Laufið titrar, loga strá ...

Vestfirdir Það jafnast ekkert á við Ísafjarðarlognið sem Vestfirðingar kalla stundum "svartalogn". Ég held það sé vegna þess að inni á fjörðunum skyggir það hafflötinn í ljósaskiptunum.

Þessi fallega mynd var í myndakerfinu á tölvunni minni, því miður veit ég ekki hver tók hana, eða hvernig hún er þangað komin. En hún er svo falleg að ég bara varð að birta hana hér.

Nú eru haustlitirnir horfnir undir hvíta snjóblæju sem liggur yfir öllu hér vestra. Bara kominn vetur eins og hendi sé veifað. Ekki eiga því lengur við vísuorðin sem ég orti einhverntíma, yfirkomin af haustlitafegurðinni í Tunguskógi:

  • Laufið titrar, loga strá
  • lyngs á rjóðum armi. 
  • Hneigir sólin höfga brá
  • að hafsins gyllta barmi.

Mér skilst að veðurspáin sé nú ekki upp á marga fiska - stormur í aðsigi á Vesturlandi. Eins gott að njóta kyrrðarinnar meðan hún varir.

Hafið það gott Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Magnaðir litir í þessari mynd, ég skoðaði skutul um daginn og leist vel á

Ragnheiður , 2.11.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband