kringlótta snjóþotu og Stiga-sleða. Blíða elti okkur niður brekkuna og kunni sér ekki læti.

Svo fengum við okkur að drekka og Daði tók miðdegislúrinn. Amma hvílir sig á meðan, því kl. hálf þrú er Hjörvar að fara að keppa í fótbolta í íþróttahúsinu. Þá verður fjölskyldan á áhorfendabekknum, að sjálfsögðu. 

P1000287 (Medium)P1000284 (Medium)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

um að gera að æfa Blíðuna í að draga sleða, þá verður hún líka minna afbrýðisöm - en ég er líka pínu afbrýðisöm útaf þessu hvíta kalda sem ég sé á myndunum, ætla líka bráðum að koma í heimsókn vestur með manninn minn, hundinn og skíðin

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 3.11.2007 kl. 19:26

2 identicon

Ohh get rétt ímyndað mér að Daði Hrafn skemmti sér vel í ömmu og afahúsi á Ísafirði :)

 Kveðja úr Firðinum, 

Hjördís vinkona Erlu Rúnar  

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er brjálað að gera hjá þér manneskja.

Yndislegar myndir alveg hreint og þetta er eins og að horfa í aðra veröld en við erum í hér í Reykjavíkinni núna.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.11.2007 kl. 23:48

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jamm, það er alltaf gaman þegar nóg er að gera

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.11.2007 kl. 11:12

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Flottur ömmustrákur.

Marta B Helgadóttir, 7.11.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband