Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Gott var nú að fá þetta á hreint

arnarfjordur2 Ríkissjóður mun ekki greiða kostnað við umhverfismat vegna mögulegrar olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum segir Össur Skarphéðinsson. Gott var nú að fá þetta á hreint. Nauðsynlegt.

En hvað með lagaumhverfið að öðru leyti ? Mun einhver ráðherra á ögurstundu sitja dapur frammi fyrir fréttamönnum og segja að málið sé ekki í hans höndum, ekki í hans valdi, ekki á hans forræði?

Hvað lærðu menn af Helguvíkurmálinu?

Þarf ekki að breyta þessum lögum sem veita misvitrum sveitarstjórnum endanlegt vald til þess að hafa varanleg skemmdaráhrif á umhverfið.


mbl.is Borga ekki umhverfismat fyrir olíuhreinsunarstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt skref

Vonandi halda menn áfram að feta sig hina vandrötuðu slóð til aukins jafnvægis í efnahagslífi þjóðarinnar, samstíga og samábyrgir, eins og þessi fundur fulltrúa ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins gefur vonir um.

Samráð af þessu tagi er hin ábyrga leið - og hún er mun farsælli en upphlaup og yfirlýsingagleði um að stjórnvöld verði að fara að "grípa í taumana" og "gera eitthvað". Það er þetta "eitthvað" sem getur verið svo torráðið stundum - sérstaklega þegar mikið liggur við.

Nú ríður á að allir hlutaðeigandi hjálpist að og leggi gott til mála: Aðilar vinnumarkaðarins, ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan. Þjóðin horfir til þessara aðila einmitt núna.

Einmitt núna er horft til þeirra allra.


mbl.is Ætla að vinna á verðbólgunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... og hann hélst þurr

skardskirkja  Þegar ég í gærmorgun og horfði á rigningarsletturnar á rúðunni - þá stödd austur í Fellsmúla í Landsveit og framundan ferming þeirra frænda, Hjörvars míns og Vésteins hennar Halldóru systur - bað ég himnaföðurinn í hógværu hljóði um að gefa okkur svolitla uppstyttu rétt á meðan sjálf athöfnin stæði yfir - svo kirkjugestir kæmust nú þurrum fótum til og frá kirkju.

Hann hlustaði á mig blessaður - því rétt fyrir kl. 14.00 birti yfir Heklunni með P1000402 (Medium) (2)uppstyttu í Landsveit.

Fermingin fór vel fram - eins og minnar systur var von og vísa. Skarðskirkjan vel setin og fermingardrengirnir prúðmannlegir í fasi, fóru hátt og skýrt með kærleiksboðorð, litlu biblíuna og fyrstu fjögur boðorðin. Tóku í hönd hvers manns sem heilsaði þeim og báru sig vel.

Á eftir nutum við samvista við fjölskyldu, vini og vandamenn í Laugalandsskóla og enn hélst hann þurr. Halo

Ég er mínum himnaföður þakklát fyrir uppstyttuna ... og þennan góðan dag. Þakklát systur minni fyrir fermingarathöfnina, fjölskyldu minni og vinum fyrir að vera með okkur á þessum hátíðisdegi.

 

P1000399 (Medium)P1000401 (Medium)P1000404 (Medium)P1000415 (Medium)P1000410 (Medium)

 

  

 

 

 

 


Sumum er ekkert heilagt

Aðeins einu sinni eða tvisvar hefur að mér hvarflað að loka þessari bloggsíðu og hætta hér á moggabloggi en slíkar hviður hafa yfirleitt staðið stutt og jafnað sig. Nú hvarflar þetta að mér aftur - ástæðan er athugasemd sem ég hef ákveðið að eyða.

Í gleði minni yfir væntanlegri fermingu yngsta sonarins sagði ég frá því á síðunni hér í gær hvað til stæði og að ég myndi líklega ekki blogga fyrr en eftir helgi. Ekki bjóst ég við neinum athugasemdum svo sem - en það hefði verið gaman að sjá eins og eina hamingjuósk.

Hvað um það, eina athugasemdin sem kom við þessa færslu var svo sannarlega ekki hamingjuósk - í besta falli aulafyndni, en um leið lítilsvirðing við  fermingarbarnið og fjölskylduna. Lítilsvirðing við trú okkar og þá lífspeki sem við höfum valið að lifa eftir, þ.e. að vera meðlimur í hinni íslensku þjóðkirkju sem kristið fólk. 

Sumum er ekkert heilagt. Ekki einu sinni tilfinningar saklauss fermingarbarns sem bíður með tilhlökkun síns hátíðisdags.

 


Fermingarundirbúningur

P1000216 (Small) Þessa dagana snýst allt um fermingu yngsta sonarins sem verður á sunnudag, austur í Landsveit. Nánar tiltekið í Skarðskirkju. Þar ætlar hún Halldóra systir mín að ferma þá saman systrasynina Hjörvar (minn) og Véstein (hennar), rétt eins og hún skírði þá báða í sömu kirkju fyrir tæpum fjórtán árum.

Messan í Skarðskirkju verður helguð þeim frændum því þeir verða einu fermingarbörnin í kirkjunni þann daginn. Við vonumst því til að sjá sem flest ættmenni og vini við fermingarathöfnina sjálfa.P1000209 (Small)

Veislan verður svo haldin í Laugalandi í Holtum i beinu framhaldi af messunni - svo það má segja að þetta sé allt í leiðinni fyrir þá sem á annað borð gera sér ferð austur til að vera með okkur.

 

 

 Jebb ... þannig að nú er fjölskyldan komin á Framnesveginn þar við erum svona að búa okkur undir herlegheitin. Ljósmyndataka í fyrramálið - svo verður farið austur að setja saman kransatertur, leggja á borð og gera klárt fyrir gestina á Sunnudag.

 P1000210 (Small)  Það verður því lítið bloggað fyrr en eftir helgi - ef að líkum lætur.

 


Hvar eru útgerðarmenn í umræðunni um olíuhreinsistöð?

 ArnarfjordurAgustAtlason Siglingaleiðirnar umhverfis Ísland eru hættulegustu siglingarleiðir í heimi. Olíuflutningar um þetta svæði eru því sérlega áhættumiklir vegna hættu á mengunarslysum. Þetta kom fram í Kompásþætti s.l. þriðjudagskvöld (sjá HÉR).

 Út af Vestfjörðum eru gjöfulustu fiskimið landsins. Og þó að sjávarútvegur og fiskvinnsla 580-arnarfjordur1á Vestfjörðum sé vart svipur hjá sjón þeirri sem áður var - þá sækja aðrar útgerðir á þessi mið. Íslenskur sjávarútvegur á nánast allt sitt undir því að þessum fiskimiðum verði ekki spillt, eins og ég hef ég bloggað um áður (sjá  HÉR).

Hér er mikið í húfi - sjávarútvegur er ein meginstoð okkar efnahagslífs. Þess vegna furða ég mig á því að íslenskir útgerðarmenn skuli ekkert hafa blandað sér í þessa umræðu um olíuhreinsistöð á Íslandi. Ekki þarf lengi að skoða myndband af olíuslysi Exxon Valdez við strendur Alaska fyrir nokkrum árum til að skilja hættuna sem Íslendingum sem fiskveiðiþjóð stafar af olíuhreinsistöð hér við land (smellið HÉR).

ExxonValdez Enginn á meira undir afdrifum þessa máls, en einmitt þeir sem lifa af fiskveiðum, fiskvinnslu og fiskútflutningi. Eitt mengunarslys við landið er nóg til þess að gjöreyðileggja möguleika okkar Íslendinga til þess að selja fisk á erlendum mörkuðum.

Nú hefur nýr bæjarstjórnarmeirihluti í Bolungarvík lýst yfir stuðningi við stóriðjuáform á Vestfjörðum og þar með olíuhreinsistöð. Ekki tala þeir í umboði meirihluta bæjarbúa, svo mikið þykist ég vita. En þeir hafa meirihluta eins manns í bæjarstjórninni, og beita nú þeim meirihluta í einu umdeildasta máli sem komið hefur upp þar um slóðir. Það er auðséð á öllu að Bolungarvík er ekki lengur sá útgerðarstaður sem áður var, og nú er þeim Bolvíkingum  - sumum hverjum að minnsta kosti - slétt sama um fiskimiðin við landið.

 Já, Bleik er svo sannarlega brugðið.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband