Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Mikilvægum stofnunum ekki treyst

Maður er nú ekkert hissa á þessum 9% eftir allt sem á undan er gengið og sjálfsagt er enginn hissa - nema kannski Vilhjálmur. Hann virðist enn halda að hann eigi eitthvað inni hjá kjósendum. Whistling 

Og innan við helmingur treystir Alþingi! FootinMouth Það er svakalegt - af því við erum jú að tala um sjálfa löggjafarsamkunduna.

En ég er undrandi á því að einungis 68% skuli treysta heilbrigðiskerfinu. Það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir þá sem þar halda um stjórnartauma. Við eigum bara eitt heilbrigðiskerfi . Í raun ætti almenningur að bera sama traust til heilbrigðiskerfisins og Háskóla Íslands - en það er ekki svo. Það finnst mér áhyggjuefni.

nurseB

 Mín tilgáta er sú að hin linnulausa hagræðingarkrafa sem gerð er í heilbrigðiskerfinu sé loks að skila sér í skertu trausti almennings á þessu kerfi. Að sjúkrahúsin séu einfaldlega orðin of stór og vélræn á kostnað mannlegra samskipta og umhyggu. 

Sjúkrahús á ekki að reka í of stórum einingum. Framleiðslufyrirtæki eins og kjúklingabú geta notið hagræðingar stærðarinnar og samlegðaráhrifa á markaði. En sjúkrahús eru þjónustustofnanir og því lúta þau öðrum lögmálum.

Í þjónustu gildir að hafa smærri einingar til að tryggja nálægð við þá sem njóta þjónustunnar, og til að tryggja sveigjanleika og viðbragðsflýti þegar á þarf að halda. Þetta segja að minnst kosti stjórnunarfræðin sem ég stúderaði hér um árið. En sú speki virðist nú ekki höfð í hávegum hér á landi. Að minnsta kosti hefur miklu verið til kostað á undanförnum árum til að sameina sjúkrahúsin og stækka þau sem stjórnsýslueiningar - til skaða fyrir þiggjendur heilbrigðisþjónustu, held ég.

Sparnaðarkrafan hefur orðið til þess að deildum er lokað, sjúklingar útskrifaðir fyrr en ella, mannafla er haldið í lágmarki og hagræðing í rekstri virðist stundum ráða meiru um ákvarðanir í kerfinu eru en umhyggja fyrir sjúklingunum. Þetta hefur grafið undan trausti.

 Traust er ekki sjálfgefið - þess þarf að afla.

 

 


mbl.is Aðeins 9% treysta borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband