Orð Evu Joly

EvaJolyÉg er undrandi á þeim orðum Hrannars B. Arnarsonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, að Eva Joly eigi að halda sig við sín ráðgjafastörf fyrir sérstakan saksóknara en láta öðrum eftir efnahagsmálin. Þessi orð mætti allt eins heimfæra upp á Hrannar sjálfan - þ.e. að hann ætti að láta pólitíkusunum eftir að vinna sitt starf og sinna sjálfur þeim viðfangsefnum sem honum er trúað fyrir.

En við búum nú einu sinni í lýðfrjálsu landi þar sem málfrelsi ríkir. Fyrir það má þakka, að fleiri skuli almennt taka til máls um þjóðfélagsmál, en þeir einir sem til þess eru kjörnir eða ráðnir.

Eva Joly er kona með mikla yfirsýn og reynslu. Hún er vissulega stjórnmálamaður - nýkjörin sem þingmaður á Evrópuþinginu - og virðist eiga ýmislegt ósagt við ýmsa þar innan dyra, eins og grein hennar ber með sér. En skrif hennar eru umhugsunarefni, því "glöggt er gests augað" eins og þar stendur.

Ég tel mikils um vert að kynnst sjónarmiðum Evu Joly til bankahrunsins og stöðu okkar á alþjóðavettvangi.  Ég verð að viðurkenna að ég er þungt hugsi yfir ákveðnum atriðum sem fram koma í grein hennar.

En hvort sem ég er sammála mati hennar á stöðunni eða ekki - og þó mér hafi áður fundist hún mætti bera sig öðruvísi að við að koma inn í umræðuna - þá er eitt alveg ljóst: Þessi kona stendur með okkur Íslendingum og vill vekja athygli á málstað okkar. Það gerir hún af einurð og ekki síður af hlýhug í garð þeirrar "grandvöru og elskulegu þjóðar" sem hún segir okkur vera.

Mér þótti vænt um að finna hugarþel hennar í okkar garð, og ég er sannfærð um að orð hennar eru betur sögð en ósögð.

-----------

 PS: Loks langar mig að benda á ágæta greiningu Marðar Árnasonar á skrifum Joly.


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Ólína,

Ég er algerlega sammála þér.  Joly er baráttukona að mínu skapi.  En jafnvel þótt hún nefni Ísland og Icesave í grein sinni þá er hún í mínum huga að berjast gegn fjármagnskerfi heimsins, hvorki meira né minna.  Af réttlætishugsjón reynir hún að vekja máls á því regluverki og skipulagi sem mærir mafíukennda háttsemi, ruglar gildismat fólks og setur heilu samfélögin í þrælsbönd. 

Joly er hetja!

Mér finnast orð Hrannars algerlega óviðeigandi.  Í raun finnst mér alvarlegt, eins og þú bendir á, að hann, í hans stöðu, geri í raun tilraun til að þagga niður tjáningafrelsi þessarar réttsýnu og duglegu konu.  Og það þegar hún er einmitt málsvari fyrir Ísland m.a.!

Ég myndi vilja heyra hvað Jóhanna Sigurðardóttur hefur að segja um orð Hrannars.

Eiríkur Sjóberg, 2.8.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir Ólína. Vel orðað, eins og við var að búast frá þér.

Guðbjörn Jónsson, 2.8.2009 kl. 13:44

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Orð aðstoðarmanns Jóhönnu eru sem hennar eigin, þótt á facebook síðu sé. Aumleg og fávís eru skrif Hrannars sem mótmælir hástöfum þegar - að því er virðist - eini árnaðarmaður Íslendinga erlendis, frú Eva Joly, ber hönd fyrir höfuð Íslendingum. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar er s.s. farinn að deila opinberlega við Evu Joly sem er þegar orðin "þjóðhetja" 90% þjóðarinnar. Það er næsta ótrúlegt að aðstoðarmaður forsætisráðherra skuli ekki taka undir orð Joly eins og langflestir Íslendinga heldur andmæla henni eins og hann gerir. Guð hjálpi þessari þjóð fyrst forsætisráðherrann á svona "aðstoðarmannn".

Guðmundur St Ragnarsson, 2.8.2009 kl. 13:45

4 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Þessi pistill þinn er þín rétta lína, Ólína! Hér slærðu hinna sanna tón þó hann kunni að koma illa við suma í ,,þínu liði", vittu til. Það er þá einhver von að stjórnarliðið sé ekki alveg búið að brynja sig fyrir gagnrýni og stjórnmálamenn fari nú að snúa bökum saman í uppbyggingarstarfinu sbr. blogg mitt um Evu Joly.  

Jón Baldur Lorange, 2.8.2009 kl. 13:51

5 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Tek undir með þér guðmundur.

"

Guð hjálpi þessari þjóð fyrst forsætisráðherrann á svona "aðstoðarmannn".

"

Hörður Valdimarsson, 2.8.2009 kl. 13:52

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er ánæggður með þig í þessum pistli Ólína og tek undir með þér.

Enn flokksapparatið greyp frammí fyrir Hrannari (sem veður nú ekki í vitinu frekar en ég)og hefur skipað honum að fella síðuna nú eða bara fellt hana sjálft sem mér finnst líklegra.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.8.2009 kl. 14:14

7 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég held nú að þetta hafi bara verið saklaus yfirsjón hjá hinum góða dreng Hrannari sem hann hefur nú leiðrétt, sem er virðingarvert hjá honum. Það er eins og ég vitnaði í John F. Kennedy í gær á blogginu mínu: Yfirsjón verður ekki mistök, fyrr en þú neitar að leiðrétta hana!

Jón Baldur Lorange, 2.8.2009 kl. 14:20

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gott hjá þér Ólína.

Hrokinn sem gaus af Hrannari í þessum orðum var með ólíkindum, og minnti á orð ÞKG þegar hún sagði með þjótti að fjármálagreinendur ættu að leita sér endurmenntunnar.

Staða Hrannars sem aðstoðarmaður  Jóhönnu hlýtur að vera í miklu uppnámi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.8.2009 kl. 14:35

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Góður pistill hjá þér. 

Marinó Már Marinósson, 2.8.2009 kl. 14:56

10 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mæl kvenna heilust Ólína.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.8.2009 kl. 15:40

11 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hjartanlega er ég sammála þér Ólína. En ég get ekki fallist á að Hrannar B. Arnarsson geti hvorki prumpað né ropað nema vera staðsettur í embætti aðstoðarmanns forsætisráðherra. Hann á sitt líf rétt eins og ég og þú og má eiga sínar skoðanir í friði. Skítkast á hann eins og sumir iðka hér í  athugasemdakerfinu er algjörlega óþarft.

Ef Hrannari finnst grein Evu svona vond þá má honum finnast það, ég (og þú) er ekki sammála því mati hans. Grein Evu Joly er snilld og ég vildi að það væri leið til þess að láta hana vita hvert álit almennings er á greininni, því víst er að hún mun fá að heyra álit stjórnvalda (hvert svo sem það álit kann að vera).

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.8.2009 kl. 15:48

12 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Þú færð marga plúsa fyrir þessa grein Ólína.

Varðandi orð Hrannars um grein Evu Joly, þá eru vitsmunir hennar og þekking á umheiminum svo langt fyrir ofan allt það sem Hrannar getur gert sér vonir um að öðlast að ekki þarf fleiri orð um það.

Ég votta Jóhönnu hins vegar samúð mína vegna "dapurlegrar" framkomu aðstoðarmanns, sem að mínu mati er "ekki starfi sínu vaxinn".

Páll A. Þorgeirsson, 2.8.2009 kl. 16:03

13 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Greið eður ei, greinin er góð, tæpitungulítil...sem er eitthvað sem er mikil eftirspurn eftir þessi misserin, ef einhverntíman hefur verið þörf á að tala hreint og ærlega út er það nú um stundir. Hagsmunir fárra mega aldrei verða sannleikanum yfirsterkari, svo mikið hljótum við þó að hafa lært.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.8.2009 kl. 16:42

14 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ólína,

batnandi manni best að lifa,

en grínlaust, þú sem þingmaður hefur gríðarlega mikla ábyrgð. Ef spádómur Evu reynist réttur þá verður Ísland boðið upp á markaði sem hvert annað þrotabú. Áður en kemur að því verða ég og margir fleiri farnir héðan. Sá veldur sem heldur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 17:02

15 identicon

Takk fyrir Ólína, sem jafnaðarmaður er ég sammála. Hins vegar verð ég að lýsa vonbrygðum yfir skrifum Marðar vegna þessa, en þú setur "link" á hann inn hjá þér.  Ég fyrir mitt leiti hafði miklu meira álit á Merði en skrif hans gefa tilefni til.  Það er þetta EN sem alltaf kemur upp þegar verja skal flokkinn!

Þórhallur V Einarsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 17:37

16 Smámynd: Páll Blöndal

Eva Joly er sem himnasending fyrir okkur.
Hún nýtur trausts og virðingar þvert á pólitíska flokka.
Hún er að gera það sem VIÐ ættum að vera að gera af fullm krafti.

Páll Blöndal, 2.8.2009 kl. 19:20

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er sammála Merði, að hún sé einkum að fjalla um endurskoðun fjármálareglna innan ESB. Þannig, vísi hún á slæma reynslu okkar, og reynir að nota það til að benda fólki innan ESB svæðisins, að pottur sé brotinn í þeirra málum.

Á hinn bóginn er ég ekki sammála Merði, að úr grein Joly sé ekki sanngjarnt að lesa gagnrýni, á okkar núverandi ríkisstjórn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.8.2009 kl. 19:32

18 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ef Jóhanna fær sér ekki nýjan mann í stöðu Hrannars, skiptir engu máli hvaða orð verða notuð til réttlætingar veru hans. Hann fór LANGT út fyrir strikið og Jóhanna þarf að setja langt bil á milli sín og Hrannars.

Haraldur Baldursson, 2.8.2009 kl. 19:35

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágætur pistill Ólína og ég tek undir hvert orð.

Ef flokksfélagar þínir eru ekki sammála honum þá hefur þú engu að síður með þessum skrifum unnið þeim meira gagn en þeir eiga skilið.

Það er ótrúlegt axarskaft að hjóla í konu sem er virt og dáð af almenningi, fyrir það að taka málstað Íslands þegar við þurfum mest á því að halda. 

Sigurður Þórðarson, 2.8.2009 kl. 20:54

20 Smámynd: hilmar  jónsson

Hrannari hlýtur að leyfast að hafa sínar persónulegu skoðanir þó þær fari á skjön við marga innan SF. Hann er greinilega ekki þinn maður Ólína. Eru skrif hans ástæða þess, eða býr eitthvað dýpra á bakvið ?

hilmar jónsson, 2.8.2009 kl. 21:40

21 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ólína þú færð nú gagnrýni á þingi fyrir að hafa lítið umburðarlindi við skoðanir sem ekki eru eftir ,,línunni", en það er einmitt það sem Hrannar er að átelja Evu Jolý fyrir.

 Styrkleiki lýðræðisins fellst ekki fyrst og fremst í því að fólk hafi leyfi til þess að tjá skoðanir sínar, heldur sé umhverfið nánast hvetjandi til slíks. Helsti styrkleikinn fellst því að fá fram mismunandi áherslur, sem oft leiða til betri lausna en ef hugsaðar eru í einrúmi.

Sigurður Þorsteinsson, 2.8.2009 kl. 22:52

22 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Af sjónarhóli er víð sýn, svo víð að þeim sem þar stendur hættir til að halda að hann sjái allan heiminn. Þannig les hver og einn grein Evu Joly ofan frá sínum sjónarhóli og að mörgum þeirra hvarflar ekki að hún hafi staði upp á allt öðrum sjónarhóli þegar hún ritaði greinina og henni því verið beint að allt öðru útsýni.

Eva er þingmaður á Evvrópuþinginu og er að rita sína grein sem slík. Þess vegna er hún að halda sig við sína fjöl, pólitík, þótt Hrannar hafi villst til að halda að ráðgjöf við íslenskan saksóknara væri eini leistinn sem hún mætti hafa á prjónunum. Svo kvartar Hrannar yfir að grein Evu sé ekki heppileg sem stendur. Það er bara ekki hennar höfðuverkur að finna heppilega stund fyrir íslenska viðkvæmni.

Nú hvet ég fólk til þess að klöngrast niður af sjónarhólnum sínum og reyna að ímynda sér að það sé venjuleg Gunna Jóns í Evrópu, sem er að velta því fyrri sér hvort fjármálakreppan sé ekki bráðum að verða búin svo allt geti farið í sama far aftur, eða hvort einhver þörf sé á róttækum breytingum og jafnvel meira réttlæti.

Grein Evu Joly var ekki um Ísland. Ísland var bara dæmisaga í greininni.

Soffía Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 23:13

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Soffía, ég þarf ekki ný gleraugu til að lesa grein Evu Joly. Grein hennar er skýr einföld og auðskilin.

Það skuggalega í þessu máli er alls ekki prívatskoðanir Hrannars  heldur hitt að hann er aðstoðarmaður forsætisráðherra. Ef aðstoðarmaður forsætisráðherra skrifar um hápólitísk mál vill ekki láta taka sig alvarlega þá verður hann að taka það fram

Sigurður Þórðarson, 2.8.2009 kl. 23:35

24 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hannn verður að fjúka....

Haraldur Baldursson, 2.8.2009 kl. 23:48

25 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Haft er eftir aðstoðarmanni forsætisráðherra:

Dettur Evu í hug að þessi grein auki traust á Íslandi erlendis ? Veit hún ekki að megnið af erlendu lánunum (eiginlega allt nema Icesave) er til að styrkja gjaldeyrisforðann og þar myndast eign á móti ? Held hún ætti að halda sig við ráðgjöf við sérstaka saksóknarann og láta aðra um efnahagsmálin.

Þessi ummæli Hrannars eiga eftir að lifa um ókomin ár, sem eitthvað það heimskulegasta sem sagt hefur verið í 1100 ára sögu þjóðarinnar. Þessi Hrannar Björn Arnarson er aðstoðarmaður forsætisráðherra landsins, að nafni Jóhanna Sigurðardóttir. Sumir telja að það skýri hluta málsins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.8.2009 kl. 00:08

26 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég ætla ekki að áfellast  Hrannar B fyrir hans skoðanir, en ég er ekki sammála honum og það er bara allt annað mál. Hvað grein Evu varðar þá finnst mér hún góð ádrepa á þá stjórnmálamenn, innlenda og erlenda sem taka og hafa tekið eigin skinn fram yfir hag þjóðar sinnar. Þar á ég fyrst og fremst við þá stjórnmálamenn innlenda sem hafa frá lýðveldisstofnum unnið leynt og ljóst að því að koma upp valdaklíkum í samfélaginu. Þeir sem harðast hafa gengið fram í þannig stjórnunarháttum eru að mínu áliti Íhald og Framsókn. Þessi flokkar hafa með ýmsum aðferðum skipt þjóðfélaginu á milli sín og þegjandi leyft hinum flokknum að maka krókinn á sínu svæði.

Eva er ekki að segja okkur að skrifa ekki undir Icesave samninginn, heldur að benda umheiminum á þá lúalegu aðferðir sem stjórnendur stærri ríkja hafa beitt okkur, sumpart til að skapa sér vafasamar vinsældir heima fyrir. Stóra gagnrýnin í hennar grein er á þær reglur sem eru gildandi í peninga- og bankamálum heimsins. Hún er þarna að kalla eftir algjörri hugarfarsbreytingu sem er mjög brýnt að hennar mati.

Kærar þakkir fyrir góða grein Eva Joly.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.8.2009 kl. 00:53

27 Smámynd: hilmar  jónsson

Vel mælt Hólmfríður..

hilmar jónsson, 3.8.2009 kl. 01:06

28 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Ólína , það er fínt að ráðast að samstarfsaðila í flokknum til þess að hvítþvo eigin skinn af stjórnarathöfnum hvers konar, gömul og ný sannindi í íslenskri pólítík, ef þú ert sammála Evu, hvers vegna greiddir þú götu aðildarumsóknar að Evrópusambandinu ?

Var það til að undirgangast flokksræðið Ólína, þ.e. stefnu flokks þíns ?

Komst þú ekki auga á það sem þessi forgansröðun kallaði á ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.8.2009 kl. 01:23

29 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Smá athugasemd hér vegna #21 og #29.

Fyrst þetta: Ég hef þekkt Hrannar frá því hann var kornungur maður og haft mætur á honum jafn lengi, enda er hann eldklár. Þær mætur hef ég enn á manninum, þó að honum hafi þarna orðið á í messunni.

Það er því af og frá að ég hafi "ráðist á" hann með orðum mínum. Ég sagðist undrandi á ummælum hans.

Athugasemd Sigurðar #22 um mig og flokkslínurnar skil ég bara alls ekki. Sorrí. Ég hef oftar verið gagnrýnd fyrir það í lífinu að fara mínar eigin leiðir en að vera of leiðitöm.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.8.2009 kl. 01:32

30 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Stóra gagnrýnin í hennar grein er á þær reglur sem eru gildandi í peninga- og bankamálum heimsins. Hún er þarna að kalla eftir algjörri hugarfarsbreytingu sem er mjög brýnt að hennar mati. "(Hólmfríður vitnar í Joly)

Þetta er mergur málsins, þetta kerfi er úthugsað arðráns/svikamyllusystem sem almenningur ber mikinn skaða af í gegnum aldirnar, það er vitlaust gefið í þessu spili og það þarf algera hugarfarsbreytingu, ekki að lappa upp á rotið kerfi á kostnað almennings sem hefur fátt nema potta og pönnur ásamt kjaftinum til að verjast gerræðinu. Hver sem þorir að horfast í augu við það að núverandi bankakerfi heimsins er apaspil hlýtur að gera sér einnig ljóst að við svo verður ekki búið, við getum ekki boðið komandi kynslóðum upp á láta þessa bófa fá endanlega öll völd og borga fyrir það meira að segja sjálf!, ef það verður ekki snúið baki við arðránssvikamyllunni í núverandi hræringum í heiminum er skuldastreðið það sem bíður barnana okkar. En auðvelt´og átakalausir verða miklar en mikilvægar breytingar yfirleitt ekki, alþjóðlega bankaklíkan minkar ekki sín völd og áhrif mótþróalaust.

"Men fight for liberty and win it with hard knocks.
Their children, brought up easy, let it slip away again, poor fools.
And their grand-children are once more slaves."
(D H. Lawrence)

Georg P Sveinbjörnsson, 3.8.2009 kl. 01:56

31 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ólína, hér er um pólítskan kattarþvott að ræða þar sem þú talar í eina átt, og Hrannar í hina í einu stykki stjórnmálaflokki tækifærismennsku, því miður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.8.2009 kl. 02:17

32 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

"Ég hef oftar verið gagnrýnd fyrir það í lífinu að fara mínar eigin leiðir en að vera of leiðitöm."

Ólína Þorvarðardóttir, 3.8.2009 kl. 01:32

Og fyrir nákvæmllega þessa tregðu á leiðitamningu Ólína mín, munt þú njóta virðingar áfram, hér eftir sem hingað til.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.8.2009 kl. 04:01

33 identicon

Takk fyrir þessa glæsilegu bloggfærslu.

Gústaf Hannibal (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 04:11

34 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ef mér skjátlast ekki þá er Eva Joly yfirlýstur stuðningsmaður þess að Ísland gangi í ESB.

Guðmundur Sverrir Þór, 3.8.2009 kl. 08:11

35 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er rétt hjá þér Ólína.Ef ég man rétt þá er Eva Joly þingmaður á Evrópuþinginu.Það er furðulegt að Hrannar skuli hafna stuðningi hennar við ísland.Vonandi átta Jóhanna og Hrannar sig.

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2009 kl. 09:13

36 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ólína lætur frá sér furðulega yfirlýsingu, þegar hún segir:

Ég hef þekkt Hrannar frá því hann var kornungur maður og haft mætur á honum jafn lengi, enda er hann eldklár. Þær mætur hef ég enn á manninum, þó að honum hafi þarna orðið á í messunni.

Getur verið, að heimskuleg ummæli séu merki um að vera "eldklár" ? Af hógvæð sinni og vegna þess að hún hefur mætur á Hrannari, sagði Ólína líka:

Ég er undrandi á þeim orðum Hrannars B. Arnarsonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, að Eva Joly eigi að halda sig við sín ráðgjafastörf fyrir sérstakan saksóknara en láta öðrum eftir efnahagsmálin. Þessi orð mætti allt eins heimfæra upp á Hrannar sjálfan - þ.e. að hann ætti að láta pólitíkusunum eftir að vinna sitt starf og sinna sjálfur þeim viðfangsefnum sem honum er trúað fyrir.

Mér finnst erfitt að skilja þessi ummæli Ólínu, sem koma frá manneskju sem er í stjórnmálum. Hrannar er ekki venjulegur Sossi, hann er aðstoðarmaður forsætisráðherra og hann er að tjá sig um stærsta mál allra tíma, í okkar sögu. Er ásættanlegt að hann tjái sig eins og hálfviti, þótt hann sé "eldklár" ? Er ásættanlegt að Ólína meðhöndli málið eins og köttur að lepja heitan graut ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.8.2009 kl. 10:45

37 Smámynd: Ingimundur Kjarval

Hin gamla meinsemd Íslands og er ég ekki að tala um holdsveikina, að aðeins þeir innvígðu og innmúruðu megi tjá sig, við hin aðeins bugta okkur og beiga. Það sem sveitamennirnir í ríkisstjórninni (því Hrannar hlýtur að tala fyrir alla í henni) eru ekki að skilja, Eva Joly er ekki úr dölunum og hlustað á hana erlendis. Ef það eru einhverjir sem ættu að beigja höfuðið, þá eru það íslenskir ráðamenn þegar Eva talar.Beigja það í skömm, þeim að kenna að Eva er á Íslandi. Kv.Ingimundur Kjarval.

Ingimundur Kjarval, 3.8.2009 kl. 11:05

38 Smámynd: hilmar  jónsson

Mér virðist sem flestir sem hafa kommenterað hjá Ólínu heimti að Hrannar víki, af því að hann hefur sjálfstæða skoðun.

En við skulum sjá, flestir þeir sem þessa kröfu gera eru Sjálfstæðismenn, og gleymun því ekki að þar á bæ þykja það ekki mannkostir að nota heilann of mikið, og brottrekstrarsök er við því að hugsa sjálfstætt..

hilmar jónsson, 3.8.2009 kl. 12:09

39 Smámynd: Ragnheiður

Frábær pistill hjá þér Ólína.

Ég hef einmitt haft trú á þér vegna þess að þú hefur ekki farið blindandi þinn veg eftir flokkslínum.

Vonandi hef ég ekki rangt fyrir mér þegar upp verður staðið.

Ragnheiður , 3.8.2009 kl. 12:15

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Í athugasemd 39 fullyrðir "hilmar jónsson" að skoðanir Hrannars séu aðrar, hugsanlega ólíkar  skoðunum forsætisráðherraembættisins.

Hvað hefur hann fyrir sér í því?

Ég held að öllum sem hér tjá sig sé sama um prívatskoðanir Hrannars. Þvert á móti hefur fólk þungar áhyggjur af því að forsætisráðherraembættið skuli sýna því fólki sem tekur málstað Íslands óvild.

Sigurður Þórðarson, 3.8.2009 kl. 12:38

41 Smámynd: hilmar  jónsson

Hefur eitthvað komið fram sem styður það að skoðanir Hrannars séu skoðanir Jóhönnu Sigurður ? Hvíldu þig nú á samsæriskenningunum og drífðu þig út í sólina.

hilmar jónsson, 3.8.2009 kl. 12:57

42 Smámynd: Halla Rut

En ánægjulegt að sjá þig tala aftur frá hjartanu. 

Farðu alla leið, Ólína, og segðu NEI við IceSave. Öll þjóðin mun þá taka ofan fyrir þér, vittu til. Við þurfum á hetjum að halda nú og ég kalla á þig.

Halla Rut , 3.8.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband