Fćrsluflokkur: Matur og drykkur
Góđ var skatan - gleđileg jól!
23.12.2008 | 20:01
Skötuveisla dagsins var sko veisla í lagi! Ţađ var vel ţess virđi ađ keyra út í Bolungarvík í hvassviđrinu til ţess ađ gćđa sér á ţessu góđgćti. Skatan var hreint lostćti - borin fram á heitum diskum međ sođnum kartöflum og vestfirskum hnođmör, međlćtiđ nýtt rúgbrauđ og ískaldur brennivínssnafs. Slurrrrrp!
Nú mallar ţvottavélin vćrđarlega inni vaskahúsi. Jólakveđjurnar óma í útvarpinu. Ţađ gerist ekki betra.
Gleđileg jól kćru lesendur.
Megi hátíđarnar fćra ykkur friđ og gleđi.
Allt ađ koma: Fuglar í jólahreiđrinu - hundarnir skínandi hreinir - skötuveisla á morgun ...
23.12.2008 | 00:34
Jćja, ţá eru komnir tveir litlir fuglar ofan í hreiđriđ sem fylgdi jólatrénu mínu inn í stofu. Eins og ţiđ sjáiđ er búiđ ađ koma ţeim makindalega fyrir ţarna inn á milli skreyttra greina. Ég ţorđi ţó ekki annađ en ađ spreyja rausnarlega yfir allt heila klabbiđ, minnug viđvarana um starrafló og hvađeina sem getur fylgt svona fuglshreiđrum.
Annars er ţetta nú ekkert venjulegt jólatré skal ég segja ykkur. Ţađ kom í ljós ţegar átti ađ fara ađ skreyta ţađ ađ ţetta er sannkallađ villitré. Ţađ stingur nefnilega frá sér svo um munar - augljóslega öđru vant en ađ standa sem stásstré inni í stofu. En ţađ tekur sig sannarlega vel út ţegar búiđ er ađ skreyta ţađ - ţó ţađ hafi kostađ sár og skrámur, ţví viđ berum ţess menjar heimilisfólkiđ ađ hafa komiđ ţví í skartbúninginn. Já, sannkallađur ,,villingur í sparifötunum" eins og Saga dóttir mín orđađi ţađ. Tré međ karakter.
Ţađ hefur veriđ siđur á okkar heimili ađ skreyta jólatréđ daginn fyrir Ţorláksmessu frekar en bíđa međ ţađ fram á Ţorláksmessukvöld. Ţađ er oft svo mikiđ ađ gera á sjálfa Ţorláksmessu ađ okkur finnst ţetta ţćgilegra. Ţá er hćgt ađ ryksuga og skúra allt út úr dyrum á sjálfa Ţorláksmessu, og njóta svo ljósanna af trénu ţegar mađur slakar ađeins á ţá um kvöldiđ eftir allt atiđ.
Hér fyrir vestan er siđur ađ halda (eđa mćta í) skötuveislu á Ţorlák. Viđ erum bođin einu sinni sem oftar til frćndfólks í Bolungarvík. Ţađ er ćvinlega tilhlökkunarefni ađ fara í skötuna til Dísu og Boga, hún bregst aldrei. Ţađ er líka gott ađ geta svo komiđ heim og skellt í eina ţvottavél eđa svo (fötunum eftir skötuveisluna).
Síđan á ég eftir ađ baka Rice-crispies tertuna sem er orđin ómissandi hluti af eftirréttamatseđli fjölskyldunnar á jólum, ásamt ísnum og ensku jólakökunni (ţegar ég man eftir ađ byrja á henni í tćka tíđ, klikkađi á ţví núna).
Ţá er ţetta ađ mestu komiđ held ég bara. Ég er búin ađ bađa hundana - ţeir tipla hér á tánum svo skínandi hreinir og ilmandi ađ ţeir ţekkja varla sjálfa sig.
Á morgun verđur skipt á rúmum. Annars erum viđ mest í ţví ađ vera bara hvert innan um annađ ađ ţessu sinni, enda langt síđan viđ höfum veriđ öll undir einu ţaki.
Jebb ... ţetta er bara allt ađ koma held ég, svona ađ mestu.
Matur og drykkur | Breytt 27.12.2008 kl. 20:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Misvísandi fréttir af verđhćkkun áfengis
12.12.2008 | 15:21
Fréttir eru misvísandi af verđhćkkun á áfengi og tóbaki. Hér er talađ um 12,5% hćkkun áfengisgjalds - í ţessari frétt á ruv.is segir hinsvegar ađ léttvín muni hćkka um 75% og sterk vín um 40%. Fćr ţetta stađist?
Ef svo er, ţá segi ég nú bara eins og kallinn: Víniđ er orđiđ svo dýrt ađ mađur hefur ekki efni á ađ éta lengur!
Áfengisverđ hćkkar ekki strax | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđ erum of feit!
23.9.2008 | 17:53
Viđ Íslendingar verđum feitari og feitari međ ári hverju. Sérstaklega á ţetta viđ um börn og ungt fólk. Já, já - ég veit. Mađur má ekki ýta undir anorexíu hjá ungum stúlkum međ ţví ađ tala of mikiđ um líkamsvöxt og útlit. En ég bara get ekki orđa bundist lengur. Ungt fólk í dag er of feitt. Og hana nú!
Á međan ég var skólameistari - á árabilinu 2001-2006 - sá ég ţetta óvenju glöggt. Ég sá mun á útskriftarhópunum ár frá ári. Fyrsta útskriftaráriđ lćtur nćrri ađ um fjórđungur útskriftarnemenda hafi veriđ ţađ sem kalla mćtti feitlaginn. Fimm árum síđar var um ţađ bil helmingurinn í ţví holdarfari, og innan viđ fjórđungur ţađ sem viđ köllum grannvaxiđ fólk.
Ţetta kemur heim og saman viđ rannsóknir sem sýna ađ íslensk börn hafa á undanförnum áratugum ţyngst mikiđ, líkt og til dćmis í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. Hins vegar hafa međferđarúrrćđi fyrir of feit börn veriđ fá og sundurleit. Ţó er mér kunnugt um ađ undanfarin ţrjú ár hefur Heilsuskólinn á Barnaspítala Hringsins veriđ ađ ţróa og rannsaka međferđ fyrir of feit börn og fjölskyldur ţeirra. En međferđ er ekki nóg - hér ţarf ađ stemma á ađ ósi - ţađ ţarf forvarnir.
Ţessi ţróun er trúlega menningarvandi - skortur á manneldisstefnu í ţjóđaruppeldinu. Viđ sjáum matvćlaframleiđendur auglýsa fitandi sykurvörur sem hollustu - og enginn gerir athugasemd. Skyrdrykkir og dísćtar jógúrtvörur eru auglýstir međ tilhöfđun til barna og unglinga sem hollustuvara. Sykurmagniđ í sumum ţessara drykkja er á viđ tvö glös af dísćtum gosdrykk.
Kornflögurnar eiga ađ sjá manni fyrir öllum nauđsynlegum vítamínum dag hvern og lífshamingja og úthald velta á maltöli, pulsum og 1944 réttum, ef marka má auglýsingar.
Aldrei sé ég ţó auglýsingar sem ganga gegn ţessu skrumi - vćri ţó full ástćđa til ađ verja einhverju af opinberu fé til ţess ađ hafa áhrif á móti. Lýđheilsustöđ mćtti vel ráđast í auglýsingaherferđ um hollt matarrćđi. Ţađ er bara ekki nógu gott ađ matvćlaframleiđendur sitji einir ađ auglýsingamarkađnum međ öllu ţví skrumi sem fylgir söluauglýsingum. Ţetta er áróđursstríđ.
Samhliđa ţarf ađ fara í frćđsluátak - ekki bara til barna og unglinga heldur líka til heimilanna í landinu. Ţví ţađ er jú ţar sem matarmenningin verđur til.
Á tímum mikillar atvinnuţátttöku foreldra af báđum kynjum er enn ríkari ástćđa til ţess ađ standa vaktina. Og ef almenn umhyggja fyrir velferđ barna og ungmenna nćgir ekki til ađ ýta viđ yfirvöldum, ţá hlýtur ađ vera hćgt ađ sýna fram á ţađ međ útreikningum hversu íţyngjandi ţetta mun verđa fyrir heilbrigđiskerfiđ í framtíđinni, ef ekkert verđur ađ gert.
Hávađi er stjórntćki
31.3.2008 | 23:28
Hávađi er stjórntćki - hann er notađur markvisst til ţess ađ stjórna kauphegđun fólks og neysluvenjum. Ţessu hef ég nú loksins áttađ mig á og ţađ sýđur á mér viđ tilhugsunina um ţađ hvernig mađur lćtur stjórnast af áreitum eins og til dćmis hávađa.
Raunar tók ég aldrei eftir ţessu ţegar ég var yngri. Kannski voru eigendur verslana og veitingahúsa ekki jafn útsmognir í ađ beita ţessu ţá og ţeir eru nú. En međ árunum hef ég orđiđ ţess vör ađ hávađinn í kringum mig er sífellt ađ aukast. Sérstaklega ţegar ég fer út fyrir landsteina. Á sumardvalarstöđum í sunnanverđri Evrópu er ástandiđ orđiđ ţannig ađ ţađ er hvergi friđur fyrir tónlist. Í öllum verslunum, á öllum veitingahúsum, í lyftum, jafnvel á salernum ómar hvarvetna tónlist. Eiginlega er ekki rétt ađ segja ađ hún "ómi". Ţetta bylur á manni í sífellu og hćkkar eftir ţví sem nćr dregur helgi, og eftir ţví sem líđur á daginn. OG ţađ er hvergi friđur fyrir ţessu. HVERGI.
London er engin undantekning. Ţar sem ég hélt ađ Bretar vćru séntilmenn, ţá mannađi ég mig upp í ţađ - ţar sem ég lenti ítrekađ í ţví ađ fá borđ beint undir hátalara - ađ biđja um ađ tónlistin yrđi lćkkuđ lítiđ eitt. Ţađ bar ekki árangur. Ţjónarnir ypptu öxlum og sögđu afsakandi ađ ţeir gćtu ţví miđur ekkert gert. Ţađ vćri nefnilega búiđ ađ prógrammera tónlistina. Á tveimur veitingahúsum var gefiđ sama svar.
Og ţar sem ég sat međ síbyljuna í eyrunum, og ţann góđa ásetning ađ láta ţetta ekki eyđileggja fyrir mér kvöldiđ, fór ég ađ fylgjast međ fólkinu umhverfis mig. Ég sá pirrađa matargesti á yfirfullum veitingahúsum moka í sig matnum og flýta sér síđan út. Um leiđ voru komnir nýir gestir á borđiđ. Ţá rann upp fyrir mér ađ til ţess er leikurinn einmitt gerđur. Á veitingahúsum miđborgarinnar er tónlistin beinlínis notuđ til ţess ađ stýra ţví hversu lengi fólk staldrar viđ, sérstaklega um helgar ţegar annríkiđ er mest. Ţví fleiri gestir sem koma og fara á einu kvöldi, ţví betra fyrir veitingahúsiđ. Af ţessu leiđir ađ ţví meira sem er ađ gera, ţví hćrri verđur tónlistin - til ţess ađ fólk staldri skemur viđ, borđi meira og hrađar og forđi sér svo.
Í miđri viku ţegar minna er ađ gera lćkkar tónlistin. Ţá er notalegt ađ sitja kyrr og spjalla. Og ţađ gerir fólk. Ţeir sem sitja lengur kaupa meira, fá sér einn drykk enn, skođa eftirrréttaseđilinn í rólegheitum, fá sér kannski kaffiđ sem ţeir ćtluđu ađ sleppa. Ţá grćđir veitingahúsiđ á ţví ađ gesturinn vilji sitja.
Og gesturinn gerir bara eins og til er ćtlast, eins og kýrnar sem hlaupa á réttan stađ ţegar ţćr fá rafstuđ í rassinn.
Mórallinn í sögunni? Ţögnin er stórlega vanmetin sem lífsgćđi.
*
PS: Ađ ţessu sögđu er rétt ađ upplýsa ađ ég er nýkomin úr annars yndislegri helgarferđ til London - ţar sem ég naut dvalarinnar ásamt eiginmanni, systur og mági - ţrátt fyrir hávađa.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
Er mjólk góđ?
16.3.2008 | 12:13
Ég veit ţađ ekki ... ég drekk ekki mjólk! segja horađar og illa útlítandi hengilmćnur og stara daufum, líflausum augum framan í myndavélina í auglýsingaherferđ MS. Ţar er fullyrt ađ mjólk sé rík af allskyns vítamínum og bćtiefnum. Skilabođin eru ţessi: Ef ţú neytir ekki mjólkur ţá verđur ţú vesalingur.
Samt er ţađ nú svo, ađ heimalningar sem aldir eru á mjólk úr fernu, deyja innan fárra vikna fái ţeir ekkert annađ. Gerilsneydd og fitusprengd mjólk er međ öđrum orđum enganveginn sambćrileg viđ ţá mjólk sem kemur beint af skepnunni. Sú síđarnefnda er vitanlega lífsnauđsyn öllu ungviđi - sú fyrrnefnda er ţađ alls ekki.
Hiđ "ríka" vítamín-innihald unninnar mjólkur, hvert er ţađ? Á nýmjólkurfernunni í ísskápnum mínum er ţađ gefiđ upp: B-1 og B-2 vítamín, kalk og fosfór (fyrir svo utan kolvetni og prótein). Ekkert annađ. Ađrar mjólkurvörur geta haft A og/eđa D vítamín, ađ sagt er. En varla getur ţađ talist "ríkt" vítamín innihald.
Mjólkuróţol er vaxandi vandamál - sem stafar líklega af allt of mikilli mjólkurneyslu okkar Vesturlandabúa. Í Asíulöndum ţekkist ekki mjólkurneysla međal fullorđinna - hún er vestrćnt fyrirbćri. Samt er beinţynning mun alvarlegra vandamál hér á Vesturlöndum heldur en á austrćnum slóđum. Nýlegar rannsóknir benda til ţess ađ mjólk nćri krabbameinsfrumur.
Er ţá hćgt ađ segja ađ mjólk sé góđ?
Kannski getur mjólk veriđ góđ í hófi - en hún hentar alls ekki öllum. Fyrir suma er hún beinlínis heilsuspillandi. Ég efast ţví satt ađ segja um ađ ţessi markađssetning mjólkur sem hollustuvöru fái stađist ströngustu siđakröfur um framsetningu auglýsinga.
Auglýsingin er í besta falli stórkostlegt ofmat á mjólk sem hollustuvöru. Í versta falli eru hún aum blekking sett fram í gróđaskyni.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (63)
Berjatíđ
15.8.2007 | 00:11
Ég veit ađ ég mun bara sjá fyrir mér kolsvart berjalyng ţegar ég leggst til svefns í kvöld. Mig mun dreyma ber í alla nótt. Í dag fórum viđ vinkonunarnar sumsé í berjamó - og höfum síđan veriđ á fullu viđ ađ sulta og safta međ tilheyrandi rassaköstum og tilţrifum!
Viđ drifum okkur um hádegisbiliđ, ţrjár saman - ég, Magga vinkona og Maddý dóttir mín - upp í hlíđina fyrir ofan austanverđan Tungudal. Tveim tímum síđar komum viđ heim međ tuttugu lítra af berjum!
Nú er allt komiđ á krukkur og gamlar brennivínsflöskur međ skrúfanlegum töppum. Afraksturinn er: 4 lítrar af krćkiberjasaft, 1 lítri af krćkiberjahlaupi, 4 lítrar af bláberjasultu og svo auđvitađ einhver ósköp af ferskum bláberjum út á ísinn og skyriđ. Nammm......
Eftir alla sultugerđina var Maddý minni ekki til setunnar bođiđ. Hún tók föggur sínar, kvaddi og hélt áfram för sinni um landiđ, eftir ađeins sólarhrings stopp. En hún er nú ađ sýna skólafélaga sínum frá Danmörku markverđustu stađi landsins (og varđ auđvitađ ađ koma viđ hjá mömmu og pabba á Ísafirđi). Blessunin .
Jćja, eftir kossa og kveđjur til hennar ţar sem hún renndi međ vini sínum úr hlađi á litlu gömlu Toyotunni, ţerrađi ég tárin úr augnkrókunum og fór ađ elda kvöldmat fyrir Möggu og Baldur - vini mína sem eru nú í heimsókn. Tengdó komu líka í matinn - og ađ ađalréttinum loknum úđuđum viđ í okkur bláberjum međ rjóma og ís - mmmmm........
Ég er enn svo pakksödd ađ ég get varla stađiđ upprétt - og guđ má vita hvenćr ég nć blámanum af framtönnunum. En, hva? Ţađ er nú ekki svo oft sem besta vinkonan kemur til mín vestur á Ísafjörđ alla leiđ frá Reykjavík. Verst hvađ ţau stoppa stutt.
En - öllu er afmörkuđ stund. Og ţetta var góđur dagur.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)