Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Orkuverðmæti á brunaútsölu
22.8.2009 | 15:10
Það er fróðlegt að bera saman kauptilboð Magma Energy á þriðjungshlut í HS Orku við eldri samninga fyrirtækisins við önnur orkufyrirtæki. Magma hefur gert tvo samninga í Oregon og Nevada í Bandaríkjunum sem eru aðeins til tíu ára (í stað 65 ára skv. tilboðinu í HS Orku) ) með möguleika á tíu ára framlengingu (í stað 65 ára framlengingar hjá HS Orku). Fyrstu tíu árin þarf að greiða auðlindagjald sem nemur 1,75 prósenti af heildartekjum af raforkusölu og eftir tíu ár 3,5 prósentum (sjá hér).
Fréttablaðið greinir frá því í dag að Magma ætli að fjármagna 70% kaupverðsins með kúluláni frá Orkuveitunni til sjö ára með 1,5 % vöxtum og veði í bréfunum sjálfum.
Mér finnst þetta ekki koma til greina. Ef rökin fyrir því að semja við Magma Energy eru þau að okkur vanti erlent fjármagn - þá er degin ljósara að þau rök halda ekki í þessu tilviki. Hér er ekkert erlent fjármagn sem neinu nemur. Hér er einfaldlega stórfyrirtæki að reyna að ná undir sig verðmætum nýtingarrétti auðlindar á brunaútsölu - og nýtir sér í því skyni erfiða stöðu sveitarfélags og þjóðar í kreppu.
Hætt er við að fleira af þessu tagi geti átt sér stað í þeim efnahagsaðstæðum sem við búum við núna. Við Íslendingar verðum að halda fast og vel utan um auðlindir okkar og láta ekki glepjast í tímabundnum fjárþrengingum til þess að selja ómetanleg verðmæti frá okkur, síst með afarkostum.
Ég vona að fjármálaráðherra takist með einhverjum ráðum að stöðva það sem þarna er að eiga sér stað.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Þessar aðgerðir þarf að stoppa strax !
70% kaupverðs með kúluláni til sjö ára og með veði í bréfunum sjálfum. Hvað er í gangi.
Hverjum dettur í hug að gera samninga sem þessa og svo tala þeir um staðgreiðslu. Þeir menn sem svona vinna eiga ekki að koma nálægt stjórnun á íslenskum orkufyrirtækjum.
Páll A. Þorgeirsson, 22.8.2009 kl. 15:53
Tek undir efni pistilsins og skora á þig, Ólína, að leggja fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn OR lið við að vinna gegn þessari vitleysu ásamt fulltrúa VG. Ef stjórnarflokkarnir tveir eru andsnúnir einkavæðingu auðlindanna eru þeir í kjöraðstöðu til að gera eitthvað í því.
Einnig þarf að endurheimta hlut GGE í HS Orku, rifta samningnum sem Árni Sigfússon gerið við GGE fyrir rúmum mánuði. Fara ofan í saumana á hvaða öfl eru á bak við GGE.
Ég er búin að skrifa mikið um þessi mál á bloggið mitt frá byrjun júlí - sjá hér. Bendi líka á frétt og umræðu um málið á Eyjunni.
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.8.2009 kl. 16:07
Þetta er einn risa skandall. Sjá líka grein Bjargar Evu á Smugunni.
http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/2301
Guðl. Gauti Jónsson, 22.8.2009 kl. 16:41
Þetta má ekki gerast, glæpsamlegt.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:44
Góður pistill hjá þér Ólína!! Við megum ekki láta auðlindir okkar í hendur á erlendum aðilum sem síðan munu hækka öll afnot til heimila en lækka til stóriðju.
Þetta verður að stoppa
Marteinn Unnar Heiðarsson, 22.8.2009 kl. 17:09
einn spuring ef 1,75 % er 190 milljónir hvað eru þá heildartekjur hs orku af rafmagnssölu ?
Ásgeir Ingvi Jónsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 17:16
Lára Hanna hefur verið að skrifa góðar greinar um þessi mál, en það eru fleira að gera líka. Hér er ein mjög athyglisverð.
http://icelandtalks.net/?p=643
Loopman, 22.8.2009 kl. 18:48
bananalýðveldi?
Gísli Ingvarsson, 22.8.2009 kl. 18:48
Er Orkuveitan alveg á skallanum ? Þetta Magma orkusölumál lýtur út sem örvænting innan Örkuveitunnar. Það mæðir mikið á fjármálaráðherranum okkar þessa mánuðina og miklar væntingar til hans. Þsstu fáránlega Magma orkusölummáli verður að ýta útaf borðinu. 130 ára orkusölusamningur er galinn... Vonandi tekst Steingrími J. að koma í veg fyrir gjörningin...
Sævar Helgason, 22.8.2009 kl. 19:24
Athugið líka að það er ekki hægt að skilja þetta öðru vísi en að um sé að ræða NAFNVEXTI.
Miðað við verðbólguna hér þá er þetta algjör brandari.
Laurent Somers, 22.8.2009 kl. 19:36
Það er verkefni núverandi stjórnarmeirihluta að búa svo um hnúta að auðlindir verði EKKI markaðsvara. Þær á að nota og nýta í þágu þjóðarinnar. Ég legg til að eignarhaldið verði hjá ríkinu en viðkomandi sveitarfélag þar sem staðbundin auðlind er sjái um reksturinn.
Þórbergur Torfason, 22.8.2009 kl. 20:46
Tek undir með þér Ólína. Það er mikilvægt að finna leiðir til þess að hrinda þessu áhlaupi. Það má ekki undir nokkrum kringumstæðum gerast að útlendingar eignist nýtingarrétt á íslenskum auðlindum svo öldum skiptir án þess að við reynum að koma í veg fyrir það.
Magnús Óskar Ingvarsson, 22.8.2009 kl. 22:28
Ég treysti á að þú standir vaktina þarna sem annarsstaðar Ólína. Það væri skelfilegt ef þær þrengingar sem við göngum nú í gegnum verða til þess að svona hlutir verði að veruleika.
Þórður Már Jónsson, 23.8.2009 kl. 00:30
2007 hvað !!
Magnús Jónsson, 23.8.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.