Meiri lætin

Þvílík læti í kringum mig þessa dagana - segi ekki annað. Utan vinnutíma - og milli verka - er allt á fullu við fréttavefinn okkar hugsjónafólksins skutull.is.  Hann virðist bara ætla að fara vel af stað.

Auðvitað er viðbúið að þetta verði svolítið stúss svona fyrstu vikuna sem vefurinn er í loftinu - og svolítið vesen auðvitað að hafa ekki allan sólarhringinn til umráða (a.m.k. ekki vinnutímann og svefntímann). En það lagast.

Var að kenna í eftirmiðdaginn. Fór yfir handrit með nemendunum sem eru að vinna útvarpsþættina sína í námskeiðinu sem ég er að kenna á meistarastigi við sagnfræðiskor HÍ. "Menning og fræði í útvarpi" heitir það og er fámennt en góðmennt. Algjör lúxus. Þegar fámennt er á námskeiðum verður vinnan svo mikið auðveldari. Wink

 Svo er það kóræfing núna klukkan sex, og hlýðniþjálfun fyrir hundinn (ekki mig Wink) með Björgunarhundasveitinni klukkan hálfníu. Varla að maður sjái bóndann og barnið fyrir háttatíma.

 Jæja, en það er líka gaman þegar nóg er að gera. Endilega kíkið á nýja vefinn - skutull.is og látið mig vita hvað ykkur finnst. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alveg vitlaust að gera hjá þér.  En ég efa ekki að þú ert rétta manneskjan í þetta hörkutól sem þú ert. 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 19:51

2 identicon

Þetta er flottur vefur hjá ykkur. Til hamingju með framtakið.

Begga (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband