Á ferð og flugi

Ég verð á ferð og flugi næstu daga - gaman, gaman (vonandi): Ungmennalandsmótið á Höfn er fyrst á dagskrá. Mæti þar til að styðja mína drengi (soninn og félag hans) í fótboltanum. Það er spáð rigningu og leiðindaveðri - en ég mæli um og legg svo á að það muni rætast úr veðrinu

 Wizard

Jæja, svo verða það nú nokkrir dagar í borginni, helgaðir húsþrifum, garðrækt og kannski utanhússmálun á Framnesveginum -- gamla góða húsinu okkar sem hefur verið afrækt síðustu ár, eftir að við fluttum vestur. Mesta furða hvað það þó er.

Smile

Og svo - hvað haldið þið? Auðvitað hundanámskeið á Gufuskálum með Björgunarhundasveit Íslands. Jebb - bara nóg að gera. Fæ vonandi að hitta stóru börnin mín öll á þessu flakki - og litla ömmudreng : )

En nú er það fundur með iðnaðarráðherra sem heiðrar Vestfirðinga með nærveru sinni í dag í tilefni af stofnun nýsköpunarmiðstöðvar sem kynnt verður á hádegisverðarfundi í Edinborgarhúsinu nú á eftir. Er að verða of sein - get ekki bloggað meira í bili.

Eigið góðan dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband