Vettvangur dagsins: AGS, hagsmunatengslin, stjórnmálaástandið og gagnavinnsla Jóns Jósefs

Staða stjórnmálanna, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, uppgjörið við hrunið, hagsmunatengsl viðskiptalífsins, ritstjóraskiptin á Morgunblaðinu - þetta var til umræðu á "vettvangi dagsins" í Silfri Egils í dag. Þar skiptumst við á skoðunum, Árni Snævarr, Agnes Bragadóttir, Andri Geir Arinbjarnarson og ég. 

Áhugasamir geta horft og hlustað hér. 

Á eftir var fjallað um sættir þær sem náðst hafa milli milli ríkisskattstjóraembættisins og Jóns Jósefs Bjarnasonar eftir stórundarlega uppákomu sem varð vegna upplýsingaöflunar þess síðarnefnda um þau flóknu og fjölþættu viðskiptatengsl sem til staðar eru í samfélagi okkar. Nú hafa náðst friðsamlegar málalyktir - ríkisskattstjóri hefur meira að segja beðið Jón Jósef afsökunar á upplýsingum sem fram komu í fréttatilkynningu um það þegar lokað var á aðgang Jóns að gögnunum (sbr. eldra blogg mitt um það mál).

Niðurstaða málsins er báðum málsaðilum til sóma. Þennan hluta þáttarins má sjá og heyra hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hvað finnst þér Ólína um það að AGS sé að kúga okkur í Ice-Save málinu?  Ekki segja að þú sjáir það ekki. 

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.9.2009 kl. 17:20

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gísli, hefur aldrei hvarflað að þér að þetta sem þú kallar "kúgun AGS" er e.t.v. ekkert annað en neivkætt álit umheimsins á gjörðum okkar Íslendinga?

Það er vont að sitja undir slíku áliti - vissulega - en hvernig "leiðréttir" maður slíkt?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.9.2009 kl. 19:17

3 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Kúgun og kúgun? Menn eru stundum dálítið fljótir að detta í minnimáttar- og aumingjagírinn. En samskiptin við þessa blessaða stofnun (AGS) virðast vera í meira lagi skrítin. Það er eins og þeir fari fram af stærilæti 18. aldar nýlenduvelda.

Guðl. Gauti Jónsson, 20.9.2009 kl. 19:25

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Ólína, maður "leiðréttir" slíkt, með því að ganga fram og skýra málstað þjóðarinnar.

Sækja fram af festu og heilindum.  Höfða til réttlætiskenndar sem "ummheimurinn" skilur vel.

Enginn er betur til þess fallin, en æðsti ráðamaður þjóðarinnar.   

Við höfum kolfallið á þessu prófi, og þess vegna er neikvæða álitið viðvarandi. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.9.2009 kl. 19:27

5 Smámynd: Sævar Helgason

Það stendur enginn utan Íslands  með okkur í þessu ICESAVEmáli á annan hátt en að við stöndum við skuldir okkar.  Við erum alein.  En við getum þvargað endalaust um málið á eyjunni okkar- en niðurstaðan gagnvart umheiminum verður óbreytt...   Vonandi verður okkur hlíft við enn einu þvarginu á alþingi vegna málsins.  En hún Agnes blaðamaður Bragadóttir varð málstola þegar hún fékk þessa vinsamlegu umsögn frá þér " börnin mín" í Silfri Egils- gaman að því...

Sævar Helgason, 20.9.2009 kl. 19:55

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ólína, þú svaraðir ekki spurningunni.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.9.2009 kl. 20:53

7 identicon

Kæri Gísli,

Þau sjá það sem þau vilja sjá.. þangað til að "menntaelítan" sem er yfirleitt svolítið á eftir er farin að sjá..

þangað til.. ekki berja höfði við stein.. þýðir ekki.

Björg F (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 21:08

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gísli, þetta er kannski ekki svarið sem þú vilt fá, en þetta er mitt svar. Ég er ekki mikið fyrir það að nota í sífellu sterk orð eins og "kúgun" - ég nota sterk orð þegar mér er mikið niðri fyrir og þau þýða eitthvað raunverulegt í mínum huga.

Samskipti AGS við okkur eru undarleg - það játa ég og sé. Orsakir þess held ég að liggi m.a. í stjórnmálaumræðunni hér - ég gæti trúað að forsvarsmenn sjóðsin veigri sér við að taka á þessari "heitu kartöflu" sem Ísland er í augnablikinu. En það er svosem ekkert rökrétt við það - við leituðum á náðir sjóðsins sem samþykkti að taka mál okkar fyrir, og þá eiga þeir að gera það.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.9.2009 kl. 09:31

9 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þið í Samfylkingunni verðið að taka ykkur saman.

Það er eins og ríkistjórn Íslands sé útibú frá London eða Amsterdam!

Þessum bönkum var boðið í heimsókn af Evrópu. Þeir störfuðu undir þeirra eigin reglum. Og þar með var innifalin innistæðutryggingasjóður.

Nú vilja þeir ekki kannast við eigin lög og reglur og vilja fá reikningin greiddan eftir á með hjálp íslenskra valdhafa sem langar í ESB. Með hjálp valboðs og stærðarmunar.

Það er nú bara svona. Og það fylgja engin stór orð. Bara lítil sannleiksorð.. :)

Með kveðju,

Jón Ásgeir Bjarnason, 21.9.2009 kl. 10:09

10 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Núna fatta ég svar þitt barnið mitt

Þú ert í meirihluta í ríkisstjórn og þorir ekki að rugga bátnum þar sem lausn allra vandamála (að mati Samfylkingarinnar) er að fara inn í ESB og þið þorið ekki að segja hvað ykkur finnst um þetta mál og á meðan blæðir þjóðinni og heimilunum út.  Dapurlegt.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 21.9.2009 kl. 18:18

11 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þú misskilur svarið Gísli - eða vilt ekki skilja það. Þú um það.

Svo notar maður ekki þessa barnalíkingu í eintölu með umvöndunum. Maður notar hana í fleirtölu á léttum nótum, og segir þá "börnin góð" en ekki "börnin mín".

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.9.2009 kl. 18:39

12 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ólína, ég held að einhver sé að misskilja eitthvað. 

Klárt er að einhver er að misskilja hlutverk sitt og tilgang

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 21.9.2009 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband