Var þá ekkert jákvætt?

Í upphafi þessarar fréttar segir að ýmislegt hafi eftirlitsnefnd ÖSE þótt "með ágætum" í framkvæmd síðustu Alþingiskosninga. Síðan les maður áfram og les um ágallana sem ræddir eru í skýrslunni. Vissulega þurfum við að horfa til þess sem betur má fara. Rétt er það,  en .... það kemur hvergi fram í þessari frétt hvað  það var sem var með svo miklum "ágætum".

Af hverju ekki? Angry

Satt að segja finnst mér þetta lýsa umræðunni í samfélaginu betur en flest annað - hér er  allt sogað niður í hyldýpi neikvæðninnar.  

Ég vil fá að vita hvað var jákvætt í þessari  ÖSE skýrslu. Fyrst þar var eitthvað jákvætt, þá vil ég sem almennur íslenskur lesandi fá að sjá það! 

I rest my case.

 


mbl.is Atkvæðavægi átalið af eftirlitsnefnd ÖSE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sem ÖSE fann fyrst og fremst að var misjafnt vægi atkvæða.Það sýnir nauðsyn þess að þegar heildarendurskoðun á stjórnarskrá á sér stað sem vonandi er ekki langt í, verði ráðist í að styrkja stöðu landsbyggðarinnar með því að breyta landinu í fylki, sem hafi sjálfstætt atkvæðavægi.Það er nánast hættulegt að stjórn landsins sé kosinn af fjárglæframönnum við Faxaflóann sem sett hafa allt landið á hausinn.Allir vita um hug Samfylkingarinnar hvað þetta snertir.Vonandi stendur þú með því fólki sem kaus þig Ólína.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 30.7.2009 kl. 22:00

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ólína.

Hvet þig sem kjörinn alþingismann til þess að lesa skýrsluna alla.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.7.2009 kl. 02:19

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Fréttin er dæmi um áróðurskenndann fréttaflutning.  Í skýrslunni er bent á léttvægt atriði sem þarf að skoða en fréttin er látin snúast um það atriði eitt, enda fréttamanninum augljóslega hugleikið.

Sigurður Jón Hreinsson, 31.7.2009 kl. 11:09

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég mun að sjálfsögðu verða mér úti um skýrsluna og lesa hana í heild sinn - það geri ég sem alþingismaður.

En hér er ég að tala um áherslurnar í fréttinni og setja mig í spor hins almenna lesanda sem hefur þessa skýrslu ekki fyrir augunum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.7.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband