Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

runar15@simnet.is

Sá sjónvarpsþáttinn með ykkur hjónunum.Vil aðeins nefna það að Grímur rakari var Kristgeirsson en ekki Kristleifsson. Kv. Rúnar Kristjánsson

Rúnar Kristjánsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 13. feb. 2018

Nú fer ég að fylgjast með...

Ótrúlegt hvað hefur ræst um "mína"! Var aldrei og hefur aldrei verið spurnig um að þú varst borin í þennan heim til að gera stóra hluti! Keep up the good work!

Kalli Dan. (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 7. des. 2010

Jónas S Ástráðsson

Góð

Sá þig í silfrinu alltaf jafn góð. Jónas

Jónas S Ástráðsson, mán. 21. sept. 2009

Karl Birgir Þórðarson

????

Grænlands,áttu ekki að vera á þinki og bjarga þj+oðinni?

Karl Birgir Þórðarson, þri. 4. ágú. 2009

Sæl Ólína

Báráttu kveðjur og farsælt verði þitt starf á þingi bestur kveðjur Anton Antonsson og skilaðu kveðju frá mér til sigga.

Anton Atonsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 24. júlí 2009

Tækið mitt

Sæl, Ólína mín. Getur þú komið með hleðslutækið mitt með þér þegar þú kemur suður? Það er í sambandi inni í herbergi. kveðja Ragnheiður

Ragnheiður Davíðsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 5. júlí 2009

Gott að segja rétt frá.

Það er alltaf gott að segja rétt frá hvort er í einkalýfi eða í öðru. Til hamingju að vera orðin talsmaður okkar Strandamann og Vestfiringa á þingi. Guð gefi þér farsælt starf á þingi,og muna að segja rétt frá sem skeður til byrtingar til okkar á Vestfjörðum.

Jón Guðbjörn Guðjónsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 23. júní 2009

Rétt að segja rétt frá.

Sæl Ólína og til hamingju með að vera komin á þing og þar með talsmaður okkar á Ströndum og Vestfirði. Guð gefi þér farsælt og réttlátt á hinu há þingi. Kveðja Jón GuðbjörnGuðjónsson Litlu-Ávík litlihjalli.it.is

Jón Guðbjörn Guðjónsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 23. júní 2009

Jón Svavarsson

Til hamingju unga mær !

Það veitir ekki af að auka fegurðarstuðulinn á Alþingi, það hafa verið svo ljótir kallar sem ekkert hafa haft vit á því hvað þeir hafa verið að gera, nú treystir þjóðinn á ykkur yngri og fallegri kynslóðina til að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl, með festu, gaumgæfni og öryggi. Kær kveðja Jón

Jón Svavarsson, sun. 26. apr. 2009

Til hamingju

Til hamingju Ólína nú reynir á að standa vaktina. Kveðja Margrét.

Margrét S Þórólfsd (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 26. apr. 2009

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

msn

Ólína mín. Sendu mér msn heitið þitt á ragnh@vis.is. ég gleymdi því auðvitað um leið og þú sagðir mér það. Hér vestra er lífið dásamlegt. Sól, líkamsrækt og lítill maður sem stelur öllum hjörtum.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, fös. 17. apr. 2009

ESB.

Heil og sæl Ólína! Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvernig fólk getur sagt NEI við því að óska eftir aðildarviðræðum við ESB.Eins og ég skil þetta þá er hugsunin að sjá hvað er í boði og hverju við fáum framgengt,SÍÐAN að kjósa um hvort við viljum inngöngu eður ei. (er þetta rangt hjá mér ) Það sem ég heyri hjá fólki er bara NEI við viljum ekki í ESB.Það verður bara svona og svona. Ég get heldur ekki séð af hverju í ósköponum við ættum að kjósa um hvort farið verði í viðræður,mér finnst þetta svo heimskulegt að ekki nái nokkru tali. Kannski er það bara ég sem er svona vitlaus,EN þið verðið að koma því hreint til kjósenda að aðildarviðræður þíði ekki að við séum endanlega komin inn.En viðræður verða að mínu viti að verða sem fyrst,áður en allt fer í kaldakol,Semsagt ég bið þig að koma þessu skírt til skila á mannamáli. Með kærri kveðju,kjósandi í þínu umdæmi, Sæunn Jónsdóttir.

Sæunn (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 17. apr. 2009

Barður Guðmundsson

Til hamingju með annað sætið, gott að fa kjarnorkukonu a þing. Kv. Barður.

Barður Guðmundsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 8. mars 2009

Daníel Sigurbjörnsson

Kjarnorkukona að vestan

Sæl Ólína. Vil endilega fá þig inn í stjórnmálin, kjarnorkukona að vestan og í den uppáhaldsfréttamaðurinn minn, okkur vantar ferska vinda inn í stjórnmálin og ekki síst vinda vestan af fjörðum. Kv Daniel B.Sigurbjörnsson Þorláksgeisli 47 113 Reykjavik, (Jan Mayern svæði Reykjavíkur)

Daníel Sigurbjörnsson, þri. 24. feb. 2009

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir kveðjurnar

Takk fyrir góðar kveðjur. Kolla, ég fór bara í stjórnborðið og valdi þar STILLINGAR, þá ÚTLIT, og þar er hægt að fara inn á HÖFUND og skrá nánari upplýsingar um sig. Hringdu bara í mig ef þú lendir í vandræðum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fim. 19. feb. 2009

Þú átt erindi á alþingi Íslendinga

Tími Jóhönnu er kominn.Þinn tími líka ! Ég óska þér gæfu og gengis í prófkjöri Samfylkingarinar. Hef lesið pisla þína og líkar vel.Nýja vinstri stjórnin er á réttri leið.

Ólafur Ormsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 18. feb. 2009

Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Ólína

Gaman að sjá að þú ætlar að taka þátt í baráttunni um betra þjóðfélag með því að gefa kost á þér til Alþingisstarfa. Mig langaði svo að spyrja þig varðandi linkinn um upplýsingar um þig hvort upplýsingarnar þínar séu á blogginu eða hvort þetta er vistað í word hjá þér eða hvað. Ég hef verið að hugsa um að setja svona uppl. á mína síðu en þá undir Efni. Óska þér alls hins besta þó ekki því að ná að fórna okkur á altari ESB :) þú ert mikil kjanakona. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, mið. 18. feb. 2009

Tinna Jónsdóttir

Ættin mikla ..

Sá komment hjá þér .. Um að þú hafir unnið í menntaskóla á ísafirði . Ég er ættuð þaðan gæti sagt 98% .. Er forvitin þegar kemur að uppruna mínum..

Tinna Jónsdóttir, sun. 21. des. 2008

Þingkona???

Ég mæli með því að þú skráir þig á þing Ólína. Vantar svona valkyrjur eins og þig þar inn. Mæli reyndar með ykkur báðum, hjónunum inn í þingsalinn. Sendi ykkur hlýjar jólakveðjur og nú langar mig svo sannarlega að vera stödd í Firðinum fagra. Kær kveðja Laufey Selfossi.

Laufey Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 18. des. 2008

Það verður eitthvað að gerast!!!!!!!

Stöndum saman og mótmælum þesari spillingu!!!!

Bryndís Hjörleifsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. nóv. 2008

Óskar Jónsson

Nú eigum við að taka höndum saman

já við bara verðum að mótmæla þessu hrikalega sukki á kostnað meginþorra Íslendinga

Óskar Jónsson, mán. 3. nóv. 2008

Sameinuð stöndum við !

Það verða mótmæli á Austurvelli næstkomandi laugardaga kl.15 Bestu kveðjur Gísli grúskari

Gísli grúskari (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 22. okt. 2008

Jónína Óskarsdóttir

Tilfinninga útrásin

Sæl Ólína. Það eru aldeilis viðbrögð við Egilspistli. Þú notaðir þetta orð; tilfinningaútrás í pistlinum. Er það ekki nýja útrásin okkar Íslendinga og sú eina færa í dag? Bestu kveðjur til Póllands, Jónína nemandi þinn í Hmm.

Jónína Óskarsdóttir, fös. 17. okt. 2008

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Góð hugleiðing

Takk fyrir að deila þessu með okkur hér í gestabókinni, Auður. Þetta er þörf hugleiðing. Kær kveðja.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, mið. 8. okt. 2008

Sárauki einstaklingsins

Örvænting, ráðaleysi, og vantraust.Þetta upplifi ég þessa dagana í samskiptum mínum við einstaklinga sem eiga um sárt að binda vegna fjárhagserfiðleika. Fólk sem hefur farið og fengið ráðgjöf hjá þjónustufulltrúa sínum í bankanum treystir ekki lengur að verið sé að vinna að þeirra hagsmunum. Í umræðunni er fólki sagt að vera rólegt og allt tal um kreppu sé stórlega orðum ýkt. Jú það má vel vera er lýtur að þjóðarbúskapnum í heild sinni. En staðreyndin er sú að það ríkir skelfilega kreppa meðal þeirra lægst launuðu í landinu. Hún er skollin á og verður ekki aftur tekin. Fullt af fólki er nú þegar búið að tapa öllu sínu. Bara það að geta ekki borgað af lánum þennan mánuð þýðir gjaldþrot. Því launin eru það lág að það er ekki nokkur vegur að hægt sé að vinna sig upp ef ástandið lagast. Verið hógvær í öllu tali um kreppu nálægt börnum og eldri borgurum. Það getur valdið óþægilegum kvíða. Þetta eru skilaboðin sem fólk fær.Þetta er bara ekki svona einfalt. Hvað á fólk að segja við börnin þegar það situr á götunni allslaust og engin úræði eru í boði. Gamalt fólk grætur örlög sín. Fullorðin kona sem ég þekki sagði við mig Nú hefur leigan hjá mér hækkað um tíu þúsund á mánuði: Áður átti ég 28 þúsund til að lifa af á mánuði og það hefur dugað mér en nú á ég bara átján þúsund og ég get ekki meir. Sárast fannst henni að geta ekki gefið barnabarni sínu sem átti afmæli eitthvað lítilræði.Hún hafði hingað til geta klofið þann pakka líka. Ég varð orðlaus Fyrir það fyrsta skildi ég ekki hvernig hún gat lifað af svona litlu og hugsaði með mér Er hún að segja mér satt . En þegar betur var að gáð Jú þetta var satt.Ég spurði hvort börnin hennar 6 gætu ekkert hjálpað henni en hún vildi ekki ýþyngja þeim. En ég vissi að börnin hennar myndu hjálpa til. Ég talaði við þau og nú leggja þau 1500 krónur inn á reikning hjá henni mánaðarlega og hún getur aftur lifað mannsæmandi lífi. ( Hugsa sér í öllu miljóna og miljarðatali þá dugði þetta) Góðæri hefur ríkt á Íslandi og allir hafa verið þátttakendur í því. Nú þegar í harðbakkan slær er mikilvægt að allir taki höndum saman og rói lífróður til að ástandið lagist. Er hægt að vera svona veruleikaskertur að geta sagt að allir hafi haft það gott í góðærinu. Ég veit um fullt af fólki sem aldrei fékk að taka þátt.Fyrirtækin blómstruðu og hagnaður þeirra var eins og í lygasögu. Met slegið hvað eftir annað. En það voru líka fleiri met slegin. Met í gerð láglaunasamninga. Áður fyrr var eðlilegt að launin yrðu að haldast í hendur við afkomu fyrirtækjanna. Eðlilega var ekki hægt að sprengja upp laun þannig að fyrirtækin gætu ekki rekið sig vegna of hás launakostnaðar. En þegar fyrirtækin blómstruðu og afkoman var ævintýri líkust þá fékk hinn almenni launamaður oft á tíðum enga hlutdeild í því. Og nú koma menn fram og segja við verðum að taka tillit til ástandsins í þjóðfélaginu í gerð þeirra kjarasamninga sem framundan eru. Jú ég er sár og reið fyrir hönd þeirra sem eiga um sárt að binda í dag. Og þegar ég hugsa til þeirra sem eru með langveik börn og þá sem eiga við veikindi að stríða. Það fólk verður verst úti. Því það á enga möguleika á að auka tekjur með yfirvinnu. Bundin við rúm fársjúkra barna sinna. Ég veit að þetta er sterkt til orða tekið en sannleikur er þetta samt sem áður.

Auður Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 6. okt. 2008

steinher@simnet.is

Halt tu áfram í þessum dúr ég styð ykkur.

steini (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 2. okt. 2008

Jón Snæbjörnsson

bloggvinur

takk fyrir kærlega og sömuleiðis mbkv

Jón Snæbjörnsson, mán. 15. sept. 2008

Guðrún Una Jónsdóttir

Hamingjuóskir

Til hamingju með afmælið

Guðrún Una Jónsdóttir, mán. 8. sept. 2008

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, ég er með netfang

... og sendi þér línu. Kær kveðja.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þri. 26. ágú. 2008

netfang

Sæl Ólína - Mig langar að senda þér skjátu varðandi málþingið á Hrafnseyri 2008-08-22, en kæri mig ekki um að það birtist alþjóð. Ertu ekki með netfang? - Kveðja, Haukur Jóhannsson, hj@vst.is

Haukur Jóhannsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. ágú. 2008

krónan

hvernig hef ég samband?

Steini (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. júlí 2008

krónan

Takk fyrir þetta með krónuna

Steini (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. júlí 2008

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hafðu endilega samband

Takk fyrir það Hildur - gamað að fá þig fyrir bloggvin. Hafið þið endilega samband þegar þið komið vestur. Það væri gaman fyrir strákana að hittast. Bestu kveðjur til þín og þinna.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fös. 23. maí 2008

Hildur Helga Sigurðardóttir

Stutt hitt á Horni

Sæl 'Olína, Gaman að sjá þig -í mýflugumynd- á Horninu í gær. Við vorum öll að koma úr langri sveitaferð, að farast úr hungri, mál að pissa osfrv. og hentum okkur því yfir í hinn salinn eins og hungraðir úlfar. Kveðja til Andresar frá 'Oðni Páli. Vonandi hittast þeir eitthvað á 'Isó í sumar, en við verðum í Vigur ca. tvær seinni vikurnar í júní. Bestu kveðjur, Hildur Helga

Hildur Helga Sigurðardóttir, fös. 23. maí 2008

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk skólasystir

Gaman að fá kveðju frá þér Jenný - nú er svo sannarlega langt um liðið. Ég sé samt á myndinni að þú hefur lítið breyst, alltaf jafn geislandi. Gangi þér allt að óskum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, mán. 28. apr. 2008

Jenný Stefanía Jensdóttir

Kveðja að vestan ... vestur

Sæl Ólína, Sendi þér góðar kveðjur. Litli pistillinn um "framtíð Íslands" syngjandi í garðinum hjá þér snart líka augun mín. Þrátt fyrir að við höfum nú ekk rabbað síðan í Hlíðarskóla fyrir mörgum áratugum síðan, þá hef ég fylgst með þér alla tíð af einlægri aðdáun og hrifningu. Það fara fáir í skóna þína þegar kemur að tæru töluðu íslensku máli, og svo ertu líka svona skotti sleipur penni í bundnu og óbundnu. Held áfram að fylgjast með þér úr fjarlægð. Kær kveðja,

Jenný Stefanía Jensdóttir, lau. 26. apr. 2008

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir sumarkveðjur

... og Marta, ég verð fyrir sunnan 1.-5. maí - en verð vonandi komin vestur áður en þú ferð úr bænum. Gerðu endilega vart við þig.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fös. 25. apr. 2008

Katrín

Sumarkveðja

Gleðilegt sumar kæra vinkona. Kveðjur til bóndans og barna

Katrín, fim. 24. apr. 2008

Marta B Helgadóttir

Ísafjörður

Sæl Ólína Vegna starfsins verð ég á Ísafirði dagana 5-6 maí. Mikið væri gaman að bjóða þér í lunch og biðja þig að árita fyrir mig ljóðabókina þína ef þú hefur tíma. Ég hef samb.

Marta B Helgadóttir, fim. 24. apr. 2008

Óðinn

Þar ungur lifi landið mitt

BjörnFriðþjófsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 20. apr. 2008

Toshiki Toma

Páskakveðja

Kæra Ólína, Gleðilega páska fyrir ykkur fjölskylduna!

Toshiki Toma, fim. 20. mars 2008

þorramatur

Ólína við fórum á Kaffi Edinborg í dag 1.feb. í hádeginu í þorramat, frábært fyrir kr. 1450.- pr mann ef ég man rétt. þorvaldur, vestfirskum verktökum

þorvaldur (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 2. feb. 2008

Hallmundur Kristinsson

Sæl Ólína

Mér er ánægja að eiga þig að bloggvini. Bestu kveðjur,

Hallmundur Kristinsson, fös. 18. jan. 2008

Marta B Helgadóttir

Nýárskveðja

Vil bara óska þér gleðilegs árs og þakka fyrir frábæra viðkynningu á árinu.

Marta B Helgadóttir, mán. 31. des. 2007

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég er sammála ; )

Sæl Hulda - takk fyrir þetta innlegg. Ég las líka þennan ritdóm - og átti fullt í fangi með að fylgja þræðinum í honum. Það er þó ekki slæmt að vera "hnarreist" ljóðskáld og ekkert hef ég á móti því að vera kúreki á atómöld ;) Svo er mér vissulega heiður að því að gagnrýnandinn skuli ætlast til þess að ég brjóti blaði í sögu íslenskrar ljóðlistar með fyrstu ljóðabók - en ég gat eiginlega ekki skilið hann öðruvísi. Veistu, ég held ótrauð áfram :) Kær kveðja.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þri. 25. des. 2007

ótætis gagnrýni

Sæl Ólína. Ég var hreint ekki sátt við gagnrýni á "Vestanvinda" sem ég las í einhverju dagblaðanna í dag. Furðuleg sýn sumra gagnrýnenda að einblína á blysfarir og blótgælur... Haltu ótrauð áfram með þinn vandaða kveðskap. Kveðja, Hulda Guðmundsdóttir.

Hulda Guðmundsd. (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 21. des. 2007

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Vænt þykir mér um það

Mikið þykir mér vænt um þessa athugasemd. Bestu þakkir :)

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fim. 22. nóv. 2007

Takk fyrir ljóðin Ólína

"Hún Ólína er skáld" heyrði ég tautað við hlið mér í rúminu í gærkvöld. Maðurinn minn var langt kominn með ljóðabókina þína Vestanvinda. Ég er sammála honum Ólína, mikið eru þau falleg ljóðin hjá þér, hef lesið þau nokkur aftur og aftur og heillast af þeim, ekki bara fegurðin heldur líka það sem þau segja. kveðja

Sigríður Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 22. nóv. 2007

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það gleður mig

Það gleður mig sannarlega. Bestu þakkir :)

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, mán. 12. nóv. 2007

Vestanvindur

Las ljóðabókina þína spjaldanna milli. Hún er undurfalleg.

Skúli Pálsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 5. nóv. 2007

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk

Takk fyrir það Ragnheiður.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, mán. 29. okt. 2007

Ragnheiður

Sæl

Ég ætlaði að kommenta á færsluna þína um læknamistökin, alveg sammála þér þar. Svo finnst mér færslan nýja um nafnana afar falleg. Ég er hinsvegar ekki í kommentanáðinni...hohoho...og skrifa þetta þá bara hérna

Ragnheiður , mán. 29. okt. 2007

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk - og kær kveðja.

Takk fyrir það. Og Laufey mín, gangi þér vel í nýja starfinu fyrir sunna. Kær kveðja.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, mán. 29. okt. 2007

Vestanvindar...bara fallegur titill

Ólína mín! Innilega til hamingju með ljóðabókina þína. Svo er bara að skella sér á Selfoss og leyfa okkur Sunnlendingum að hlýða á ljóðalestur. En ég kaupi örugglega bókina. Bið að heilsa vestur. Kær kveðja Laufey Jónsdóttir

Laufey Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 26. okt. 2007

María Anna P Kristjánsdóttir

Sæl Ólína

Velkomin í bloggvina hópinn,ég mun fylgjast vel með þinni síðu,eins og ég hef gert að undanförnu. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, fös. 5. okt. 2007

Gamlir framsoknarmenn og konur.

Sæl Olina. Tad er gamann ad skoda dina sidu,du ert kona ad minu skapi haltu afram a sømu braut.din heimasida er eins og du ert. Haltu afram a sømu braut. Med venlig hilsen. Johannes Bjørnsson

Johannes Bjørnsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 3. okt. 2007

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir góða kveðju Jóhannes ...

... gaman að vita af þér sem lesanda. Bestu kveðjur til þín og þinna.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þri. 2. okt. 2007

Jóhannes Guðnason

Frábær Síða,áfram Ólína

Sæl Ólína mín,og takk fyrir síðast(nokkuð langur tími liðinn)bið að heilsa Sigga.Það er allveg frábært og mjög skemmtilegt að lesa skrift þína(ég er yfileitt sammála þér)Nú vill ég fá ykkur hjónin í pólitíkina aftur.Kær Kveðja.Jóhannes Guðnason

Jóhannes Guðnason, mið. 26. sept. 2007

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir góðar kveðjur

Ég er eiginlega að átta mig á því núna að ég geti sjálf svarað kveðjum sem ég fær hér í gestabókina. Það er svo miklu skemmtilegra, auðvitað heldur en að þegja þunnu hljóði. Takk kæru vinir fyrir kveðjurnar ykkar allra. Þær gleðja mig.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þri. 11. sept. 2007

Sæl Ólína

Innilega til hamingju með daginn! hafðu það gott í dag Kveðja Ísak -einn af þínum dyggu lesendum :D

Ísak P. (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 8. sept. 2007

Kveðja

Sæl Ólina .Ég mátti til að segja þér hvað ég var sammála þvi sem þú sagðir i kastljósinu i kvöld Þetta inngrip hjá þessari konu er nokkuð sem ég skil ekki Hversvegna var konan ekki færð á slysadeild ? Ég tek það fram að aka undir áhrifum vimuefna hver sem þau eru er ófyrirgefanlegt .en svona harðræði ef satt er er það lika Hafðu það gott i ferðinni Kv Sigr Aðalst.

sigridur adalsteins (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 24. ágú. 2007

Takk fyrir mig!

Sæl Ólína og takk fyrir skemmtileg skrif. Á örugglega eftir að heimsækja þessa síðu aftur. Kveðja frá Selfossi.Sigríður Árnadóttir

Sigríður Árnadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 31. júlí 2007

Toshiki Toma

Kveðja

Komdu sæl, Ólína. Ég var með þér einu sinni áður á fundinum í Ísafirði fyrir 6? árum. Þú talaðir um Njálssögu og ég sagði frá íslensku sem öðru máli. Kannski mannstu það ekki :-) En allavega þakka þér fyrir að samþykkja að fá mig sem bloggvin þinn !

Toshiki Toma, þri. 19. júní 2007

Georg P Sveinbjörnsson

Sveinbjörn Beinteinsson

Sæl Ólína og takk fyrir að hleypa mér inn, finnst pislarnir þínir yfirleitt skemmtilegir og fróðlegir. Veit að þú hefur gaman af rímum og þjóðlegum fróðleik, langaði að spyrja þig hvort þú hafir þekkt pabba heitinn persónulega, ef ég er ekki of frakkur ?

Georg P Sveinbjörnsson, fim. 14. júní 2007

Ester Rut Unnsteinsdóttir

Gaman að lesa

Ég hef oft lesið bloggið þitt Ólína og finnst gaman að þó ég þekki þig ekki neitt. Við virðumst þó eiga margt sameiginlegt miðað við skrif þín og vonandi eftir að spjalla eitthvað einhverntímann, kannski um þjálfun hunda - eða hvað er hægt að gera margt á Vestfjörðum.. kv. Ester Rut Unnsteinsdóttir - Tromsø

Ester Rut Unnsteinsdóttir, fös. 1. júní 2007

Frábær Síða

Sæl Ollý, mjög flott síða hjá þér. Bið að heilsa öllum. Bestu kveðjur, Susý.

Susý (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 23. apr. 2007

Skemmtileg bloggsíða

Halló Ólína! Rambaði inn á þessa bloggsíðu og fannst gaman að lesa skrif þín. Á örugglega eftir að heimasækja þessa síðu oft þar sem þú ert svo góður penni þó svo ég sé ekki "alveg pólitískt sammála þér"..en samt aldrei að vita hvað maður gerir um miðjan maí. Kveðja Laufey Jónsdóttir

Laufey Jónsdóttir (Óskráður), lau. 14. apr. 2007

Inga Lára Helgadóttir

Sæl Ólína,

Ég óskaði eftir að fá þig sem bloggvin, þú skrifar skemmtilega og með mál sem gaman er að lesa. Kveðja Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, mið. 11. apr. 2007

Kvedja frá Danmörku

Gaman ad hafa tækifæri til ad fylgjast med í tínum spennandi skrifum. Kolla

Kolla Vestereng (Óskráður), þri. 10. apr. 2007

Útvarpið

Blessuð. Skemmtilegur útvarpsþátturinn þinn í morgun. Skúli Pálsson, 123.is/skulip

Skúli Pálsson (Óskráður), mán. 9. apr. 2007

Edda Agnarsdóttir

Föstudagurinn langi

Gleðilega páska kæri bloggvinur. Nú tökum við þetta eftir páska! X-S(telpur) Kv. Edda

Edda Agnarsdóttir, fös. 6. apr. 2007

Ómar Ragnarsson og köllun hans til íSLANDS

Kíktu á: http://www.au.blog.is/blog/au/ Sammála þér hvað varðar náttúruvernd! Frábært starf sem þú er að vinna að fyrir Vestfirði. Gangi þér vel í uppbyggingunni! kveðja, Sólveig Dagmar Þórisdóttir

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (Óskráður), sun. 1. apr. 2007

Kvitta fyrir komu minni á þessa síðu

Sæl Ólína! Hef kíkt nokkrum sinnum á þessa síðu, og vil bara kvitta fyrir komunni og þakka fyrir skemmtilega lesningu. Þú ert greinilega kjarnorkukona. Kveðja Gróa Stefánsdóttir

Gróa Stefánsdóttir (Óskráður), fim. 29. mars 2007

Kveðja frá Sarajevo

Sæl Ólína, rakst inn á bloggið þitt fyrir tilviljun. Gaman að sjá orkuna sem býr í þér og hvernig þú nýtir hana. Þú fórst að vestan og komst aftur, ég fór fyrir um 9 árum og flutti í Hafnarfjörð, hvar margt minnir á Ísafjörð fyrri tíma, þá sér í lagi allir Ísfirðingarnir sem maður mætir þar á götunum. Nú kominn til Bosníu, fer þá að meta betur allt það sem maður vanmat heimafyrir. Hér eru kaupmenn á hverju horni, bakarí í hverri götu og svo slátrari, þeir eru að byrja á ,,stórmarkaðsvæðingunni" en sem betur fer eru enn margir sem halda tryggð við sína þjónustuaðila. Held samt að þróuninn verði hér eins og annars staðar, þ.a.m. heima, allt breytist og þróast og byggist upp á því hvað þeir vilja sem búa og eins hvað þeir gera.

Guðmundur Fylkisson (Óskráður), fös. 9. mars 2007

Baráttukveðjur!

Gott frammtak hjá þér Ólína, og gangi ykkur allt í haginn Þarna fyrir vestan. Við munum fylgast með að vanda hlýjar kveðjur frá Húsavik.

Guðrún Emilía Guðnadóttir (Milla) (Óskráður), fös. 9. mars 2007

Lilja Einarsdóttir

Flott mál

Til hamingju með að vera komin í bloggara heiminn. Mun kíkja reglulega. Kv. Lilja Einarsdóttir

Lilja Einarsdóttir, mán. 26. feb. 2007

Til hamingju

Ég mun fylgjast með af áhuga og lesa bloggið reglulega. Gangi þér vel í bloggheimum. Kveðja Ninna

Ingunn Ósk Sturludóttir (Óskráður), mán. 26. feb. 2007

Flott hjá þér

Til hamingju með að vera byrjuð að blogga, ég mun örugglega fara oft inn á síðuna. Kveðja Anna Guðrún

Anna Guðrún (Óskráður), mán. 26. feb. 2007

Til hamingju

Til hamingju Ollý mín ég verð tíður gestur á þessari síðu, komin tími á að þú látir í þér heyra. Kv. Magga vinkona.

Magga Einars. (Óskráður), mán. 26. feb. 2007

Til hamingju

Til lukku með að vera farin að blogga, ég mun heimsækja síðuna þína reglulega. Kveðja Böddi

Björn Baldursson (Óskráður), mán. 26. feb. 2007

Til hamingju

Til hamingju með bloggsíðuna og fyrstu greinarnar. Orð í tíma töluð og engin tæpitunga. Haltu áfram þínu striki. Baráttukveðjur, þinn Siggi.

Sig P (Óskráður), sun. 25. feb. 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband