Rífandi gangur - þetta er allt að koma!

Já, nú er þetta allt að koma.

En það er athyglisvert hvað þessi könnun stangast algjörlega á við nýjustu könnun Capacent-Gallups sem sýndi risa fylgisstökk hjá Framsókn og sveiflur í fylgi annarra flokka. Þar hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis í sjálfu úrtakinu - sem getur auðvitað gerst af og til, eins og bent hefur verið á.

En þessi könnun Stöðvar-2 sem birt var síðdegis, og sýnir enn minna fylgi við ríkisstjórnina en áður, hún virðist trúverðug. Úrtakið er helmingi stærra en í Capacent-Gallup könnununum og svarhlutfall hærra. Sé hún borin saman við aðrar kannanir (að síðustuu Capacent-Gallup könnuninni undanskilinni) er nokkuð ljóst að Samfylkingin er að sækja á en Sjálfstæðisflokkurinn að dala. Sameiginlegt fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna er nú svipað sameiginlegu fylgi stjórnarflokkanna, samkvæmt þessari könnun.

ERGO: Það er raunverulegur möguleiki að koma á nýrri tveggja flokka ríkisstjórn! Félagshyggju og umhverfisstjórn - sannkallaðri VELFERÐARSTJÓRN með gáfaða og glæsilega konu í forsæti. Ekki amaleg tilhugsun það Grin.


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Það er greinilega rífandi stemning fyrir Samfylkingunni þessa dagana.  Fólk er að átta sig á að Samfylkingin er sá flokkur sem getur helst komið stjórninni frá.........

Sigfús Þ. Sigmundsson, 9.5.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ólína, þetta er allt að koma. Við erum að berjast fyrir 3 þingmönnum í kjördæminu og miðað við síðustu mælingar er það mjög svo raunhæft. Það verður ekki amalegur fyrsti varaþingmaður næst þetta takmark

Við verðum að halda áfram að tala, hringja og bera út fagnaðarerindið fram til síðustu stundu!

Eggert Hjelm Herbertsson, 10.5.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband