Fjölmiðlafælni eða fjölmiðlasýki

Johanna Síðustu daga hafa heyrst sárar umkvartanir - sem fjölmiðlar af einhverju ástæðum hafa tekið undir - að forsætisráðherra sjáist ekki lengur. Hún sé bara "ósýnileg" í fjölmiðlum.

Nú þykir mér týra.

Ég hef ekki getað betur séð en að Jóhanna Sigurðardóttir hafi verið í nánast öllum fjölmiðlum svo að segja daglega í allt heila sumar - þar til e.t.v. núna síðustu daga. Og þó hef ég varla opnað fjölmiðil án þess að sjá henni bregða fyrir, eða nafn hennar nefnt. Ég veit ekki betur en að hún hafi haldið fasta blaðamannafundi, einn og tvo í viku, í allt heila sumar, og geri enn. Það er nú eitthvað annað tíðkaðist hér áður og fyrr í tíð annarra forsætisráðherra.

Þessi lævísi og ljóti áróður, að Jóhanna sé ekki til staðar, hún sé horfin, er vitanlega runninn undan rifjum andstæðinga hennar. Þetta er þaulhugsuð markaðssálfræði, sem gengur út á það að rýra trúverðugleika þess stjórnmálamanns sem notið hefur mests trausts meðal almennings fram á þennan dag. Og það er alvarlegt umhugsunarefni að fjölmiðlar skuli spila með í þessu. Þeir ættu nefnilega að vita betur.

Hitt er svo annað mál, að Jóhanna Sigurðardóttir er ekki haldin þeirri fjölmiðlasýki sem hefur heltekið veflesta nústarfandi stjórnmálamenn. Hún lætur verkin tala, og það er góður siður, sérstaklega á krepputímum. Ég tel auk þess sjálfsagt að hún njóti - þó ekki sé nema brots - þeirra mannréttinda að fá að eiga eina og eina hvíldarstund, einhverja dagparta vikunnar.

Maður hefði haldið að íslensk þjóð kynni að meta forystumann sem helgar þjóðinni alla krafta sína, nótt sem nýtan dag og lætur það hafa forgang umfram allt annað. Annað væri algjörlega á skjön við þá háværu kröfu sem hvarvetna ómar um heiðarleika, traust og ósérhlífni.

Segi ekki meir.

------------------------------------------

 

PS: Annars bloggar Gísli Baldvinsson ágætlega um þetta mál og ber saman við birtingarmynd stjórnarandstöðunnar meðal annars.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Gætir þú beitt áhrifum þínum til að island.is sé uppfært? Þar hefur ekki komið inn fréttamananfundur frá því við stofnun ríkisstjórnarinnar 10. maí. Þegar fjölmiðlar sýna ekki sérlega vel frá þessum fréttamannafundum eða gera þeim góð skil er það til verulegra trafala að fréttamannafundirnir komi ekki á netið beint frá ríkisstjórninni.

Héðinn Björnsson, 17.9.2009 kl. 10:54

2 identicon

Jóhanna naut trausts þar til hún fór að takast á við fullvaxta mál.  Hún hefur sýnt það og sannað að hún er ekki í stakk búin til að takast á við flest vandamál sem eru uppi á borði í dag.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 12:56

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Góð ábending Héðinn.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.9.2009 kl. 13:23

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

æj jæj jæj. er það sárt að verða fyrir eigin meðölum Ólína? að aðrir beiti sömu aðferðum og þinn flokkur hefur gert síðan hann var stofnaður? hvernig voru aftur aðferðir sem þið beittuð gegn öðrum stjórnmálamönnum og flokkum? eða er það eitt af því sem þið ritskoðið í eigin sögu?

Jóhanna getur ekki einu sinni skrifað blaðagrein sjálf, áróðursmálafulltrúi hennar þarf að gera það fyrir hana. talandi um að vera ósýnileg. 

Fannar frá Rifi, 17.9.2009 kl. 14:40

5 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Mér sýnist "að íslensk þjóð kunni að meta forystumann sem helgar þjóðinni alla krafta sína." Annarrs hefði útkoman úr skoðanakönnunni verið önnur.

http://ggauti.blog.is/blog/ggauti/entry/949832/

Guðl. Gauti Jónsson, 17.9.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband