Við erum of feit!

offita Við Íslendingar verðum feitari og feitari með ári hverju. Sérstaklega á þetta við um börn og ungt fólk. Já, já - ég veit. Maður má ekki ýta undir anorexíu hjá ungum stúlkum með því að tala of mikið um líkamsvöxt og útlit. En ég  bara get ekki orða bundist lengur. Ungt fólk í dag er of feitt. Og hana nú!

Á meðan ég var skólameistari - á árabilinu 2001-2006 - sá ég þetta óvenju glöggt. Ég sá mun á útskriftarhópunum ár frá ári. Fyrsta útskriftarárið lætur nærri að um fjórðungur útskriftarnemenda hafi verið það sem kalla mætti feitlaginn. Fimm árum síðar var um það bil helmingurinn í því  holdarfari, og innan við fjórðungur það sem við köllum grannvaxið fólk.

Þetta kemur heim og saman við rannsóknir sem sýna að íslensk börn hafa á undanförnum áratugum þyngst mikið, líkt og til dæmis í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. Hins vegar hafa meðferðarúrræði fyrir of feit börn verið fá og sundurleit. Þó er mér kunnugt um að undanfarin þrjú ár hefur Heilsuskólinn á Barnaspítala Hringsins verið að þróa og rannsaka meðferð fyrir of feit börn og fjölskyldur þeirra. En meðferð er ekki nóg - hér þarf að stemma á að ósi - það þarf forvarnir.

Þessi þróun er trúlega menningarvandi - skortur á manneldisstefnu í  þjóðaruppeldinu. Við sjáum matvælaframleiðendur auglýsa fitandi  sykurvörur sem hollustu - og enginn gerir athugasemd. Skyrdrykkir og dísætar jógúrtvörur eru auglýstir með tilhöfðun til barna og unglinga sem hollustuvara. Sykurmagnið í sumum þessara drykkja er á við tvö glös af dísætum gosdrykk.

Kornflögurnar eiga að sjá manni fyrir öllum nauðsynlegum vítamínum dag hvern og lífshamingja og úthald velta á maltöli, pulsum og 1944 réttum, ef marka má auglýsingar. 

Aldrei sé ég þó auglýsingar sem ganga gegn þessu skrumi - væri þó full ástæða til að verja einhverju af opinberu fé til þess að hafa áhrif á móti. Lýðheilsustöð mætti vel ráðast í auglýsingaherferð um hollt matarræði. Það er bara ekki nógu gott að matvælaframleiðendur sitji einir að auglýsingamarkaðnum með öllu því skrumi sem fylgir söluauglýsingum. Þetta er áróðursstríð.

Samhliða þarf að fara í fræðsluátak - ekki bara til barna og unglinga heldur líka til heimilanna í landinu. Því það er jú þar sem matarmenningin verður til.

Á tímum mikillar atvinnuþátttöku foreldra af báðum kynjum er enn ríkari ástæða til þess að standa vaktina. Og ef almenn umhyggja fyrir velferð barna og ungmenna nægir ekki til að ýta við yfirvöldum, þá hlýtur að vera hægt að sýna fram á það með útreikningum hversu íþyngjandi þetta mun verða fyrir heilbrigðiskerfið í framtíðinni, ef ekkert verður að gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er sammála þér Ólína. Við erum orðin of feit. og það hefur ekkert með einhverja fegurðarímynd að gera. Offita er heilsuspillandi. Þannig er það nú bara. Ég tel þó að gegndarlaust sælgætis-, snakk og skyndibitaát ásamt gosdrykkjum sé þarna meira um að kenna heldur en mjólkurvörunum (sem þó eru ekki góður kostur) ásamt hreyfingarleysi. Eins og við vitum taldi enginn kalóríur fyrr á tímum. það var étin hamsatólg, fitan af kjötinu var sleikt utan af beinunum, skyr með rjóma og allt steikt upp úr smjörlíki. Munurinn var sá að fólk vann ekki kyrrsetustörf og börn voru á iði allan daginn.

Hvernig í fja..... stendur á því að við erum að horfa upp á stundatöflur með hvað... 2 íþróttatímum á viku í skólunum. Afhverju er ekki markviss hreyfing upp á hvern einasta dag? Það þarf ekki að vera útúrplanaður íþróttatími í hvert sinn. hvernig væri að nota klukkustund á dag til að kenna krökkunum alla gömlu leikina: teygjó, brennó, kýló, eina krónu, fallin spýta, yfir og allt þetta skemmtilega sem við skemmtum okkur svo vel yfir sem krakkar.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.9.2008 kl. 19:10

2 Smámynd: Bjarni Baukur

Sæl Ólína. Ég segi bara það sem mér finnst og reyni að vera afar háttvís: 80% af íslenskum konum eru yfir kjörþyngd! Ég sat í sófa í Kringlunni i fyrradag og beið eftir mömmu minni sem var að verlsa í Eymundssonn (sem er 80 ára) og fitu-tussurnar sem rúlluðu framhjá ! Ungar konur með bumbu og brjóstin feit og stór lafandi ! Subbulegar svo feitar .. Ojjjjjjjjjjjjjj ! Og börnin þeirra; allt of feit !

Bjarni Baukur, 23.9.2008 kl. 19:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér í Reykjavík aka margir foreldrar börnunum sínum alltaf í grunnskólana, í staðinn fyrir að láta þau ganga þangað í tíu mínútur eða svo og svo heim aftur, eins og stjórnendur skólanna hafa margbeðið foreldrana um að gera.

Þorsteinn Briem, 23.9.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tek undir hvert orð og það heilshugar.

Sama með Jónu, þarna væri afturhvarf til fortíðar vel þegið.

Með útivist og hreyfingu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 20:22

5 identicon

Sammála, Ólína, það þarf að fara að gera eitthvað í offituvanda þjóðarinnar. Foreldrara þurfa að byrja á sjálfum sér og temja fjölskyldunni allri góðar matarvenjur og heilbrigða hreyfingu. Það skiptir öllu máli.

Annars vil ég venda Bjarna Bauk á að (sem ég held að hann viti annars vel hafi hann horft almennilega í kringum sig á annað borð) að offita er ekki vandamál sem snýr að konum eingöngu. Raunar eru karlar á Íslandi mun verr settir en konur í því sambandi. Konur eru aftur á móti þær sem helst horfast í augu við vandann - enda mun meiri samfélagsleg pressa á þær að vera grannar en karla. Við erum bara svo vön því að karlar hafi ístru að það liggur við að við sjáum það ekki.

Annars er það farið að vera þannig með mig - fólk er svo feitt almennt að ég er hætt að sjá það.

Erla Rún (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 20:48

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Fín færsla og því fleiri sem vekja upp umræðu um þessi mál því betra!
Var einmitt að óskapast sjálf yfir þessu hérna í þessari færslu

Heiða B. Heiðars, 23.9.2008 kl. 22:26

7 identicon

Þetta er sorglegt en staðreynd engu að síður, við erum orðin of feit!  Datt inn í ónefndan íslenskan sjónvarpsþátt um helgina og mér brá hversu stórt hlutfall var þar af fólki með offitu.

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 22:29

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sammála, Ólína.

 Góð hugmynd hjá þér að búa til gagnauglýsingar og upplýsa fólk um mestu vitleysuna. Það er t.d. ótrúlegt að fólk kaupi morgunkorn handa börnum, sem inniheldur 50% sykur! (Kókó Puffs o.fl.)

Eins væri hægt að blanda hálfri skál af hafragraut við hálfan poka af Apolló lakkrís og kalla mat.

Skeggi Skaftason, 23.9.2008 kl. 23:08

9 Smámynd: Morten Lange

Í raun ætti að vera hægt að kæra þessar auglýsingar til samkeppniseftirlitsins, og fá þá sem auglýsa 40% sykri sem hollustu sektað.   Það ætti ekki að saka að reyna.  Að sama skapi ætti reyndar að sekta þá sem auglýsa bíla sem græna og/eða örugga.   Hvorugt stenst, nema maður geri nánast engar kröfur. 

Annað módel væri að auglýsingar á óhollustu sem nær tiltekinni stærð verða að vera með svartan borða með gagnupplýsingar frá Lýðheilsustöð.  Svipað og varað er við heilsuafleiðingar á sígarettupökkum.  Eða þá að 10% af kostnaði auglýsingarinnar verði sett í pott til að birta and-auglýsingar.  Og sömuleiðis með allar bílaauglýsingar sem kosta meira en tiltekna upphæð (miðum til dæmis við  hálfan mánaðarlaun grunnskólakennara).

Morten Lange, 24.9.2008 kl. 00:56

10 Smámynd: Morten Lange

Af "sköttum" af bílaauglýsingum ætti að auglýsa kostir heilbrigðra samgangna í þéttbýli og í raun líka  í sveit.  ( Hjólreiðar, ganga, almenningssamgöngur ).  Ekki allir geta ekið Landcruiser og ekki allir geta hjólað eða notað strætó, en við ættum að ýta í rétta átt, alveg eins og með matvælin.  

Já, og munum líka að margt bendir til að gervisykur (aspartam ofl) sé lítið betra en hefðbundið hvítt sykur fyrir heilsuna, og þá sérstaklega ef neytt er í óhófi.  

Eitt enn... langar mig að koma að :  Sennilega veitir ekki af að leggja vel í þessar and-auglýsingar til að þeir virki.  Þetta þarf að vera fyndið og "sexí", ekki  litlaust og þreytt, með vísifingur á lofti.  Sjá  dæmi um tilraunir hvað varðar hjólreiðar hér :  http://www.radlust.info/en/downloads.html  http://www.copenhagencyclechic.com/

Morten Lange, 24.9.2008 kl. 01:09

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Guð hvað ég er sammála þér.

Málið er að það er ekki fitan sem að er að drepa fólk úr fitu, heldur er það sykurinn. En þetta vilja sumir ekki sjá. Það er til "gervi" sykur sem heitir Splenda og er unninn úr sykri, ég held að það væri ráð fyrir jógúrt framleiðendur (og fleiri) að fara að nota það í staðin fyrir allan sykurinn sem núna er dælt í jógúrtin og annan mat.

Okkur hefur líka verið kennt síðustu 30 ár að við eigum að borða mikið af korni. Matar þríhyrningurinn sem að okkur var/er kennt í skóla segir að korn eigi að vera aðal uppistaða máltíðarinnar. Þetta er náttúrulega bara bull, prótein ætti að vera aðal uppistaðan í máltíðum okkar. Ég er auðvitað ekki að segja að við eigum ekki að borða neitt korn.

Ég held að á borðum margra heimila sé pasta með smá próteini / hrísgrjón með smá próteini. Málið er að það ætti að vera Prótein m/ grænmeti, prótein m/smá pasta, prótein m/smá hrísgrjónum.

Sem sagt prótein, prótein, prótein!

Jóna segir: það var étin hamsatólg, fitan af kjötinu var sleikt utan af beinunum, skyr með rjóma og allt steikt upp úr smjörlíki. Munurinn var sá að fólk vann ekki kyrrsetustörf og börn voru á iði allan daginn. Og þetta er mikið rétt hjá henni.

En munurinn er ekki bara sá að fólk vann ekki kyrrsetustörf og að börnin hreyfðu sig meira, þó að þetta sé stór þáttur.

Þá var borðuð fita og við þurfum á fitu að halda. Það var borðað mikið af fisk og í fisk finnst eins sú besta fita sem við fáum. Ég er ekki að mæla með að þið étið eitt stk harðan fitu klump á dag. Þá var sykur ekki heldur étinn í alla mata og börn fengu ekki nammi á hverjum degi. Ég veit að ekki allir krakkar fá nammi poka á hverjum degi en morgunkornin, jógúrtin, djúsið og kexið eru engu betri.

Svo er það nestið sem börnin fara með í skólann, brauð, brauð og brauð. Já og kókómjólk, eða dýsætur vatnsdrykkur, sumir kalla það djús.

Mér þykir sérstaklega slæmt að sjá jógúrt eða bara hvaða mat sem er, sem eru "fitu minni" en stút full af sykri.

Það er ekki fitan sem er að stífla allar æðar.

Það er ekki fitan sem veldur sykursýki 2.

Það er sykurinn!

Þessi kynslóð sem er að vaxa úr grasi núna gæti orðið fyrsta kynslóðin sem lifir styttra lífi en foreldrarnir. Og það vegna heilsu kvilla sem orsakast af offitu!

Allir matvælaframleiðendur  ættu að leggja metnað sinn í að búa til hollan mat fyrir börnin okkar og okkur, í stað þess að ath hversu mikinn sykur er hægt að troða í eitt cheerios.

Sporðdrekinn, 24.9.2008 kl. 04:30

12 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir athugasemdir ykkar og álit. Mér sýnist þó Bjarni Baukur hafa verið orðinn þreyttur þegar hann kom inn. Hann er vonandi búinn að leggja sig núna.

Morten Lange kemur hér með athyglisverða hugmynd. Og Sporðdreki - ég er algjörlega sammála þér. Takk fyrir þitt innlegg. En þér er alveg óhætt að kalla mig bara Ólínu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.9.2008 kl. 09:30

13 identicon

Ji hvað ég er fegin að vera ekki sú eina sem hefur tekið eftir þessu. Ég er nýkomin til Íslands eftir mörg ár erlendis þar sem ég sagði alltaf að íslenskar konur væru svo fitt og flottar. Svo kem ég til landins og get ekki séð nema að meirihlutinn ætti kannski að fara að athuga sitt mál.

Hef líka tekið eftir því að börn eru ekkert mikið að leika sér úti. Ég man þegar ég var yngri þá kom stundum ekkert annað til greina. Manni var hreinlega "skipað" að fara út að leika sér í einhverja klukkutíma, svo "mátti" maður koma inn eftir það...

Agnes Vald. (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:42

14 Smámynd: Bjarni Baukur

Sæl Ólína. Afsakaðu orðbragðið. Já ég var þreyttur. Hver verður það ekki í Kringlunni.

- nema hvað. Þessi stofnun Lýðheilsustöð Íslands er bara ekki að gera sig ! Samskonar stofnun í Sverige er þvílíkt áberandi seint og snemma. Þar eru auglýsingar á strætó og í sjónvarpi sem segja: Takið eftir, nú er komið haust og þá fer að koma kvef. Klæðum okkur vel eftir veðri !

Sænska Lýðheilsustöðin er með mjög virka heimasíðu, er í miklu sambandi við skóla, vekur athygli á góðum mat og óhollum !- og því hversu óhollt það er að vera yfir kjörþyngd (það er svo nettlega tekið til orða) En til að segja þér af mér: ég geng enn í smokingfötum (þau passa) sem ég gifti mig í fyrir 22 árum- (BOSS frá Sævari) þar sem ég tek Þau ekki fram nema á jólum, við giftingar og jarðafarir eru þau óslitin ! Sem ný !

Getur þú Ólína brugðið þér í kjól sem þu gekkst í fyrir t.d. 10 árum eða 20 árum ? (smá grín)

Enn og aftur; settu textann þinn á netið- sem sungin var fyrir vestan á helginni ?

Bjarni Baukur, 24.9.2008 kl. 11:50

15 Smámynd: Sporðdrekinn

hahaha Ólína skal það vera

Sporðdrekinn, 24.9.2008 kl. 12:22

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Get ég brugðið mér í kjól sem ég gekk í fyrir 20 árum?  Njet.

Get ég brugðið mér í kjól sem ég gekk í fyrir 10 árum?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.9.2008 kl. 00:35

17 identicon

Mikið er ég sammála þér Ólína.  Ef að hægt er að koma með dæmi, þá man ég eftir því að þegar ég var í grunnskóla að þá var "einn og einn" feitur í öllum hópnum.  Mér finnst þetta alveg hafa snúist við núna því að nú finnast bara "einn og einn" sem telst vera grannur.

Kannski er málið bara með okkur öll að það er ákveðin græðgi í gangi.  Við virðumst vera að borða MIKLU meira en við nokkurn tíma nýtum og afgangurinn sest bara makindalega á miðhlutann á okkur.  Hugsanlegt að við þurfum að hreyfa okkur meira og borða aðeins minna

Með bestu kveðju

Eyrún Harpa (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 12:38

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Úfff, tek heilshugar undir þetta.

Marta B Helgadóttir, 25.9.2008 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband