Kvótabrask og fiskveiðistjórnun

Síðustu daga hafa verið að koma fram athyglisverðar upplýsingar um meðferð aflaheimilda í fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Svör sem ég hef fengið við fyrirspurn minni til sjávarútvegsráðherra um þetta mál benda eindregið til þess að verið sé að flytja umtalsvert magn kvóta milli tegunda og ára.

Nýleg skýrsla tveggja laganema á Bifröst, þeirra Þórðar Más Jónssonar og Finnboga Vikars, hefur leitt hið sama í ljós, eins og fram hefur komið í Kastljósi sjónvarpsins undanfarin kvöld. Skýrsla þeirra félaganna er afar vel unnin og í alla staði athyglisverð. Hún leiðir meðal annars í ljós hvernig vannýttir nytjastofnar hafa verið notaðir sem skiptimynt í braski, til útleigu á kvóta, til veðsetninga og til að skapa veiðirétt í öðrum dýrari tegundum. Þessar tilfærslur ganga í berhögg við yfirlýstan tilgang fiskveiðistjórnunarlaganna sem er "verndun og hagkvæmni" í nýtingu fiskistofnanna við Ísland.

Málið var til umræðu á  Morgunvaktinni á Rás-2 í morgun þar sem ég spjallaði við þau Láru Ómars og Frey Eyjólfs. Þessi hluti umræðunnar er rétt framan við miðju.

http://thordurmar.blog.is/blog/thordurmar/entry/905606/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Heyrði þetta viðtal í morgun og var ánægður með þinn málflutning. Það er hinsvegar fyrir mér, rannsóknarefni hvernig í veröldinni stendur á að það skuli hafa tekið áratugi að vekja áhuga fréttamanna á þessum óskapnaði? En betra er seint en aldrei.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.7.2009 kl. 13:07

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hafsteinn, kannski að skýringin felist að hluta til í því að Ólína er röggsöm. Þegar að er gáð kemur í ljós að hlutirnir gerast sjaldnast af sjálfum sér. 

Sigurður Þórðarson, 1.7.2009 kl. 14:59

3 Smámynd: Sævar Helgason

Gott að kominn er alvöru þingmaður til þings. Þú stendur þig með sóma. Ekki ónýtt þegar við förum í það þjóðþrifaverk að koma ónýtu fiskveiði"stjórnunar" kefi út í hafsauga og á ruslahauga sögunnar.... Og endurreisn virðingar sjávarútvegs verður leidd til önvegis.. fyrir fólkið í landinu-þjóðina.

Sævar Helgason, 1.7.2009 kl. 15:17

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er aldrei hægt að gera neitt vel hér til varnar braski og svindli - það er eins og allir séu að pukra hver í sínu horni, ráðuneyti vinna út af fyrir og telja sig ekki þurfa samráð eða samvvinnu sín á milli við hverju búast menn þegar hver hugsar bara um sig

Jón Snæbjörnsson, 1.7.2009 kl. 17:09

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ríkisvæðing fiskimiðanna og færsla á veiðiréttinum til R.Víkur þar sem ríkið á að leigja fiskimiðin út á uppboði til landsbyggðarinnar, er mottó þeirra þingmanna Samfylkingar sem mest tala um brask.Ef þú ert samkvæm sjálfri þér Ólína, þá leggur þú strax fram frumvarp um að framsalið verði bannað.Það munt þú ekki gera vegna þess að þá kæmir þú um leið í veg fyrir ríkisvæðingu veiðiréttarins.Tilgangur þinn helgar meðalið.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 1.7.2009 kl. 21:26

6 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Æ, í guðanna bænum Sigurgeir. Þetta ríkisvæðingarbull fiskimiðanna er örþreytt. Þjóðin á nytjastofnana. Það er kominn tími til að hún njóti arðsins.

Þórður Már Jónsson, 1.7.2009 kl. 22:41

7 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Takk fyrir góða grein Ólína.

Það var kominn tími til að taka kvótakerfið til athugunar.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 1.7.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband