Vel af sér vikið

Það er vel af sér vikið að ná þverpólitískri samstöðu um mál sem fyrir ekki svo löngu síðan virtist standa í járnum.

Borgarfulltrúarnir hafa hér með sýnt í verki að þeir bera hag almennings fyrir brjósti og taka þá hagsmuni framyfir aðra þrengri. Þessi niðurstaða er Borgarráði Reykjavíkur til sóma og þeim fulltrúum sem þar komu að máli - að ekki sé talað um stýrihópinn sjálfan.

Til hamingu með þetta.


mbl.is Borgarráð samþykkir að hafna samruna REI og Geysis Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er einstaklega ánægjuleg niðurstaða.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:59

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð og sæl Ólína!

Án þess að ég vilji neitt skemma fyrir þessum tíðindum, þá gat ég nú samt í ljósi atburða síðustu vikna, ekki varist þeirri hugsun að ýmsir í ónefndum stórflokk telji þetta íllskásta kostin, en ekki endilega vegna þess að sannfæringin sé svo sterk fyrir að samþykkja þetta!Þú veist auðvitað hvaðég á við, en að svo komnu máli að líkindum ekki ástæða til að ætla annað nema um visst fagnaðarefni sé að ræða!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.11.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Guðmundur Geir Sigurðsson

Sjáið þið ekkert athugavert við það að rifta samningi einhliða? Hvað með rétt hinna aðila samningsins? Hver treystir OR. eftir að hafa hagað sér svona eða þarf obinbert fyritæki ekki að standa við orð sín???????''' Skipir engu máli hvort samningurinn er góður er vondur.

Ég hef aldrei heyrt aðra eins valdníðslu eða dettur einhverjum í hug að þetta verði látið viðgangast, sé fyrir mér milljarða kröfur á hendur okkur skattgreiðendum.

Guðmundur Geir Sigurðsson, 2.11.2007 kl. 16:42

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er kominn nýr bókalisti fyrir Leshringinn

Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 01:25

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Tek undir með Guðmundi Geir

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.11.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband