Dagur er risinn :-)

Jæja, þá eru tilfinningaköstin farin af stað yfir hinum nýja meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, með  brigslum um tækifærismennsku Svandísar og  Björns Inga, óheilindi, ósamkvæmni og ég veit ekki hvað.

Það gleymist í þessari umræðu allri að það er skylda borgarfulltrúa á öllum tímum að tryggja starfhæfan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Gamli meirihlutinn var óstarfhæfur. Hvað átti Björn Ingi að gera? Hann stóð þó með sannfæringu sinni - lét af ákveðnum persónulegum hagsmunum til þess að frá fram málefnastöðu sem hann taldi farsælli fyrir borgarbúa. Hann er jú fulltrúi fyrir borgarbúa, ekki Sjálfstæðisflokkinn.

Nei, nú held ég að menn ættu bara að draga andann djúpt og reyna að ná aftur stillingu sinni. Reiðilestrar í viðtalsþáttum skila engu.

 En Dagur er risinn í borginni :-) það er gleðiefni fyrir okkur Samfylkingarfólk Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég bíð með að gleðjast þangað til allir hafa gert upp gjörðir sínar í REI málinu. Svandís á eftir að fara með þetta mál alla leið, vonandi lúffar hún ekki fyrir völdunum og hættir að sækja málið.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 12:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég gleðst líka töluvert, þó ég hefði viljað sjá Svandísi sem Borgarstjóra, en.. kona getur ekki fengið alla hluti.  Bara nærri því alla.  Njóttu helgarinnar

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2007 kl. 13:25

3 identicon

Nákvæmlega af hverju feministar eru ekki martækir.  Á hún að fá stólinn af því hún er kona, hvílík vitleysa í þér kona.  Dagur er langhæfastur af öllu þessu fólki, það er óumdeilt.  Svandís er kjarnakvendi sem hefur staðið sig vel en á ekkert erindi í stólinn...ennþá.

Eggert (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 13:52

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ágæta Ólína ég er í algjöru tilfinningalegu jafnvægi hvað sem líður nýum meirihluta í Reykjavík. Býst samt ekki við miklu af honum því mér virðist tækifærismennskan skína út um allar gættir.  Björn Ingi á sjálfsagt sína góðu kosti en mér er til efs að þeir hafi komið sérstaklega fram undanfarna daga og vikur. Þú segir að Dagur sé risinn í borginni og borgarbúa vegna þá vona ég að honum gangi sem allra best.  Það sem ég þekki til Dags þá hefur hann verið laginn stjórnmálamaður og honum veitir ekkert af þeim kostum núna í þessari sundurlyndishjörð sem myndar meirihlutann.

 En Ólína: Dag skal að kveldi lofa en mey að morgni. Er það ekki svo?

Jón Magnússon, 12.10.2007 kl. 14:08

5 identicon

Ég er einn af þeim fjölmörgum sem kaus R-listann á sínum tíma. Bjó þá vestann Grensás. Kaus meira að segja R-listann eftir að ég flutti í svokallað „úthverfi“. Þá fyrst áttaði ég mig á hvað orku og áherslu stjórnvalda í Reyjavík var fókuseruð á ákveðna bletti.

Á þessum tíma sem síðasti meirihluti hefur verið starfræktur hefur verið unnið Grettistak í úthverfum Reykjavíkur s.s. Breiðholt, Grafarholt, Grafavogi – þessi hverfi þar sem um helmingur Reykvíkinga kýs að búa. Sjálfsagðir hlutir eins og viðhald á leiksvæðum, þrif á götum og hreinsun á opnum svæðum. Hlutir sem EKKI var sinnt þegar R-listinn var við völd. Svo ekki sé talið með uppbygging grunnskóla, íþróttasvæða, samgöngur og annað eins. Núna erum við aftur komin með borgarstjórn sem mun einblína á „mikilvæg“ málefni sem hafa ekki mikið að segja fyrir þorra Reykvíkinga. Mál svo sem hvernig má þröngva okkur til að sækja þjónustu í jaðarhverfið 101, þéttingu byggðar og brotthvarf flugvallarins.

     Satt að segja myndi ég gjarnan þiggja að hverfið mitt segði sig úr Reykjavík og bæði Kópavog að taka sig í fóstur. Af tvennu íllu er siðleysi stjórnvalda skárra en sinnuleysi þeirra.

Bigg (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 15:19

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það er ekki skrítið þó að við sem studdum fráfarandi borgarstjóra séum ergileg,þeir áttu jú sinn þátt í þessu.Ég var ekki par hrifin af sölunni,og hefði helst viljað að Villi bakkaði með þetta allt saman,því það var auðséð að landsmenn voru ekki ánægðir,og það hefðu þeir átt að taka mark á,en svona eru stjórnmálamenn stundum.

María Anna P Kristjánsdóttir, 12.10.2007 kl. 17:03

7 identicon

Opinberir aðilar eiga ekki að standa í rekstri á samkepnismarkaði, sérstaklega alþjóðlegum, og það er það sem meiri hluti borgarstjórnar vill núna. Það á að selja þetta batterí eins fljótt og hægt er. Við erum að tala um fyritæki sem er í áhættusömum fjárfestingum erlendis og ég verð að vera sammála Villa, það má ekki gera þetta við almannafé þótt það séu einhverjir spekúlantar sem segja að þetta eigi eftir að skila gígantískum hagnaði.

Öðru máli finnst mér gegna um orkulyndirnar hérna heimavið, en það er enginn að tala um að selja þær(alveg strax). 

Bjöggi (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:27

8 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

vona að þetta gangi vel, líst vel á þetta, líst sérstaklega vel á Svandísi og Dag.

Hallgrímur Óli Helgason, 12.10.2007 kl. 22:42

9 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Spyrjum að leikslokum.  Ég held að þetta fólk muni ekki starfa vel saman þegar fram líða stundir.  Þá mun Dagur að kveldi koma og nóttin taka við ...

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 12.10.2007 kl. 22:45

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ólína, ég ætla að lýsa vanþekkingu minni vegna þess að ég fylgist ekki mjög náið með í stjórnmálunum. Mig langar að vita hvaða reynslu hefur þessi Svandís af stjórnun? Hvar hefur hún verið að starfa? Fyrir mér er manneskjan eiginlega að skjóta upp kollinum fyrst núna, hefur ekki verið áberandi í fjölmiðlum fyrr en nú. Hún kemur mjög vel fyrir. Ég veit svosem hverra manna hún er, okkar samfélag er lítið. Pabbi hennar er einn helsti ræðusnillingurinn í þinginu, oft mjög gaman að hlusta á hann enda hugsjónamaður.

Marta B Helgadóttir, 12.10.2007 kl. 22:46

11 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl Marta.

Ég veit ekki margt um hana Svandísi - annað en það að hún er málvísindakona og hefur unnið við táknmálstúlkun fyrir heyrnarlausa. Hún var um tíma framkvæmdastjóri VG og það held ég að sé helsta stjórnunarreynslan hennar, fyrir utan störf hennar í borgarstjórn (sem er líka talsverð stjórnunarreynsla - það veit ég af eigin raun). Hún er með heimasíðu á netinu þar sem hún segir aðeins frá sjálfri sér.

Hvað sem öðru líður er hún vel máli farin og röggsöm. Hún á auðvitað eftir að sanna sig sem ábyrgður stjórnmálamaður í meirihluta, en mér finnst hún lofa góðu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.10.2007 kl. 23:57

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ólína.

Það verður nú að segjast eins og er það er nokkuð hjákátlegt, vægast sagt að fylgjast með Samfylkingarrmönnum sem nú finna sig tilknúna til þess að bakka upp " sannfæringu "  Framsóknarmanna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.10.2007 kl. 03:12

13 identicon

Sammála að borgarfulltrúar eigi að tryggja að starfhæfur meirihluti sé til staðar á hverjum tíma. Eins og staðan er núna lít ég á að það eigi að boða til kosninga sem fyrst og gefa lýðræðinu valdið til að dæma þessi verk sem fyrri meirihluti ber ábyrgð á og svo til að gefa línurnar hvernig kjósendur vilja sjá borginni stjórnað inn í næstu framtíð eftir þessi ósköp. 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 09:51

14 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta mun að sjálfsögðu allt róast. Það gerir það alltaf, öll ólga leitar í jafnvægi fyrr en seinna.

Að standa með sannfæringu sinni... það gerðu líka borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins... þau vildu selja helst strax.
Sem borgari og stórhluti Reykvíkinga voru greinilega ekki á sama máli enda minntist engin á að selja ætti hlut borgarinnar í hvelli þegar lagt var af stað í þennan leiðangur.

Þannig finnst mér að ágæti þess að standa með sannfæringu sinni geti verið verulega tvíbent. Stundum þarf sannfæring manns að fara í endurskoðun sérstaklega þegar fjöldinn sem á hagsmuna að gæta krefst þess.

Málið er allt með ólíkindum og ég sem stuðningsmaður fráfarandi meirihluta finnst þetta mjög leitt. 

Enn dingla þessir kaupréttarsamningar í loftinu. Vonandi gleymir engin í hamaganginum að krefjast ógildingar þeirra allra með tölu. 
Það var jú fyrsta meinsemdin í málinu sem velti þessu stóra hlassi af stað.

Þess utan hef ég ágæta trú á Degi B. Mér hefur þótt hann vera rökfastur í þessum málflutningi sínum. Vil því ekki taka undir spádóma um hrakfarir nýs meirihluta.

Kolbrún Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 11:15

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er allavega ekki það besta, en líklega það besta í stöðunni eins og hún kom upp fyrir utan kosningar sem eru bara of mikið mál! Já þetta er snúið.

Edda Agnarsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:26

16 Smámynd: Katrín

Æ ég verð að viðurkenna að í fyrsta skipti í langan tíma er ég þess fegin að búa ekki í höfuðborg landsmanna:)

Hins vegar tel ég að menn geti lofað dag og meyju að morgni svo lengi sem menn muna að enn einu sinni er það fulltrúi framsóknar sem öllu ræður... og hver skyldi nú bera ábyrgð á þeirri stöðu??? 

Katrín, 14.10.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband