Hvert rennur fiskveiðiauðlind okkar?

fiskveiðar 20 milljarða skuldabréf með veði í íslenskum sjávarútvegi er nú komið í eigu Seðlabankans í Lúxemborg.

Þetta er ein birtingarmynd þess sem við er að eiga í þessari atvinnugrein sem á síðustu tveimur áratugum eða svo hefur byggst upp á framsalskerfi fiskveiðiheimilda - kerfi sem er í eðli sínu óréttlátt og hefur haft í för með sér alvarlega atvinnu- og byggðaröskun víða. Kerfi þar sem verslað er með fiskveiðiauðlind þjóðarinnar eins og hvert annað skiptagóss.

Sjávarútvegsráðherra benti á það í útvarpinu í morgun að samkvæmt lögum mætti ekki veðsetja aflaheimildir "með beinum hætti". Auðveldlega má þó færa rök fyrir því að veðsetning "í íslenskum sjávarútvegi" þýði að kvótinn hafi þá verið veðsetturmeð óbeinum hætti. 

Hvaða þýðingu hefur það í reynd ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki komast í hendur erlendra fyrirtækja? Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að arðurinn af nýtingu fiskveiðiheimildanna við landið komi í íslenska þjóðarbúið? Nákvæmlega enga. Angry

Satt að segja held ég að þarna glitti rétt í toppinn á ísjakanum. Það er alvarleg og aðsteðjandi hætta á ferðinni þarna.

Eitt helsta stefnumál Samfylkingarinnar er að leiðrétta kvótakerfið og koma fiskveiðiauðlindinni í hendur þjóðarinnar á ný. Það verk má ekki dragast. Ef eitthvað er þyrfti að flýta því enn frekar en áformað er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Það þarf að taka upp nýtt kerfi. Núverandi kerfi hefur brugðist og er langdýrasta tilraunaverkefni Íslandssögunnar með kostnað upp á vel yfir Icesave samningana. Við getum tekið upp nýtt kerfi á morgun ef viljinn er fyrir hendi. Það eru hugmyndir uppi um slíkt kerfi sem er til þess fallið að hugnast þjóðinni allri, ekki bara fámennum klúbbi manna. Þá þarf ekkert að rífast um hugsanlega bótaskyldu ríkisins, enda er þá ekki verið að ganga á rétt neinna af þeim sem eru í núverandi kerfi. Löggjafinn hefur alla tíð áskilið sér rétt til þess að koma upp nýju kerfi. Núverandi kerfi hefur leitt af sér slíkar hörmungar að löggjafinn ætti hreinlega ekki að geta horft fram hjá nauðsyninni á þeim breytingum. Kerfi sem virkar, kerfi sem skilar verðmætunum að landi, kerfi þar sem ekki eru búin til verðbréf úr heimildum til að höndla með fisk, verðbréf sem "eigendur" þeirra reyna að hámarka hagnað sinn af með öllum tiltækum ráðum, en það hefur kostað þjóðina (ekki þá) gríðarlegar fjárhæðir. Spurningin er þá: Hvað verður þá um veðin í kvótakerfinu, kerfi sem ekki væri lengur til?

Þórður Már Jónsson, 21.9.2009 kl. 11:42

2 identicon

smá spurning til þín Ólína, hvenær heldur þú að ríkisstjórnin hafi safnað kjarki til að bjóða þessari sérhagsmunaelítu sem útgerðin er, byrginn og fari að láta verkin tala og leiðrétta eignarhaldið á aflaheimildum.

zappa (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 12:06

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góður pistill Ólína en bendir eitthvað til þess að Samfylkingin hafi meint eitthvað með þeirri samþykkt sem þú greinilega vitnar til?

Nú hefur Rússum og Norðmönnum tekist að veiða margfalt umfram ráðgjöf í Barentshafi. Fengu ekki heimild frá vísindamönnum en veiddu samt. Aukning á hrygningarstofni 300% frá aldamótum. Við fengum svipað álit aldamótaárið og héldum okkur við það. Við höfum staðið í stað en í Barentshafinu stefnir í að veiðistofninn fimmfaldist á 10 árum þrátt fyrir ofveiði! Hversu lengi eigum við að láta LÍÚ haldast það uppi að nota Hafró til að halda uppi kvótaverðinu? Veitir þjóðinni nokkuð af meiri útflutningi og fleiri störfum- fleiri vinnandi höndum í sjávarplássunum og hærra fasteignaverði? Þetta er pólitískt mál Ólína og eitt mesta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar í mesta efnahagshruni á söglegum tíma.

Árni Gunnarsson, 21.9.2009 kl. 12:10

4 Smámynd: Sævar Helgason

Já við tölum mikið um að gera þurfi hitt og þetta. Fiskveiði"stjórnunar"kerfið er eitt af því. Því miður verður lítið úr framkvæmdum .

Miklar umræður (mikið talað) voru um þetta kvótakerfi strax eftir kosningar í vor. Strandveiðar til nokkurra aðila voru heimilaðar í 2 mánuði- með miklum takmörkunum þó , í kjölfarið.. Síðan heyrist ekki meir um kvótamálið.

Og nú er verið að upplýsa að þeir í Luxemborg eiga orðið verulegan íslenskan kvóta sem settur var í pant fyrir skotsilfri til útrásaraðila sem nú eru a.m.k hér á Íslandi í gjaldþrotum uppá hundruð milljarða.

Hvað um þessar veiðiheimildir verður er með öllu óvíst. Það gæti þessvegna farið fyrir þeim eins og jarðhitaauðlindum á Reykjanesskaga. Skúffufyrirtæki var þar notað til að smjúga framhjá lögum um auðlindasölu. Á Reykjanesi eru auðlindinar fastsettar erlendum aðilum næstu 130 árin-að því er virðist.

Erum við í raun og veru að glata öllum okkar fjöreggjum ? 

Erum við kannski búin að tapa öllu því sem verið hefur undirstaðan fyrir tilveru þessarar þjóðar frá landnámi ?   Ekki veit ég það-  en  margt er með öllu óskiljanlegt nú um stundir...

Sævar Helgason, 21.9.2009 kl. 12:12

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er nú alveg undir þér og þínum félögum í Samfylkingunni komið. Þú þekkir væntanlega Íslensku lögin sem lúta að þessu. Þau kveða nefnilega skýrt á um að einungis íslenskir lögaðilar í meirihlutaeign Íslendinga hafi fiskveiðiheimildir á íslandsmiðum á sinni könnu. Yfirtaki erlendar lánastofnanir  íslenskar útgerðir vegna skulda verða fisk-
veiðiheimildir þeirra að skilast til baka innan ákveðins tíma.  Og þá til íslenskra aðila. 

Ef ykkur hins vegar tekst að koma okkur undir krumlu Evrópusambandsins þá getur þetta komist í eign hæstbjóðanda. Svo einfalt er það.

Ingólfur H Þorleifsson, 21.9.2009 kl. 14:09

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Góður pistill Ólína, ég gekk í Samfylkinguna fyrir síðustu alþingiskosningar af 2 ástæðum.

1.  ESB

2.  Ég taldi þennan flokk vera þann, sem breytti kvótakerfinu til betri vegar.

Ég er Vestfirðingur eins og þú og er nú að flytja frá Sandgerði til Bíldudals, þar sem ég er fæddur og bjó í um 50 ár.  Það er jafn ljóst eins og dagur fylgir nótt að í næstu kosningum átt þú mitt atkvæði öruggt og verður einn af mínum þingmönnum.  Ég hef alla tíð gert þá kröfu til minna þingmanna, að þeir vinni fyrir sínum launum og ég er þess fullviss að þú gerir það.  Þessa kvótavitleysu verður að endurskoða STRAX LÍÚ er á móti aðild að ESB vegna fiskveiðanna en á sama tíma leyfa stjórnarmenn sér í LÍÚ að veðsetja kvótann fyrir miklum lánum og nú er svo komið að banki í Lúxemborg á þessi veð og mun selja þau hæstbjóðanda innan skamms.  Þá verður kvóti fyrirtækjanna Brims, Granda og Þorbjarnar í Grindavík kominn í erlenda eigu og við getum ekkert gert.  Að heimila veðsetningu aflaheimilda er eitt mesta landrán sem ég hef heyrt um.

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2009 kl. 14:29

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það á að standa landráð, en ekki landrán.

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2009 kl. 14:30

8 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Þú spyrð Ólína ''hvert rennur fiskveiðiauðlind okkar''. Ef Seðlabankinn í Lúxemborg gengur að veðinu, rennur sá hluti kvótans til bankans. Bankinn getur leigt hann íslenskum útgerðum, og tryggt sér þann arð af þessari auðlind, sem íslenska þjóðin ætti að hafa. Því þarf að innkalla kvótann eins fljótt og hægt er. Er reyndar með nýjar hugmyndir í þeim efnum inná blogginu mínu. Ég vil líka benda á, að þeir sem mest hafa verið á móti því, að ganga í Evrópusambandið vegna sjávarútvegsins, eru með þessu búnir að leggja drög að því að erlendur aðili eignist stóran hlut í kvótanum.

Bjarni Líndal Gestsson, 21.9.2009 kl. 15:17

9 identicon

Hvernig víkur því til að Einar K. Guðfinnsson kemst í bullform á RÚV og staðhæfir að þetta væri verra ef við værum innan ESB! Viltu ekki vera svo væn að leiðrétta manninn. bara svona 1.okt. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 16:06

10 identicon

Við inngöngu í ríkjabandalagið fer kvótinn á uppboðsmarkað á endanum og færist í kjölfarið frá Íslandi.

Á meðan við höfum vit á því að láta það eiga sig, getur kvótinn einungis verið í eigu erlendra aðila í eitt ár, en þá ber þeim skilda til þess að skila honum eins og lögin segja til um.

Einar Kr Guðfinnsson hefur rétt fyrir sér og Ólína hlýtur að vita það best sjálf?

kv d

Dóra litla (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 17:36

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þörf ábending hjá þér Ólína og glögg athugasemd hjá Þórði. 

Sjávarútvegsráðherra hefur þetta allt í hendi sinni, hann getur breytt um kerfi og þar með sparað gríðarlegar vaxtagreiðslur til útlanda. Það myndi styrkja gengi krónunnar varanlega og bæta stöðu Íslands.  Þetta mál (vaxtagreiðslurnar) er stærra en Æsseif og er þá miklu til jafnað. 

Sigurður Þórðarson, 21.9.2009 kl. 18:18

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Brottkast og sóun í kvótakerfinu er annar handleggur.

 Gísli, ég veit að við erum ósammála um EB en ég vil ekki misnota umburðalyndi Ólínu til að fara út í þá umræðu hér enda gefur færslan ekki tilefni til þess. 

Hitt er annað að ef við göngum í EB þá megum við alls ekki gera það með núverandi kvótakerfi með framseljanlegum veiðiheimildum.  Þetta verður morgunljóst ef við skoðum reynslu t.d. Íra og Skota af "kvótahoppi" sem Evrópudómstóllinn hefur dæmt löglegt. 

Sigurður Þórðarson, 21.9.2009 kl. 18:32

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Björn fer villur vega. Seðlabanki Lúx getur ekkert gert við veðin nema selt þau aftur til Íslands. nema náttúrulega að draumur Ólínu og félaga verði að veruleika um inngöngu í ESB. þá geta þeir selt þetta til erlendra aðila eins og Ólína óttast hérna. því lík hræsni.

Ólína viltu ganga í ESB eða ekki? ef já þá er þér alveg sama um þessi veð og þú ert bara hérna í hráskinnaleik. 

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 23:10

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Augljóst ef Ólína vill ganga í ESB er henni ALVEG SAMA að kvótinn fari á
uppboðsmarkað innan ESB með því að erlendir aðilar geta þá að vild
fjárfest í íslenzkum útgerðum. Nógu slæmt er nú kvótahoppið milli
landshluta í dag, en Guð minn góður kvótahopp af Íslandsmiðum milli
landa og útúr okkar hagkerfi. Ólína, hverju svarar þú þessu?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 00:54

15 Smámynd: L.i.ú.

Ég skil ekki hvaða veður er verið að gera yfir þessum 20 milljörðum. Greinin skuldar fleiri hundruð milljarða svo þetta er bara lítill hluti af því. Satt að segja finnst mér ágætt að erlendur banki sé með þessi veð, þá lenda afskriftir þessara lána amk. ekki á okkur. Því það er alveg öruggt að útvegurinn á ekki eftir að borga allar sínar skuldir. Ég get hreint ekki ímyndað mér að það yrði slegist um þessi skuldabréf þó þau væru til sölu. Það er líka ljóst að ef erlendur aðili gengur að veðunum hefur hann 12 mánuði til að selja kvótann hér á landi.

En ef við göngum í EB með þetta kerfi í núverandi mynd þá er alveg ljóst að fljótlega myndi stór hluti kvótans lenda í höndum erlendra aðila. Þess vegna verður ríkisstjórnin að halda sínu striki hvað varðar fyrningarleiðina.

Það er ferlegt helvíti að í dag lendir alltof stór hluti tekna útgerðarinnar í vasa erlendra aðila í formi vaxta. Sem er algjörlega óásættanlegt við núverandi aðstæður. En svona hafa nú bestu útgerðarmenn í heimi með besta fiskveiðistjórnarkerfi í heimi haldið á spilunum.

Best væri að leggja núverandi kerfi niður. þá væri þetta og fjölmörg önnur vandamál leyst.

L.i.ú., 22.9.2009 kl. 03:03

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jón Gunnar, stærstu hluti gjaldeyris Íslendinga endar í vasa erlendra Jöklabréfa eigenda í formi vaxtagreiðslna, tilkomið vegna gjaldeyrishafta og hárra stýrivaxta. Ekki missir ríkisstjórnin og fylgismenn og konur hennar svefn yfir því. Þannig að þessar upphæðir eru bara smá mál við hliðina á þeim vanda sem Ólína og aðrir í stjórninni þora ekki að horfast í augu við.

Fannar frá Rifi, 22.9.2009 kl. 07:35

17 identicon

Málið er einfalt. Þessi fyrirtæki fá einfaldlega ekki úthlutun kvóta. Það þarf að gefa sterkt fordæmi gegn svona leikaraskap.

Kristján Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 09:56

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Fram hefur komið að þessir 20 milljarðar eru einungis brot af því sem um er rætt. 

Verði gengið að  þessum veðum fær Seðlabanki Evrópu yfirráð yfir lánum einstakra sjávarútvegsfyrirtækja og standi þau ekki í skilum þá getur SE eignast veðið. Eins og bent hefur verið á geta erlendir aðilar þannig eignast um þriðjungi alls kvóta á Íslandsmiðum með þessum hætti og þar með gríðarleg áhrif á nýtingu fiskimiðanna í langan tíma.

Af þessu má m.a. læra það nægir ekki verja innlent eignarhald í sjávarútvegi eins og gert er með löggjöfinni um fjárfestingu erlendra aðila frá 1991. Það verður að ganga lengra.

Þá er deginum ljósara að við verðum að  fiskveiðistjórnunarkerfinu þarf að breyta áður en gengið verður í ESB. Undan því verður ekki vikist, að mínu mati. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.9.2009 kl. 10:49

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guð láti gott á vita.

Sigurður Þórðarson, 22.9.2009 kl. 11:31

21 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ef farið verður hraðar í fyrninguna en 20 ár (t.d 5 ár) má losa greinina undan verulegum skuldabagga (þó mörg núvernandi fyrirtæki munu þurfa að fara í fjárhagslega endurskipulagningu). Þannig má ná verulegum áfanga að því að ná jákvæðum viðskiptajöfnuði við útlönd sem er forsenda þess að gengi fari að styrkjast og forða megi að hagkerfið molni að innan.

Gjaldþrot margra ofurskuldsettra fyrirtækja er forsenda þess að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf á sama hátt og það þarf að skera niður fúin tré til að skilja eftir pláss fyrir hin að gróa. 

Héðinn Björnsson, 22.9.2009 kl. 13:14

22 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ólína skilur þú ekki íslensk lög? erlendir aðilar meiga ekki eiga íslenskan kvóta. segðu mér og öðrum hvernig þeir geta eignast íslenskan kvóta án þess að þurfa að selja hann innan árs til íslenskra aðila, að því gefnu að við göngum ekki inn í ESB eins og þú vilt að við gerum?

Fannar frá Rifi, 22.9.2009 kl. 13:58

23 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Fannar - það eru ótal leiðir til að fara í kringum lögin. Eitt skúffufyritæki getur "leyst" þann vanda sem takmörkun eignarhalds skapar erlendum aðilum.  Nýlegt dæmi er skúffufyrirtækið sem stofnað var fyrir Magma Energy í Svíþjóð.

Tímabundið eignarhald erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi (allt að ár) skapar þeim ítök og áhrif í atvinnugreininni á meðan á eignarhaldinu stendur.  

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.9.2009 kl. 15:41

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef við förum í EB eru Evrópulög æðri íslenskum lögum. Þetta ættuð þið Fannar og Ólína að hafa í huga.

Evrópudómstóllinn, sem mun hafa lögsögu hér kemur ekki til með að dæma eftir íslenskum lögum.

Sigurður Þórðarson, 22.9.2009 kl. 15:45

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í rauninni, að mínu mati, þarf frekari skýrigar á um hvað er að ræða þarna.  Þ.e. í frétt td. visis af  málinu var talað um að bréfin væru "með veði í kvóta nokkurra stærstu útgerða landsins"

Þetta sko er ekki nógu skýrt fyrir mig.

Einnig vakna spurningin hvort eign á kvóta veiti sjálfkrafa veiðirétt á ísl.  Eg held ekki.  Veiðiréttur hlýtur að vera bundinn við skip - en til að veiða þarf náttúrulega að eiga kvóta.

Þ.e. spurningin sem vaknar er: Eru bréfin með veði í útgerðunum sjálfum eða kvótanum sérstaklega o.s.frv.  Þ.e. bæði skipum og kvóta.

Nú that said, þá má ekki gleyma því að erlendingar mega eiga í útgerðarfyrirtækjum á íslandi.  Bara ekki meirihluta.  Það er alveg skýrt í lögum.  Þeir mega það og því hefur ekki verið mótmælt mér vitanlega.  Hvernig Einar og Kó ætla að koma í veg fyrir að útlendir eigi í útgerðum, þ.e. ef vilji er hjá þeim til þess, skal eg ekkert segja til um.  Líklega eru þeir með einhver spil uppi í erminni, býst eg við.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 16:38

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. sé að hér ofar eru einhverjir að taa um að við aðild að sambandi fullvalda lýðræðisríkja evrópu, þá fari "kvótinn á uppboðsmarkað í evrópu"  Eh - og til hvers ?  Skil ekki svona stórspeki (frekar en þeir sem bera fram snillina náttúrulega)

En þar fyrir utan sjá hinir sömu aðilar ekkert athugavert að kvótinn liggi bara veðstettur hálfa leið til andsk. útí Lúx.  og falbjóði sig þar fyrir gestum og gangandi.  Það er bara hið besta mál samkv. stórspekinni.  Magnað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 17:30

27 Smámynd: Einar Freyr Magnússon

já... mikið er ég sammála því að endurskoða þurfi kvótakerfið

En að treysta samfylkingunni fyrir því dytti mér aldrei í hug.

Einar Freyr Magnússon, 22.9.2009 kl. 19:43

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Margir sem hafa mótaðir skoðanir um  aðild  að EB, jafnvel svokallaðir sérfræðingar virðast ekki átta sig á að reglugerðir EB öðlast lagagildi í aðildarlöndunum og ganga framar innlendum lögum. Lög EB eru æðri reglum en ofar öllu er Rómarsáttmálinn.  Ef ég skil þetta rétt þá getur Evrópudómstóllinn ógilt tilskipanir og jafnvel samninga sem ganga í berhögg við Rómarsáttmálann.  Mig minnir ennfremur að það hafi einmitt reynt á þetta varðandi kvótahopp en þá úrskurðaði dómstóllinn Spánverjum í vil.

 Hvort sem menn eru fylgjendur eða andstæðingar aðildar verða menn að vera með opin augun. Ólína, ég treysti því að þú sjáir til að sjávarútvegsnefndin fari vel yfir þetta. 

Sigurður Þórðarson, 22.9.2009 kl. 21:09

29 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta sem Sigurður bendir hér á að ofan hefði verið gott fyrir okkur að hafa fyrir svona 5-6 árum síðan--- það hefðu þá gilt einhver lög varðandi efnahagsmálin- og reglur.  Hér var skautað framhjá öllu svoleiðis tildri. Og allt okkar efnahagskerfi hrundi...Það kemur alltaf skýrara fram að við þurfum utanaðkomandi hjálp með okkar fjármálakerfi. ESB er þar gott mál. Drífum okkur að fullgera málið...

Sævar Helgason, 22.9.2009 kl. 21:21

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú teygir þig ansi langt í að túlka orð mín Sævar. Æsseif á rót sína í tilskipun sem Ísland fékk frá Evrópusambandinu og neyddist til að taka upp.

Það sem ég var að segja var að menn mega ekki leggja að líku reglugerðir sem samdar eru á færibandi t.d. um fiskveiðimál og sjálfan Rómarsáttmálann. Þá gryfju  hafa sumir Evrópusambandssinnar s.s. Aðalsteinn Leifsson fallið í og á hann þó að vita betur.  

Sigurður Þórðarson, 23.9.2009 kl. 07:08

31 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sigurður, hvort heldurðu að sé mikilvægara Ólínu og öðrum ESB sinnum í Samfylkingunni, fiskurinn eða aðild að ESB? þetta er reyndar góð spurning. Ólína geturu svarað henni? Hvort er þér mikilvægara mál, íslenskur sjávarútvegur eða aðild Íslands að ESB. þetta er ekki spurning þar sem svarið er eftir Dag B. þetta spurning um hvort er mikilvægara, A (fiskurinn) eða B (aðildin að ESB) ? 

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 07:16

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ekkert að því að útlendingar eigi sjávarútvegsfyrirtæki á ísl.  Skiptir eng hvort hann heitir Pétur eða Pabló.  Eki nokkru.  Bara örlítill stafamunur.

Það sem skiptir máli er efnahafslegur linkur við landið.  Það er málið nefnilega.  Enda tryggja ESB reglur það.  Efnahagslega tengingu.

Þetta: Útlendingar koma hjálp! etc - bara hræðsluáróður.

Enda mega erlendir eiga í útgerðarfyrirtækjum núna.  Því gleyma menn alltaf.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2009 kl. 10:24

33 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ómar trúir þessu bulli? íslendingar fengu undanþágu frá EES samningnum þannig erlendir aðilar meiga ekki eiga í fyrirtækjunum.

ekki einu sinni evrópusambandið sjálft hefur viðlíka trú á sér og þú hefur. hefuru ekki heyrt um Grænbókina um sjávarútveg ESB, eða eruð þið Jón Frímann og aðrir fanatíkusar búnir að blokka allt illt tal úr vitund ykkar? 

kvótahopp og annað viðgengst þannig að kvóta einstakra ríkja koma aldrei nálægt ríkinu. efnahagstengingin er engin.  Ómar þú og aðrir ESB sinnar eru líklega mjög ánægðir með það að selja erlendum aðilum allar orkuauðlindir landsins? það skiptir hvort eð er ekki máli hver á þær? Ólína er þetta þín skoðun?

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 10:33

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Ómar trúir þessu bulli?" 

Tja, hér stend eg og get ekki annað eins og maðurinn sagði.

Eða afhverju ætti Finnbogi Jónsson að hafa skrökvað þessu 2004 ?

"Samkvæmt lögum sem gilda um fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi getur erlendur aðili átt allt að 25% í félagi sem er 100% eigandi að félagi sem rekur útgerð og/eða frumvinnslu á fiski og allt að 33% ef eignarhluti er lítill, það er minni en 5%. Ef farið er með eignarhaldið í gegnum tvö félög getur erlendur aðili hinsvegar átt allt að 49,9% í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki."

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2004/10/20/edlilegt_ad_heimila_fjarfestingar_utlendinga_i_skra/

Eg get bent þér á betri heimildir fyrir þessu máli.  Ekki alveg nákvæmt þarna en svona nokkurnveginn, held eg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2009 kl. 11:28

35 Smámynd: Fannar frá Rifi

og þetta lýst þér vel á? þú ESB sinni vilt semsagt að erlendir aðilar eigi auðlindir landsins?

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 11:42

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Samkv. núgildandi lögum mega ógurlegir og vondir útlendingar eiga í útgerðarfyrirtækjum í vissum tilfellum.  Það kann vel að vera að einhverjir tænilegir örðugleikar séu á því - en ef vilji er fyrir hendi þá er það hægt.  Mér finnst það dáldið merkilegt.

"þú ESB sinni vilt semsagt að erlendir aðilar eigi auðlindir landsins?"

Ja, er ekki fiskurinn "sameign þjóðainnar" ?  Síðast þegar eg vissi.

Þín nálgun á umræddu efnier allt of tilfinningahlaðin.  Þjóðernistilfinningahlaðin.

Það að maður af erlendu bergi brotinn eigi útgerðarfyriræki á ísl. - þarf ekki í prinsippinu að vera ógn og sklfing.  Auðvitað ekki.   Útlendingur er ekki = Ógn og skelfing.

Eins og eg hef marg bent á er það sem skiptir máli það,  efnahagsleg tenging við landið sé tryggt.  Þar eiga áherslurnar að vera.  Nú, samkv. núverandi ESB relum er slík tenging nokkuð trygg en etv. mætti vinna með hana eitthvað frekar.  Útiloka það ekkert.  En slíkar reglur yrðu auðvitað að ganga jant yfir alla, þ.e. sama hvort eigendur útgerðafyrirtækisins væri af íslensku eða erlendu bergi brotnir.

Að fá erlenda inní sjávarútveginn hérna gæti að veg verið vítamínsprauta ef rétt væri að staðið.  Þarna ber td. að hafa í huga söguna.  Útlendingar byggðu upp sum sjávarútvegspláss á Íslandi fyrr á tímum. Byggðu þau upp.  Rosa vondir útlendingar.  Byggðu þau bara upp og gerðu að blómlegum bæjum með blómstrandi menningarlífi.  Er nú bara þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband