Fiskveiðistjórnun þriggja landa

Nýlega fjallaði ég hér um þau áform Vestnorræna ráðsins að taka sérstaklega fyrir fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands, Færeyja og Grænlands á þemaráðstefnu ráðsins sem haldin verður á Sauðárkróki næsta sumar. Það vorum við Íslendingar sem lögðum til á ársfundi ráðsins í ágúst að sjónum yrði beint að fiskveiðistjórnun landanna sem hafa hvert sinn háttinn á í þessu efni. Grænlendingar og Íslendingar hafa kvótakerfi, en Grænland er auk þess með nokkuð viðamikinn fiskveiðisamning við Evrópusambandið. Færeyingar hentu sínu kvótakerfi og tóku upp sóknardagakerfi. Þeir fullyrða að þar með hafi kvótasvindl, brottkast og framhjálandanir horfið eins og dögg fyrir sólu.

 Víst er að þjóðirnar þrjár geta lært margt hver af annarri og hugsanlega haft áhrif á stefnumótun ESB sem nú er að fara í endurskoðun á sinni fiskveiðistjórnunarstefnu.

Málið kom til tals Svæðisútvarpi Vestfjarða í gær (hlustið hér).

Og ef einhver skyldi nú hafa gaman af að lesa dönskuna mína Wink þá er hér grein sem ég skrifaði á heimasíðu NORA um Vestnorræna samstarfið um þessar mundir.

Verði ykkur að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar eru líka með fiskveiðisamning við Evrópusambandið (ESB), og hafa verið með frá því árið 1993. Þennan samning er hægt að lesa hérna.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Rétt er það Jón Frímann - það er í gildi fiskveiðisamningur milli Íslands og ESB. Hann einskorðast hinsvegar við takmarkaðar veiðar úr takmörkuðum fjölda deilistofna, þ.e.:

... common stocks or highly interrelated stocks that extend beyond their respective fisheries zones and in which both Parties have a mutual interest, and that effective conservation and rational management of these stocks can only be achieved through cooperation between the Parties concerned ....

eins og þar stendur.

Fiskveiðisamningurinn milli ESB og Grænlands er að ég held mun víðtækari  - enda hafa verið að koma upp allskyns vandamál í tengslum við hann.

Við Íslendingar höfum líka gert sjálfstæða fiskveiðisamninga við önnur ríki, nú síðast við Færeyjar, svo dæmi sé tekið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.9.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ólína, við Íslendingar ruddum brautina fyrir þeirri lögsögu sem strandríki eiga á hafinu út að 200 mílum. Ég man eftir því þegar ég flutti í Kópavog 1947 að hausti að ég var nánast agndofa yfir þeirri miklu "borg" sem sjá mátti út á Faxaflóa. Þetta var geysilegur sovéskur fiskveiðifloti með stórt móðurskip í miðju. Þá var landhelgin og lögsagan aðeins 3 mílur mælt frá strönd. En það kostaði nokkur þorskastríð að fá lögsöguna út í 200 mílur frá grunnpunktum, ekki strandlínu.

Ég var að blogga nýlega um rétt strandríkja. Það sem ég undrast er hve mikill munur er á réttindum þeirra til annarsvegar auðlinda í hafsbotni og annarsvegar auðlinda í sjónum yfir sama hafsbotni. Mér sýnist að þar sé mikið verk að vinna fyrir okkur Íslendinga.

Líttu inn til mín á: siggigretar.blog.is

Sigurður Grétar Guðmundsson, 17.9.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband