Hughrif af Grænlandi

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók í ferð minni til Grænlands. Þar varð ég fyrir sterkum hughrifum af ýmsu sem fyrir augu bar og gæti skrifað langt mál um það allt  - ef ég væri ekki svona illa haldin af sjóriðu eftir siglinguna með herskipi hennar hátignar, sem nefnt er eftir Einari Mikjálssyni landkönnuði.  Nánari frásögn bíður betri tíma, en myndir segja meira en mörg orð.

Hér sjáið þið hvernig sólin sest á bak við Grænlensku fjöllin - sem eru helmingi hærri en þau Íslensku, firðirnir margfalt lengri og dýpri ...

P1000896
Húsin standa á nöktum klöppum víðast hvar - þessi mynd er tekin í Arzuk
P1000929
Kjöt af Moskusuxa (sauðnauti) er herramannsmatur - en ekki veit ég hvað þeir ætla sér með þessar lappir sem raðað var svo snyrtilega upp við húsvegg einn í Arzuk
P1000936
Mánaberg heitir þetta fagra fjall sem blasir við úr Grönnedal og víðar. Á tindi þess má finna fagra steina sem bera í sér mánaljósið og heita eftir því mánasteinar
P1000918
Veiðimenn í Arzuk
P1000933
Og hér sjáið þið Íslandsdeils Vestnorræna ráðsins ásamt íslensku fyrirlesurunum - góður hópur ;)
P1000912 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Hugaðu að þínu fólki góða, til þess varstu kjörin.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 8.8.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Er þetta farþegaskip ?? eða var farið  og skemmtiferðin kosta'uð af dönskum eða íslenskum skattgreiðendum ?? kannski báðir rukkaðir ?? Greiddi Alþingi sjálftökudeildinni dagpeninga líka ??

Einar Guðjónsson, 8.8.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Vá, flottar myndir. Hver borgaði ferðina? .....  Ef ekki þú, fór maðurinn þinn með á okkar kostnað líka? .... Ef þú borgaðir hana sjálf þ.e. ferðina, þá bara frábært, EF ekki, þá gæti ég nú sagt ýmislegt sem ekki er prenthæft :)

Katrín Linda Óskarsdóttir, 8.8.2009 kl. 04:04

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Sælar Ólína!

Það er gaman að sjá myndirnar þínar frá Grænlandi. Ég hef alltaf viljað koma þangað og sjá dýrðina með mínum eigin augum. En með það er eins og svo marga aðra hluti að ekki hefur orðið neitt úr því. Það bíður betri fjárhags.

Mér varð hugsað til ferðar hópsins þíns til Grænlands, þessa næsta nágranna Íslands. Þessi ferð vakti á ný hugmyndir mínar sem ég hef viðrað við nokkra ráðherra á Íslandi og svo utanríkismálanefnd. Hugmyndir mínar lúta í meginatriðum að auknu innra samstarfi í utanríkismálefnum sem og efnahagslegum. Ég horfi til þessara landa við norður Atlandshafið: Noregs, Íslands, Færeyja, Grænlands og Rússlands. Með aukinni bráðnun Norðurpólsíssins er ljóst að nýjar skipaleiðir opnast eða haldast opnar lengur en áður. Þetta hefur í för með sér að nýjar leiðir í viðskiptum opnast. Auðlindastefnu ættum við að skapa hið snarasta sem tekur mið af þessum grönnum okkar. Þetta gæti leitt til nýs "Kalmarsambands" þ.e.a.s. nýs norðurlandasambands. Við þurfum eftir að flest norðurlöndin hafa gengið í ESB að forma nýja "Norðurlandasýn", skilgreina hvað eru "Norðurlönd" í dag. Lönd sem taka meira mið af því sem gerist í suður og mið Evrópu í dag eru ekki lengur í hópi "norðurlandanna".  Nýtt Vestur-Norðurlanda Atlandshafsráð þarf að stofna.

Hvað segir þú Ólína, er ekki rétt að horfa til þeirra sem skilja hvernig við hugsum í stað þess að verða þurfamannaland í bandalagi ESB?

Baldur Gautur Baldursson, 8.8.2009 kl. 10:20

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gott fólk - Vestnorræna ráðið greiddi kostnaðinn vegna fyrirlesaranna, Alþingi greiðir kostnaðinn vegna nefndarmanna Íslandsdeildarinnar, sem voru (af sparnaðarástæðum) þrír að þessu sinni en ekki sex eins og venjulega.

Siglingin á herskipinu var í boði danska hersins.

Ég fór fór sem formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins - enda skyldug til þess.

Var ekki með maka, en ef svo hefði verið hefði makinn þurft að greiða fyrir sig sjálfur.

Baldur Gautur - þetta sem þú nefnir með opnun siglingaleiða um Norðurpól er einmitt ein ástæða þess hversu mikilvægt er fyrir vestnorrænu þjóðirnar að huga að sameiginlegum hagsmunum og auka samstarf sitt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.8.2009 kl. 17:57

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

 Því er við að bæta til skýringar, að fundurinn var undirbúningur fyrir ársfund Vestnrorræna ráðsins í lok ágúst. Þarna voru líka á ferð landsdeildir Grænlands og Færeyja ásamt fyrirlesurum sem þær sköffuðu.

Það er hluti af skyldum Alþingis að sinna alþjóðlegu og norrænu samstarfi. Hagsmunir okkar Íslendinga eru m.a. í því fólgnir að halda góðu sambandi við aðrar þjóðir.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.8.2009 kl. 18:03

7 Smámynd: Jón Arvid Tynes

Sæl Ólína.

Já Grænland er stórkostlegt land, en þar býr þjóð í vanda. Mér finnst að við Íslendingar hafi vanrækt grænlensku þjóðina. Ég vona að þú í formennsku þinni breyti því. Grænlendingar þurfa víðtæka aðstoð í félags, menntunar og atvinnumálum.  Sú aðstoð þarf að vera á þeirra eigin forsendum en ekki með hugarfari nýlenduherrans.

Það er ekki undarlegt að þjóðarbrotið á austurströnd Grænlands eig erfitt með að fóta sig. Þegar hún amma mín, sem fæddist 1880 í Seyðisfirði vestra, varð fjögra ára fundu landkönnuðir þjóðarbrotið. Þá vissu menn ekki að manneskjur væru þar að finna og heimamenn höfðu óljósar hugmyndir um að annað fólk fyrirfinndist í heiminum. Á 125 árum hafa austurstrandarbúar farið af steinöld (beinöld) yfir á atómöld eða hvað við eigum að kalla nútímann. Mál austurstrandarinnarer frábrugðið grænlensku vesturstrandarinnar. Þeir eiga ekki ritmál. Aðeins vesturstrandargrænlenskan. Þeir sögðu mér að litið væri niður á austurstrandaríbúana þegar þeir færu vesturyfir, t.d. í nám. Það væri m.a. ein ástæða hversu fáir öfluðu sér framhaldsmenntunar eftir grunnskóla.

Nóg um þetta að sinni. Vestfirðir eru kjörnir til þess að halda utan um samskiptin til vesturs. Hvet þig til dáða.   

Kv. JAT

Jón Arvid Tynes, 8.8.2009 kl. 21:12

8 Smámynd: Einar Guðjónsson

Fyrirlesara ?? Varstu að fræða þá um Ísland ?? Hefði haldið að Skypið hefði dugað. Alþingi hefur engar skyldur, það hafa fundir þess s.l. 25 ár sannfært okkur um.Vest norræna ráðið greiddi ?? gætirðu verið aðeins nákvæmari ?? er það ekki sameiginleg ferðapottur 2 tvegga þjóðþinga og hins íslenska Alþingis ?? Hvað sem það nú er ?? er það ekki dótturfyrirtæki Buags og bankanna ??

Einar Guðjónsson, 9.8.2009 kl. 00:11

9 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þið hafið auðvitað afþakkað dagpeninga er það ekki ?? Svona til að hægt væri að eiga fyrir fari undir ykkur á fundinn í lok ágúst ( eftir 14 daga ).Þettta hlýtur að vera mjög mikilvægur fundur í lok ágúst og á örugglega eftir að skipta sköpum fyrir byggð á Norður Atlantshafi.Veit að þið eigið örugglega eftir að redda þessu, eins og þið björguðuð Íslandi árið 2007, 2008 og 2009 og eins og þið tókuð Bretana með Ice Save samningnum: Senduð ykkar bestu menn í það.Eins og þið björguðuðum skuldurunum í landinu og nú síðast heimilunum.Já og efnahagslífinu. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum þar sem

Samfylkingin er annars vegar.Tómt hugsjónafólk 

Einar Guðjónsson, 9.8.2009 kl. 00:21

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Fallegt í Grænlandi þangað og til Færeyja ætla ég áður en ég drepst og skömm af því hvað við leggjum litla áherslu á að fara til þessa "nágranna" okkar.

Ég vona að þið hafið notið ferðarinnar og getað hvílt ykkur aðeins frá Icesave argaþrasinu.

Ég óttast að þú hafir misskilið spurninguna mína Ólína, áður en þið fóruð en ég bara hélt að activir pólitíkusar eins og þú væruð ekki til í að fara frá Icesave umræðunum og að fulltrúar ykkar væru sendir, en ég sé það núna að það mál fór auðvitað ekkert á meðan.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.8.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband