Kjör námsmanna

Austurvöllur LÍN er orðið algjört grín nefnist  athyglisverð grein eftir Dagnýju Ósk Aradóttur laganema og fv formann Stúdentaráðs HÍ. Þar rekur hún fyrir lesendum kjör námsmanna sem þurfa að reiða sig á framfærslulán LÍN. Fram kemur að námslán einstaklings í eigin eða leiguhúsnæði eru 100.600 krónur á mánuði. Tekjuskerðingin er síðan 10% þannig að námsmaður sem er með 800.000 krónur í tekjur á síðasta ári (t.d. 200.000 krónur á mánuði í heildartekjur fyrir fjögurra mánaða sumarvinnu) fær 91.711 krónur á mánuði þá níu mánuði sem hann stundar námið hér heima. Þá á hann eftir að greiða húsaleigu - sem varla getur verið mikið minni en 40-50 þúsund á mánuði - sem þýðir að hann hefur kannski 10-12 þús krónur milli handa í viku hverri. Það er varla fyrir mat.

Dagný ræðir ekki um kjör erlendra námsmanna, svo mig langar til þess að víkja nokkrum orðum að því efni.

Námsmenn erlendis fá greidda 9 mánaða framfærslu á skólaári, og gildir þá einu þó að skólaárið sé í reynd 10 mánuðir víða, eins og t.d. í Danmörku. Mánaðarleg útborgun til nemanda sem býr einn í íbúð ætti að vera 7200 dkr á mánuði en er í reynd 6400 dkr þar sem skólaárið er 10 mánuðir.  Lánin eru greidd eftir á þannig að nemendur eru alltaf með yfirdrátt í banka. Vextirnir af yfirdrættinum fylgja stýrivöxtum og hafa því farið í 19%. Meðalhúsaleiga fyrir stúdenta í Danmörku er 3500 - 4000 dkr á mánuði, þannig að þá sér hver maður að ekki er mikið eftir.

Námsmenn erlendis reiða sig algjörlega á framfærsluna frá LÍN. Þeir hafa ekki stuðningsnet fjölskyldunnar (geta t.d. ekki skroppið í mat til foreldra) auki þess sem atvinnumöguleikar þeirra eru skertir við núverandi aðstæður. 

Það er því ekki mjög freistandi fyrir ungt fólk að setjast á skólabekk um þessar mundir. Það krefst ódrepandi áhuga, staðfestu og seiglu.

Loks er umhugsunarefni að atvinnuleysisbætur á Íslandi eru nálægt 150 þús kr á mánuði, eða um þriðjungi hærri en námslánin. 

Þetta þarf að athuga betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Treysti þér til að athuga þetta betur og trúi ekki öðru en menntamálaráðherra geri líka sitt til að unga fólkið okkar geti farið utan í framhaldsnám, frekar en að lifa af atvinnuleysisbótum hér heima.

Hólmfríður Pétursdóttir, 2.7.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Þetta er mjög þarft mál.

Námskostnaður námsmanna erlendis hefur tvöfaldast á undraskömmumm tíma og ferðakostnaður líka. Auk þess hefur ferðatilboðum fækkað og þau eru ekki jafn góð og áður. Allar áætlanir hjá námsmönnum erlendis hafa gengið úr böndunum og mér kæmi ekki á óvart þó brottfall meðal þeirra sé mikið. Sérstaklega þeirra sem eru nýbyrjaðir í námi erlendis.

Guðl. Gauti Jónsson, 2.7.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Ólína þetta er ekki verra en bara allmennt gerist hjá þjóðinni það er kreppa, varlaætlar þú að skattleggja almenning og þau fyrirtæki sem enn eru með nefið uppúr meira til að redda þessu.  Ef þú heldur að það sé ráðið þá er það öllu verra en að pissa í skóna og drekka brennivín við kulda, því það mun minnka tekjurnar niður í ekkert.

Einar Þór Strand, 2.7.2009 kl. 13:10

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hið augljósa í þessu máli er einfaldlega þetta: 

Það er dýrt fyrir samfélagið (í bæði bókastaflegum og óeiginlegum skilningi) ef námsmenn fara að hópast úr námi og yfir á atvinnuleysisbætur. Síðarnefndi kosturinn er mun hagkvæmari fjárhagslega séð fyrir námsmennina - en hann er afar óhagkvæmur fyrir þjóðina í heild.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.7.2009 kl. 15:50

5 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæl Ólína og takk fyrir þessa færslu.

Það sem þú bendir á í athugasemd 5 er einmitt mergurinn málsins. það er eiginlega ekki öðru við að bæta nema þessu;

Öfugt við það sem margur gæti haldið hefur aldrei í sögu Íslands verið mikilvægara að HÆKKA námslán!

þegar við kratar tölum um að við viljum norrænt jafnaðarsamfélag,  þá verðum við að spyrja okkur hvað skapar grunninn að því, svarið er menntun, jafnrétti til náms og að ríkið hvetji leynt og ljóst til menntunar í samfélaginu.

Og þá er spurningin hvernig stöndum við okkur í samanburði við hinar norðurlanda þjóðirnar?

Ísland fær falleinkun. Okkar skólakerfi er slakara, uppúr og niðrúr. Við lánum námsmönnum og það lítið í stað þess að greiða þeim styrki eins og gert er t.d. í Finnlandi. Finnar lentu í svæsinni kreppu 1990 og áttuðu sig strax á því að betra væri að fólk sæti á skólabekk en væri atvinnulaust. Finnar sem eiga ekki sömu auðlindgótt og við hafa uppskorið og búa við sterkan efnahag og öflugt atvinnulíf í dag.

Og þá getum við einnig spurt ef við getum ekki get eins vel og frændur vorir á norðurlöndum, hversvegna ættum við ekki frekar að lána fólki í það minnsta sömu upphæð og atvinnuleysisbætur, ef við viljum ekki borga fólki fyrir að vera í skóla?

Staðreyndin er að atvinnuleysistryggingasjóður er að tæmast og þá verður ríkið að greiða þetta, á bilinu 1,5 til 2,2 milljarða á MÁNUÐI! 

Væri ekki nær að eiga möguleika á að fá þá peninga greidda til baka?

Við viljum frekar að fólk sem missir vinnunna stundi nám en hangi heima í þunglyndi, ef við getum afstýrt slíku hjá einhverjum fjölda fólks höfum við bjargað miklum efnahagslegum verðumætum í framtíðinni.

Framtíð okkar veltur einmitt EKKI á fiskveiðum, þær eru jú góður grunnur, en með okkar klafa á bakinu þarf mikið meira til. Það þarf nýja atvinnuvegi, sjálfsrottna nýsköpun og hátækniiðnað, þekkingariðnað og hvað eina og fyrsta skrefið í þá átt er að mennta þjóðina enn betur.

Við verðum að hætta að leggja allt undir í stjóriðjuverkefnum, þar sem íslenska ríkið gerist áhættufjárfestir einsog á Kárahnjúkum, heldur setja fjárfestinguna beint í mannauðinn.

Íslenskir ráðamenn, skoðið heimin og sjáið að það eru ekki þjóðirnar sem grafa gull úr jörðu sem vegnar best, heldur þær sem finna upp, þróa, hanna, hugsa og kunna

Sævar Finnbogason, 3.7.2009 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband