Lúin eftir leitaræfingahelgi

ulfljotsvatn07-hopur    Helginni eyddi ég með Björgunarhundasveit Íslands við námskeið og leitaræfingar á Úlfljótsvatni.  Þar var þessi mynd tekin. Ég er hálf lúin eftir alla útiveruna.

Tíkin var svolítið erfið við mig - virðist ætla að taka seinni gelgjuna með trukki og dýfu. Hún var einbeitingarlaus og upptekin af umhverfinu. Fyrir vikið gengu æfingar ekki eins vel og ég hefði vonað. Verð bara að bíta á jaxlinn - eins og þegar unglingarnir ganga í gegnum sitt skeið - og bíða þess að þetta gangi yfir. Henni finnst hún flottust þessa dagana, og leynir því ekki fyrir neinum, hvorki mönnum né dýrum. Telur sig ekki þurfa að hlýða hverju sem er og iðar öll af lífi og vorgalsa. Auðvitað er hún flott, prímadonnan sú arna, ég tala nú ekki um meðan henni líður svona (þið sjáið hvað hún er sperrt). Hún reynir líka á þolrifin. 

En mikið var nú gaman að hitta alla. Ágætt veður, þátttaka góð eins og venjulega og margir hundarnir tóku ótrúlegum framförum. Þetta er mikil reynsla fyrir þá, samvera með öðrum hundum, sofið úti í búrum, margt fólk, nýtt umhverfi.

Jamm, en ég er semsagt hálf lúin. Það tekur á að keyra 500 km fram og til baka - þó félagsskapurinn sé góður. Það verður því ekki bloggað meira í bili. Kem vonandi "sterk inn" fljótlega - svona þegar ég er búin að lesa blöðin og setja mig aftur inn í málin ...  Cool

ollyogblida


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er að spyrja að dugnaðinum í þér Ólína - láttu hundinn bara ekki vaða yfir þig

Vala (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 16:58

2 identicon

Flottur hundur!

Biggi (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 17:00

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Er ekki Blíða bara að stríða af því að hana langar að r........  þú veist hvernig þessir únglíngar eru....kv, tolli

Þorleifur Ágústsson, 7.5.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband