Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Naktir vegagerðarmenn: Frábær mótmæli!

Slokkvilidsmadurinn_Ray_Herbert Vestfirskir vegagerðamenn hafa ákveðið að  mótmæla með afar athyglisverðum hætti afleitum vegsamgöngum í fjórðungnum. Þeir segja að nú sé mælirinn fullur, þeir geti ekki lengur setið aðgerðarlausir með hendur í skauti. Vegasamgöngur á Vestfjörðum séu klárt brot á mannréttindum.

Og hvað ætla mennirnir að gera? Haldið ykkur! Þeir ætla að láta mynda sig nakta á vegum úti, og fylgja þannig fordæmi kanadískra karlmanna. Þetta kemur fram á skutull.is í dag.

Með þessu vonast þeir til að vekja athygli sem flestra á að samgöngubóta sé mikil þörf, svo Vestfirðingar komist inn í 21stu öldina. Í framhaldinu ætla þeir að láta útbúa dagatal með myndunum og fer ágóðinn af dagatalinu í jarðgangasjóð sem þeir hafa stofnað. Ljósmyndarinn Spessi hefur lagt verkefninu lið og mun mynda vegagerðamennina á næstu misserum, en dagatalið sem er fyrir árið 2009 kemur út í haust.

Spessi segir þetta vera spennandi verkefni. Hann hefur tekið nokkrar prufur sem hann segir að komi vel út - sjá til dæmis þessa hér.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband