Ekki erindi til almennings?

"Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings telja að upplýsingar um viðskiptavini Kaupþings eigi ekki erindi til almennings og sé brot á þeirri vernd sem bankaleynd á að veita viðskiptamönnum. Mikilvægt er að traust og trúnaður ríki milli fjármálastofnana og viðskiptavina" segir í yfirlýsingu þessara sömu aðila til fjölmiðla.

Það er einmitt það "vernd" til viðskiptamanna, "traust og trúnaður" Angry

Það vantar eitt inn í þessa jöfnu - það vantar traust og trúnað almennings gagnvart umræddum fjármálastofnunum.

Þær upplýsingar sem nú hafa verið lögbannaðar varða ekki eingöngu "viðskiptavini Kaupþings" heldur viðskiptaaðferðir bankans og þær eiga fullt erindi til almennings, að mínu viti.


mbl.is Kaupþing fékk lögbann á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

einhvern veginn finnst mér lögin vernda orðið lögbrjótana !!!

zappa (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 19:59

2 Smámynd: Sævar Helgason

Verður nokkur endurreisn í landinu nema við hendum öllum þessum lagaskruddum á haugana og lögfræðingastóðinu á eftir.  Það er orðið hlægilegt þetta gamla máltæki "Með lögum skal land byggja"  Nýjasti glaðningurinn var að koma ú hús varðandi milljarðahundruðin sem skiptu um hendur korteri fyrir hrun.... Og síðan bara lögbann.... til varnar hagsmunum þeirra sem létu greipar sópa....á elleftu stundu.

Sævar Helgason, 1.8.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég kem með þér Sævar, láttu bara vita hvar og hvenær.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.8.2009 kl. 20:15

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Lögin hafa aldrei tryggt réttlæti. Dólgarnir eru vinir dómaranna og eiga líka 3 stjórnmálaflokka. Þeir hefðu aldrei getað veðsett heilt þjóðfélag öðruvísi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.8.2009 kl. 20:16

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér hefur fundist undanfarin ár og áratugi að dómarar og lög verji mun oftar það ljóta og vonda heldur en hið góða og sanna.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2009 kl. 20:20

6 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það er með öllu ólíðandi að Bankar sem eru orðnir í eigu fólksins komist upp með svona háttarlag og enn og aftur skil ég ekki þessa ands... linkind gagnvart þessu fólki .Það á að frysta eignir þessara manna núna strax ,það er alltaf að koma eitthvað upp á hverjum einasta degi sem sýnir hvað græðgin gekk langt með þessa menn að þeir víluðu ekki fyrir sér að setja heila þjóð á hausinn og vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera.

Þessir svokölluðu útrásavíkingar með græðgi að vopni gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar svo að það er alveg ljóst að það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 1.8.2009 kl. 20:51

7 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Þaegar lög verða ólög á að afnema þau.

"Bankaleynd" á ekki að gilda yfir þegar glæpamenn eru að brjóta lög.

Það að einhver hafi verið svo kjarkaður að fórna sér til að við sjáum spillinnguna er virðingavert, Vonandi verður hann ekki dregin fyrir dóm fyrir það meðan hinir seku sleppa !

Birgir Örn Guðjónsson, 1.8.2009 kl. 21:02

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sú veruleikafirring sem felst í kröfunni um þetta lögbann er afar sérkennileg. Það er bara bjánalegt að "banna" birtingu efnis sem er á netinu. Það er eins og að reyna að banna fólki að skoða Tunglið á himinhvelfingunni. Fullkomlega asnalegt!

Ásgeir Rúnar Helgason, 1.8.2009 kl. 21:18

9 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Í tilviki Kaupþings hlýtur að koma til skoðunar hvort leynd yfir viðskiptum bankans falli ekki undir bann við að hylma yfir glæpastarfsemi. Eftir alla þá glæpastarfsemi sem búið er að fela í skjóli bankaleyndar er með ólíkindum að bankamenn skuli ennþá voga sér að vísa til bankaleyndar.

Bankaleynd í núverandi mynd er óhugsandi ef við ætlum að byggja upp traust á nýju bankakerfi. Leynd yfir viðskiptum banka þar sem okkur er sagt að treysta starfsmönnum bankans til að vera heiðarlegir gengur einfaldlega ekki upp eftir allt það sem hefur gerst. Bankamenn verða áfram breyskir eins og annað fólk.

Leynd yfir viðskiptum banka sem eru af þeirri stærðargráðu að þau skipti máli fyrir áhættu í rekstri hans hljóta að verða undanskilin bankaleynd í endurskoðuðum bankalögum. T.d. ættu öll útlán yfir einum miljarði að vera uppi á borðinu um leið og þau eiga sér stað.

Eins lán sem banki tekur. Ef hann tekur hátt lán sem hægt er að gjaldfella með einu símtali við lækkað lánshæfismat eiga viðskiptavinir rétt á að vita um það.

Eins þarf að setja skorður við stærð banka þannig að þeir megi fara á hausinn án þess að það valdi umtalsverðu tjóni fyrir samfélagið.

Við þurfum að losna úr þeim hugsunarhætti að viðskiptaleynd sé eitthvað náttúrulögmál eða komin frá Guði. Þetta er mannasetning sem á að breyta þegar í ljós kemur að hún hefur reynst illa.

Finnur Hrafn Jónsson, 1.8.2009 kl. 22:31

10 Smámynd: Steinunn  Friðriksdóttir

heyrðu ert þú ekki í ríkisstjórn og er Kaupþing ekki í ríkiseigu, hættið að koma með lélegar afsakanir um að þið getið ekki skipt ykkur af, við borgum er það ekki, eigum við ekki rétt á að vita fyrir hvað við erum að borga

Steinunn Friðriksdóttir, 1.8.2009 kl. 22:45

11 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Steinunn - ég er óbreyttur þingmaður sem styð þessa ríkisstjórn.

Hvorki ráðherrar né þingmenn hafa yfir dómstólum að segja - það er einn grundvöllurinn fyrir réttarríkinu, sjáðu til.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.8.2009 kl. 23:04

12 Smámynd: Billi bilaði

En ertu ekki í aðstöðu til að heimta, í þingsal, að lánabækur hinna bankanna verði líka birtar? Eru þær lánabækur ekki nokkurn veginn eins?

Billi bilaði, 2.8.2009 kl. 01:30

13 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Sæl Ólína

Ég þakka fyrir oft góða pistla, þú virðist vera ærleg og heiðarleg kona. Ég held að það sé enginn að biðja um að lánabækur nýju bankana þar sem fjallað er um þúsundkallalán séu birtar. Við urðum að taka bankana til okkar með hundruð milljarða tapi sem við verðum að borga, þú ert fulltrúi okkar á Álþingi Íslendinga og ef þú vilt láta taka þig alvarlega þá flytur þú tillögu um að opna bækur gömlu bankana þannig að við fáum að sjá fyrir hvað við erum að borga,  að öðrum kosti verður aldrei sátt í þessu landi.

Kveðja

Magnús

Magnús Guðjónsson, 2.8.2009 kl. 07:13

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Við skulum sjá hvort þessi lögbannsúrskurður heldur, það kemur í ljós innan viku.

Þing mun ekki koma saman fyrr en 10. ágúst.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.8.2009 kl. 11:07

15 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Ólína. Takk fyrir marga góða pistla.

 Ég tek heils hugar undir þau sjónarmið sem fram koma hjá þér. Ég tel mikilvægt að löggjafinn átti sig á, og skilgreini betur, leyndarþætti EÐLILEGRAR bankastarfsemi.

Flestir hljóta að sjá hve skaðlegt það er þjóðfélagi, ef fjármálastofnanir geta - í skjóli bankaleyndar - stundað alvarlega fjárglæfra, sem eins og í því tilfelli sem við stöndum frammi fyrir.

Þessa þæti þarf að aðskilja, og það án óþarfa tafa. 

Guðbjörn Jónsson, 2.8.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband