Syndaregtistur ríkisstjórnarinnar - lengra en hugðak

Ágúst Ólafur Ágústsson birti á bloggsíðu sinni fyrir skömmu syndaregistur  ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi valdaskeiði hennar. Listinn er langur - á honum eru 40 atriði.

Stundum er sagt að vika sé langur tími í pólitík - kjósendur séu fljótir að gleyma. Nú sannaðist það á sjálfri mér, því satt að segja kom mér á óvart hvað margt af því sem þarna er talið var farið að gleymast. 

Minn listi verður rýmisins vegna nokkuð styttri - en hann rúmar tólf mikilvæg atriði.

  1. Íraksstríðið: Samþykki íslenskra ráðamanna við árásarstríði gegn annarri þjóð, gefið í óþökk eigin þjóðar. 
  2. Vaxandi fátækt - 5000 fátæk börn 
  3. Neyðarástand í geðheilbrigðismálum barna og unglinga - 170 börn á biðlista.
  4. Biðlistar eftir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu - þrjúþúsund manns á biðlistum hjá Landspítalanum, á fimmta hundrað aldraðra bíða þjónustu 
  5. Misskipting tekna - ójöfn skattbyrði
  6. Verðlag lyfja og matvæla eitt hið hæsta í heimi 
  7. Landbúnaðarkerfi bundið á klafa miðstýringar, tollaverndar og niðurgeriðslna 
  8. Launaleynd og kynbundinn launamunur 
  9. "Innmúraðir" og "innvígðir" koma sér fyrir í kerfinu - einn er kominn í hæstarétt 
  10. Eftirlaunafrumvarpið
  11. Baugsmálið
  12. Fjölmiðlafrumvarpið

Já - það fennir seint í þessa slóð. Þá eru ótalin ýmsar neyðarlegar uppákomur og ummæli stjórnarliða sem lýsa viðhorfum þeirra og trúnaði við almenning:

  1. "Tæknileg mistök" Árna Johnsen
  2. "Framlag" Ástu Möller til umræðunnar um stjórnarmyndunarumboð forseta Íslands
  3. "Kannski ekki sætasta stelpan á ballinu heldur bara einhver sem gerir sama gagn"
  4. "Jafnréttislögin eru barn síns tíma" 
  5. "Þær hefðu kannski orðið óléttar hvort eð er"
  6. Keyptur sendiherrabústaður sem kostaði jafnmikið og ársrekstur meðal framhaldsskóla
  7. Lögvernd vændis
  8. "Ónefndi maðurinn"
  9. Aðhalds- og eftirlitsleysi gagnvart Byrginu 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að ógleymdum öllum samningunum sem er verið að undirrita og skuldbindingunum sem nú eru veittar og ríkissjóður þannig gerður að kosningasjóði ríkisstjórnarflokkanna.

Það er jafn mikil tilviljun að öll þessi mál skuli ganga upp og vera tilbúin til undirritunar núna, nokkrum dögum fyrir kosningar, og að tengdadóttir Jónínu Bjartmarz hampi Íslandsmeistaratitli í ríkisborgararétti.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:00

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Já þeir hljóta að vera mjög stoltir af sínum miklu afrekum.

Jens Sigurjónsson, 9.5.2007 kl. 16:32

3 Smámynd: 0

Hérna: http://sognbuinn.blog.is

er viðbótarsynd sem að hæglega gæti skrifast á núverandi ríkisstjórn, ógeðfellt og hættulegt eru tvö orð sem eiga hér við.

Kveðja:

Guðmundur Þórarinsson. 

0, 9.5.2007 kl. 17:30

4 identicon

Sæl Ólína,

Vegna athugasemda þinna um meint ummæli mín um Ingibjörgu Sólrúnu bendi ég þér á að hlusta á viðtalið við mig í Speglinum í gær. Þar kom alls ekki fram neitt um skoðanir forystumanna Sjálfstæðisflokkins á Ingibjörgu Sólrúnu. Þar segi ég hins vegar, þegar ég er spurð um það sem er almælt manna á milli, að auðvitað hafi ég heyrt að skoðanir fólks innan Sjálfstæðisflokksins séu skiptar um trúverðugleika forystumanna Samfylkingarinnar. Ég dreg síðan þá ályktun í viðtalinu, líkt og þú gerir einnig, að auðvitað hljóti málefnin að ráða. Höfundur fréttarinnar sem lesin var í útvarpsfréttum kaus hins vegar að færa orð mín aðeins í stílinn og  vísaði svo  í viðtalið sem var spilað eftir fréttatímann.

Bestu kveðjur, Stefanía Óskardóttir  

Stefanía Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband