Hringjum og syngjum!

 Ég var að hlusta á þáttinn hans Óla Þórðar á Rás-1, í morgun. Hann var að spila uppáhaldslagið mitt "Er völlur grær" með Óðni Valdimarssyni, og segja frá því að tvær konur - önnur á Ísafirði, hin í Reykjavík - hefðu það fágæta sið að hringja hvor í aðra þegar lag þetta heyrist í útvarpinu  og syngja það saman í símann. Um leið lagði hann til að "sú í Reykjavík" myndi nú hringja vinkonu sína vestur.

Ég kipptist við þegar ég heyrði þetta. Fyrstu tónar lagsins bárust frá útvarpstækinu - og viti menn, síminn hringdi! Magga vinkona hinumegin á línunni: "... og vetur dvín, og vermir sólin gruuuund - la, la, la, la"

Ég tók undir: "Við byggjum saman bæ í sveit, sem blasir móti sóóóól  ..... la la la la .... landið mitt mun ljá og veita skjóóóól".

Þannig kyrjuðum við báðar - eins og alltaf þegar lagið heyrist í útvarpinu. Sú sem fyrr heyrir það tekur upp tólið, og við brestum saman í sönginn: "Sól slær silfri á voga - sjáðu jökullinn loga ...."

Whistling

Ýmsir hafa rekið upp stór augu þegar við hlaupum í símann. Sama hvernig á stendur í vinnunni eða á heimilinu. Við hringjum og SYNGJUM! Gleymum stund og stað og látum okkur engu skipta hverjir eru í kringum okkur á því augnabliki.

Þið megið kalla okkur skrýtnar. Okkur er sama. Við erum vaxnar upp úr spéhræðslunni - við erum vinkonur - og þetta er okkar stund, okkar leið til að treysta vináttuböndin, hvar svo sem við erum staddar þegar við erum minntar hvor á aðra. Þannig ræktum við okkar vináttuvöll. 

Hvernig væri að taka upp dag vináttunnar á Íslandi, undir slagorðinu: Hringjum og syngjum! Þetta er pottþétt mannræktarúrræði - myndi redda deginum hjá mörgum.

 Takk fyrir að hringja í morgun Magga mín Heart Takk Óli fyrir að spila lagið okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Flott hjá ykkur. Var á báðum áttum, með að trúa Óla, en þú hefur staðfest frásögn hans. Lýst vel á "Hringjum og Syngjum" átak. Vera bara með á hreinu hver á að hringja, annars verður ansi víða á tali og lagið kannski búið, þegar samband loks næst.

Halldór Egill Guðnason, 31.7.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Einmitt   mæltu manna heilastu r

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.7.2007 kl. 17:16

3 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Frábær vináttusaga og svei mér ef ég hef ekki heyrt og séð hana Möggu frænku mína, vinnufélag og vinkonu Einarsdóttur taka upp tólið og syngja   Getur það verið  

Þóra Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 18:25

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ó, já - sú er konan

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.7.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband