Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Stiglitz mælir gegn almennum afskriftum
7.9.2009 | 10:36
Það var athyglisvert að hlusta á hagfræðiprófessorinn og Nóbels- verðlaunahafann Joseph Stiglitz í Silfrinu í gær. Þessi hagfræðingur er maður að mínu skapi. Sérstaklega þótti mér athyglisvert það sem hann sagði um afskriftir skulda - þegar hann benti á að almennar afskriftir skulda fela ekki í sér neitt réttlæti, þar sem þeir eru þá lagðir að jöfnu, auðmaðurinn og stórfyrirtækið sem voru í ofurskuldsetningunni annarsvegar, og hinsvegar Jóninn og Gunnan sem tóku íbúðalánið.
Ég hef áður bloggað um þetta mál á sömu nótum og Stiglitz talaði Silfrinu í gær. Flest bendir til þess að flöt niðurfærsla lána - almenn aðgerð - myndi fela í sér gífurlega eignatilfærslu frá einstaklingum til stórskuldugra fyrirtækja. Við værum jafnvel að tala um mestu eignatilfærslu af því tagi sem um getur.
Niðurfærsla lána hjá þeim sem helst þurfa á því að halda er annað mál. Sé tekið mið af greiðslugetu fólks þannig að niðurfærslan nýtist þar sem hennar er helst þörf, þá horfir málið öðruvísi við. Sú hugmynd sem Þórólfur Matthíasson hagfræðingur hefur sett fram um afkomutengingu lána, er í þeim anda, og ég tel að þá leið beri að skoða vel, eins og ég bloggaði um fyrir stuttu. Afkomutengin lána hefur þann kost að vera almenn aðgerð sem þó tekur tillit til greiðslugetu og afkomu skuldarans.
Jöfnuður felst ekki endilega í því að allir fái "eins" - heldur að hver og einn fái það sem hann þarfnast.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Fjölmiðlar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Stiglitz taldi líka mikinn happafeng fyrir Íslendinga að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, sem myndi hjálpa þjóðinni að ná sér út úr kreppunni fyrr en ella.
Samfylkingin ætti að endurskoða stefnu sína í ESB og Evru málum.
Axel Jóhann Axelsson, 7.9.2009 kl. 10:58
Já, já - sínum augum lítur hver á silfrið.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.9.2009 kl. 11:18
Hvernig á að skilja þetta svar Ólína? Telur þú það ekki mikinn happafeng?
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 13:41
Menn virðast vera í því að misskilja eða rangtúlka orð Stiglitz í Silfrinu. Ég sat fund í morgunn með honum og þar var rædd endurskipulagning /afskriftir/leiðrétting skulda og ég gat engan veginn skilið orð hans þar á þann máta sem þú ræðir hér. Á fundinum talaði hann einmitt um nauðsyn þess að fara í almenna aðgerð á grundvelli þess að fjármálastofnanir hafi selt almenningi slæm lán.
Hins vegar bætti hann við að eðlilegt væri að skattleggja þessar afskriftir, og hafa skattlagningu mismunandi eftir getu einstaklinganna til að standa undir greiðslunni. Þeir sem ættu miklar eignir og hefðu mikla greiðslugetu myndu þá greiða hærri skatta. Lilja Mósesdóttir og ég ræddum þessa hugmynd á Bylgjunni í morgun, auk möguleika á þaki á leiðréttingunni. Allt eru þetta útfærslur.
Að lokum vil ég benda á að það sem var nýtt og mest umdeilt í tillögum okkar Framsóknarmanna frá því í febrúar var hugmyndin að leiðrétta skuldir heimilanna. Það hafði alltaf legið fyrir að felldar yrðu niður skuldir fyrirtækja,- og er þegar byrjað í bankakerfinu. Andstaðan hjá Samfylkingunni og fulltrúum fjármagnsins hefur verið fyrst og fremst gegn þessari aðgerð gagnvart heimilunum.
Sem er afstaða sem ég get ekki skilið. Bkv/E
Eygló Þóra Harðardóttir, 7.9.2009 kl. 14:03
Þetta eru miklar rangfærslur hjá þér Eygló, sérstaklega lokaorðin. Eiginlega ekkert annað en ósvífni að halda því fram að Samfylkingin hafi verið á móti því að heimilunum yrði hjálpað - það eru hrein öfugmæli.
Vera kann að þú hafir setið fund með Stiglitz í morgun, en ég vísa hér fyrst og fremst í þáttinn sjálfan og það sem maðurinn sagði þar. Það er hægur vandi að hlusta á hans eigin orð þar, og óþarfi að pexa við þig um eitthvað sem þú segist hafa orðið vitni að en ég heyrði ekki.
Þið framsóknarmenn lögðuð til 20% niðurfellingu allra skulda - og undanskilduð engin stófyrirtæki í ykkar fyrstu tillögum, og vilduð aldrei hlusta á þau rök að það þyrft að aðstoða þá verst stöddu án þess að það kostaði tugi milljarða í niðurfærslur til auðmanna og stórfyrirtækja. Sem er afstaða sem ég get ekki skilið.
Samfylkingin hefur hinsvegar frá upphafi lagt áherslu á heimilin í landinu - hvort sem þér líkar það nú betur eða verr.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.9.2009 kl. 16:41
Ef þú tekur ekki mín orð trúanleg þá er hér annar þingmaður sem varð vitni af því sama. Þú getur einnig heyrt í félögum þínum í efnahags- og skattanefnd og utanríkismálanefnd sem sátu þennan fund.
Nei, við undanskildum engin fyrirtæki hjá nýju bönkunum og engin heimili með skuldir enda hafa þau öll orðið fyrir verðbólguskotinu og hruni íslensku krónunnar. Við nefndum að þak kæmi til greina á leiðréttinguna og nákvæma tölu ætti eftir að útfæra þegar í ljós kæmi hversu miklar afskriftir yrðu á lánasöfnunum við uppgjör á milli nýju og gömlu bankanna.
Þegar bankamenn standa frammi fyrir að 60-70% af lánunum þeirra eru í vanskilum þá verða þeir að fara í afskriftir, og það er þegar byrjað hjá stórum fyrirtækjunum. Skilanefndirnar sjá um stóru eignarhaldsfélögin og útrásarvíkingana, og leiðréttingar okkar koma þeim ekkert við.
Mér finnst einnig mjög áhugaverðar þessar hugmyndir Stiglitz um skatta, og þannig væri hugsanlega hægt að taka á áhyggjum manna af moral hazard hættunni við leiðréttinguna.
Það sorglega er að þetta hefðum við átt að ræða strax í febrúar þegar við framsóknarmenn lögðum þessar hugmyndir fram, og vinna að útfærslum saman. En menn höfðu meiri áhuga á að slá þessar hugmyndir út af borðinu sem töfra og trix, í stað þess að ræða þetta á grundvelli lagalegra, efnahagslegra og félagslegra forsenda.
Vonandi er það að breytast og slagorðin um skjaldborgina og velferðarbrúna fari að verða meira en orðin tóm. Bkv/ E
Eygló Þóra Harðardóttir, 7.9.2009 kl. 17:16
Ég skil þig ekki frænka. Hvernig kemstu hreinlega hjá því að skilja hvernig forsendubrestur allra lána undir fullkominni stjórn ríkisins og bankanna eigi ekki að leiðrétta? Þú virðist styðja þá einföldu aðgerð að þeir sem eyðilögðu hér allt, eignist allt! Hér áður fyrr þótti sjálfsagt að binda lánskjör og launakjör til að svona hlutir færu ekki út í tóma vitleysu eins og nú hefur gerst.
Ég skil heldur ekki þessa dæmalausu aðdáun á útlendingum sem nenna að tjá sig um íslensk málefni eftir að hafa kynnt sér málin í korter eða svo. Hvað hafa margir verið handteknir eftir að Eva Joly var ráðin til starfa?
Halda menn að hr. Stiglitz sé besti maðurinn til að "rétta af" íslenskt efnahagslíf eftir að hafa dvalið hér part úr degi?
Manni verður bara flökurt af þessari persónudýrkun á útlendingum.
Haukur Nikulásson, 7.9.2009 kl. 21:28
Frændi sæll - ég skil vel þörfina fyrir það að leiðrétta forsendubrest allra lána, og tek undir með þér að þess er þörf. Við deilum ekki um það. Spurningin er bara, hvað er réttlátasta leiðin. Hvernig gerum við það án þess að sú "leiðrétting" renni að stærstum hluta inn í botnlausa hít þeirra sem tóku milljarðana að láni til að búa til froðufyrirtæki.
Þetta er kjarni málsins.
Svo er alveg rétt hjá þér að benda á þá hvatakenndu dýrkun sem virðist gjósa hér upp í hvert sinn sem útlendingur segir eitthvað. Undanfarna daga hefur rignt yfir okkur alþingismenn kröfum um að Stiglitz verði ráðinn efnahagsráðgjafi.
Gott og vel. Ég ákvað því að lesa mér til um manninn og hlusta vel eftir því sem hann segir. Og það sem hann sagði í Kastljósinu var flest skynsamlegt. Meðal annars tók ég eftir þessari röksemd hans varðandi almennar flatar aðgerðir, sem hann benti réttilega á að gætu ekki falið í sér neitt réttlæti.
Þetta líkar ekki sumum að heyra - það verður bara að hafa það.
Ég er hinsvegar hugsi yfir ýmsu öðru sem hann sagði, t.d. varðandi gjaldmiðilinn. En ég er nú einu sinni þeirrar gerðar að þola skoðanir sem stangast á við mínar eigin og hafa það gaman af rökræðu (málefnalegri) að vilja skoða mótrök og velta þeim fyrir mér. Menn eiga ekki alltaf að þurfa að rífast, þó þeir séu ekki sammála.
En svo ég víki aftur að því hvort "þeir sem eyðilögðu hér allt, eigi að eignast allt" þá er ég einmitt mjög mótfallin því að svo geti orðið. Þeir sem eyðilögðu allt eiga einmitt ekki að fá að gleypa þá "leiðréttingu" eða þær aðgerðir sem gripið verður til. Það er mín skoðun.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.9.2009 kl. 22:23
Eygló - þessi frétt á eyjunni sem þú vísar til er höfð eftir Lilju Mósesdóttur, en ekki Stiglitz sjálfum. Mér sýnist hér vera komin mótsögn, annarsvegar það sem maðurinn sagði sjálfur í Kastljósi, hinsvegar það sem haft er eftir honum á eyjunni.
Hvað um það - fólk á aldrei að pexa um hluti, heldur hafa það sem haldbært er. Ég var ekki á þeim fundi sem þú vitnar til og get því ekkert rökrætt það sem þar fór fram, eða fabúlerað um túlkanir annarra á orðum mannsins. Ég horfði hinsvegar á sjónvarpið, og ræð þér að skoða umrætt Kastljósviðtal, n.t.t. það sem Stiglitz segir í síðari hluta viðtalsins. Það er ekki svo erfitt að finna bútinn.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.9.2009 kl. 22:28
Stiglitz talaði einmitt um forsendubrest og nefndi að bankarnir ættu ekki að græða á því að svindla á
almenningi. Það væri óeðlilegt. Um það snýst málið. Samfylkingin einn flokka vill að ríkisvaldið sitji á þýfinu en svo sé ´´ afskrifað´´ ( þýfinu skilað að hluta ) eftir einhverjum reglum sem bankarnir eigi að setja ( Síðasta hugmynd Bótalögreglustjórans ÁPÁ ) ?? Það verður þá væntanlega eftir símtöl frá
þingmönnum. Þetta mál er allt í gíslingu þingflokks Samfylkingarinnar sem neitar að viðurkenna að hér hafi verið svindlað á fólki. Á vakt Ingibjargar og Geirs.
Einar Guðjónsson, 7.9.2009 kl. 22:32
Blessuð Ólína. Ég held að þú sért að misskilja Stiglitz hann áttar sig ekkert á því að lánin hérna á Íslandi eru verðtryggð.
Við erum að tala um náttúruhamfarir, hækkun á lánum um 40-150%. Skaðin er mikill hvort sem maðurinn skuldar mikið eða lítið. Það verða allir fyrir óraunverulegum og ófyrirséðum skaða og það þarf að leiðrétta.
Ef það á afskrifa lán fyrir sum þá leiðir það til óréttlætis. Það er ekkert réttlæti að afskrifa bara fyrir þann sem er nr. 60.000 í röðinni en ekki fyrir mann nr. 59.999 sem leiðir svo til þess að maður nr. 60.000 verður miklu betur settur en maður nr. 59.999.
kv.
Ragnar G, 7.9.2009 kl. 22:47
Nú eru komnar fram hugmyndir um að fá Stiglitz sem okkar aðalráðgjafa í efnahagsendurreisninni. Eftir að hafa hlusta á manninn og kannað hans feril - þá erum við í góðum málum - ef hann sjálfur vill aðstoða okkur. Ljóst er að erlenda faghjálp þurfum við . Eva Joly er okkar akkeri við rannsókn hrunsins. Og alveg frábært væri að fá Stiglitz í efnahagsendurreisnina.
Tek undir þín sjónarmið,Ólína , sem hér hafa fram komið.
Og einhverstaðar sá ég að þú ættir afmæli á morgun- til hamingju með það.
Sævar Helgason, 7.9.2009 kl. 22:49
Það skinsamlegasta sem komið hefur fram varðandi lána-vandamálið, er að tekjutengja afborganir. Auðvitað þarf líka afskrifa að hluta hjá þeim sem verst eru settir. Tek undir með Sævari varðandi þín sjónamið, og til hamingju með morgundaginn.
P.s. Þakka þér fyrir að leyfa mér vera bloggvinur. Skutull.is er hættur að birta bloggið mitt. Hef góðan skilning á því, ég er ekki laginn við að koma hugsunum mínum á prent og blogga ekki reglulega.
Kv. B.L.G.
Bjarni Líndal Gestsson, 7.9.2009 kl. 23:33
Til hamingju með afmælið, Ólína. Ég horfði á Silfrið og skildi orð Stiglitz um afskriftir á sama hátt og þú. Þó Eygló telji það kjarni málsins hvað maðurinn sagði, (oftrú Framsóknar á utanbæjarmanninum) þá sagði hann reyndar ekki margt um það. Samt sagði hann að einfaldur flatur niðurfelling ómöglega. Hann benti einmitt á einstaklingsskoðun eða hópskoðanir. Flöt niðurfelling skapaði meira atvinnuleysi. Ætli Eygló hafi horft á annan þátt?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:02
Má ég bæta við tilvísun í Silfraðan Egil?
-"Á markaðstorgi hugmyndanna hefur verið takmörkuð umferð þegar kemur að lausnum á skuldavanda heimilanna. Framsóknarmenn lögðu til fljótfærnislegt kosningaloforð um 20% niðurfellingu skulda. Þær tillögur skortir dýpt og virðist flokkurinn ekki hafa lagt áherslu á að gefa þeim aukinn gaum, og munu væntanlega ekki huga að þeim fyrr en næstu kosningar nálgast. Einnig verður að segja í fullri hreinskilni að Framsóknarmenn hafa búið svo um hnútana undanfarin ár að vantraust leggst sjálfkrafa á hugmyndir þeirra. Því er nærri ómögulegt að núverandi stjórnvöld fari þessa leið þó þau myndu aldrei orða það svo opinberlega. Hún er því dæmd úr leik þótt hún skjóti alltof oft upp kollinum."-
Meira meti er öll lesningin.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:25
Er ekki bara málið að byrja á gengis og verðtryggðum húsnæðislánum.
Það eru lánin sem eru að sliga heimilin í landinu.
Að niðurfæra og fella niður skuldir auðmanna og stórfyrirtækja, það er annað mál.
Eins og lán í KB, verðtryggt húsnæðislán sem hefur hækkað úr 11 milljónum upp í 15 milljónir þrátt fyrir tuga þúsunda afborganir í hverjum mánuði. Þrátt fyrir að Kaupþing hafi fengið gífurlegar afskriftir sinna lána að þá rukka þeir íslenskan almenning um hverja einustu krónu plús milljónir vegna verðtryggingar. - Siðferðið í bönkunum hefur lítið breyst þrátt fyrir yfirtöku ríkissins. Enda þessar skilanefndir aðeins nýjir menn að kjötkötlunum.
Ég bíð enn eftir þessari skjaldborg um heimilin.
Og þótt mitt heimili hafi (ennþá) efni á því að borga af lánunum að þá er alveg eins áríðandi að leiðrétta það húsnæðislán. Allar forsendur fyrir láninu eru brostnar.
Það þarf að fara að gera eitthvað. Það er fleira í gangi en ESB. :)
ThoR-E, 9.9.2009 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.